Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 33

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 33
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Bdöstofa Iðoaðarmanna* Margir kannast við þennan fornlega fundar- sal og flestum þykir þar gott að vera. Hann er undir súð og sniðinn eftir rammislenzkri sveita- baðstofu. Skarsúð er á sperrum, en reisusúð á stöfnum, og setubekkir í hverju stafgólfi. Mari er undir hverri sperru og í hvern þeirra er gerð hönd, sem heldur á kyndli. Hún er skorin úr íslenzku birki. Fornar ljósakrónur eru i skamm- bitum, og við innganginn í haðstofuna eru kol- ur. Bak vð stjórnarsætiin eru útskornar önd- vegissúlur, en á milli þeirra er skráð eftirfar- andi erindi, með höfðalelri: Stig þú til liásætis, hagleikans öld, lielga þér dali og granda. Fegra að nýju þinn föðurlands skjöld, far þú sem drottning með listanna völd, leið fram í ljósi og anda lif hinna starfsömu handa. (G. M.) Yfir dyrunum á hinum stafni baðstofunnar er letrað: Blessa þú, guð, hverja hagleikans hönd, hverja, sem trúlega vinna. Birt þeim þín háleitu hugsjónalönd; helgaðu, blessaðu sérhverja önd. Lát þá í listunum finna leiðir til hásala þinna. (G. M.) Sitl hvoru megin við dyrastafi eru útskornar öndvegissúlur, og ennfremur yfir dyrunum; þar er einnig letrað aldur félagsins, þannig: 1867 - 3./2. — 1927. Gengið er inn i hlið baðstofunnar, og yfir þeim dyrum er hinn forni málsháttur, gerður með höfðaletri: Verkið lofar meistarann. Um- hverfis dyrnar er útskurður. 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.