Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 31
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Jiolíi og séra Árni Steinólfsson, sem uppi var miklu siðar og stóð fyrir dómkirkjusmíöinni í tíð Ögmundar biskups, hafi allir verið lærðir kirkjusmiðir og kunnað mikið að tréskurði. Fór það oft saman fyrr á öldum, að höfuðsmiður- inn kunni jafnframt að skreytingu kirkjunnar. Guðmundur Guðniundsson smiður, sem stóð fyrir dómkirkjusmíðinni i Skálliolli fyrir Brynj- ólf biskup, var vel lærður tréskurðarmaður i Baroek-stil. Ingimundur bóndi í Sveinungsvik á Langanesi var og lærður tréskeri og kirkju- smiður, og líklegt er að Hallgrímur .Tónsson hóndi á Kjarna, sem einnig smiðaði kirkjur, hafi eitthvað lærl í tréskurði. Alkunnugt er, að Guðbrandur biskup var mjög skurðhagur, þótt ekki sé líklegt, að hann liafi verið lærður tré- skeri. Gottskálk Þorvaldsson vann við tréskurð í Kaupmannahöfn og hafði þar eigin vinnustofu; liann var faðir Bertels Tliorvaldsen. Ýmsra ann- arra hagleiksmanna er getið í gömlum ritum, og virðast nokkrir þeirra hafa verið hagir með ágætum, svo sem prestarnir Filippus Jónsson, Ólafur Símonarson og Hjalti Þorsteinsson. Fátt er nú lengur til eftir þessa menn og suma alls ekkert. Kunnugt er þó um það, að skirnarfont- urinn í Hólakirkjn er gerður af Guðmundi smið, er liann tálgaði með ágælum í gljúpan stein. Eftir séra Hjalta er til útskorinn prédik- unarstóll, vel gcrður, og nokltrir lilutir eftir Hallgrím Jónsson, sem hera greinilegan hlæ Barock-stíls. Sá maður, sem fyrstur rekur sjálfstæða tré- skurðarvinnustofu hér á landi og tekur nem- endur til fulls náms, er Stefán Eiríksson. Er ekki óliklegt, að ltirkjusmiðir fyrr á öldum liafi liaft lærisveina, þó þess sé ekki getið. Frá vinnu- stofu Stefáns útskrifuðust 8 nemendur, og eru þeir allir dreifðir um landið, en einn þeirra starfar nú i Cliicago. Síðan Stefán Eiríksson lauk námi, hefir tréskurðurinn lekið ýmsum hreytingum. Er hann yfirleitt einfaldari og stór- brotnari í sniðum, og koma þar fram álirif frá ríkjandi stefnum. Yfirleitt er gert mikið af hagkvæmum hlutum, sem jafnframt eru skraut- gripir, s. s. lampar, skrín og ýmislegt annað, sem að gagni má koma. Mannamyndir skorn- ar í tré má telja nýjung í íslenzkri tréskurðar- list, síðan skurður á helgimyndum í kirkjurn- ar lagðist niður. Þó munu þeir séra Gísli Guð- hi-andsson í Hvammi, Jón Guðmundsson lærði, Hjalti prófastur Þorsteinsson og Ingimundur í Sveinungsvík hafa skorið hiblíumyndir i kirkj- ur, þótt lítið hafi það verið. Yfirleitt eru kirkj- ur nú miklu fátækari af listrænum munum en þær voru. Þær hafa verið rúnar ýmsum dýr- mætum, sem liafa haft sögulega helgi á sínum upprunalega stað. Á þessu þyrfti að verða breyt- ing, og væri athugandi, hvort ekki væri öllu réttara að láta þeim eilthvað af þessum gripum eftir, heldur en að hrúga þeim á safn í höfuð- staðnum, þar sem hver einstakur hlutur svo að segja hverfur í mergðinni. Á þeim árum, sem Stefán Eiríksson starfaði (1898—1924), var nær ekkert gert af kirkju- legum munum, skreyttum með skurðverki. Fyrir nokkrum árum eftirlíktu þeir tréskerarn- ir Guðmundur Kristjánsson og Karl Guðmunds- son töfluna frá Hraungerði fyrir söfnuðinn. Var það verk prýðisvel af hendi leyst. Síðan hefi ég skorið nokkra róðukrossa, meðal ann- ars í Fríkirkjuna, kapellu háskólans og í kirkju að Tjörn á Vatnsnesi. Um íslenzkan tréskurð hefir fátt eitt verið ritað. Engu að síður er liann athyglisverður þáttur í menningu og starfi þjóðarinnar frá umliðnum öldum. I tréskurðinum og listinni yfirleitt speglast livað ljósast hugmyndaauðgi og fegurðai-kennd þjóðarinnar. Alþýðulistin hýr yfir mikilli fjölhreytni. Það mætli takast að samræma liana bættum og breytlum kröfum, þannig verðskuldaði hún að eignast að nýju rúm innan heimilanna, fremur en margt ann- að erlent i skreytingu og skurði, sem oss er með öllu óskylt.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.