Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 38
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941
HU LDR:
RlIfHF JÖLIM
Gunnhildur liúsfreyja á Efra-Núpi stóð úl
við gluggann á svefnhúsi sínu og horfði þegj-
andi út í logndrífuna, sem féll til jarðar, þétt
og þögul. Æ, já — maður réði ekki við neitt,
fremur en þessi litlu, livítu snjófis, er jörðin
dró að sér, viðstöðulaust. Einhverntíma liafði
hún nú látið sig dreyma um annað, fyrir hana
Snjólaugu, en þetta. En til hvers var að fást
um það — tímarnir voru breyttir. Nú réðu
foreldrarnir engu um giftingu barna sinna. En
ekki gat liún séð, að hjónaböndin færu yfirleitt
betur en þegar hún var ung og vænum manni
gefin af góðum foreldrum, eins og þá tíðkaðist.
Síður en svo. Þá þótti það skyldugt, að sá, er
festa vildi sér konu, hefði einhverja staðfestu
— ætti eitthvað og vildi. En mí — nei, það var
bezt að vera ekki lengur að standa bér og kvelja
sig á þessum hugsunum. Dagsönnin beið —
og hún hafði löngum rej'nzt henni læknir allra
meina. Gunnliildur sleit sig frá glugganum sín-
um og gekk með tign og ró fram í gegnum
stúlknaherbergið og karlstofuna, ofan stig-
ann og út í eldhúsið. En þó að hún tendraði
eldinn, heyrði hið gamalkunna ánægjuhljóð
kaffiketilsins og tæki rösklega höndum til eins
og annars — fékk hún ekki af sér hrint þeim
hugsanaþunga, er livílt liafði yfir henni frá því,
að hún lauk upp augunum þennan hljóða vetr-
armorgun. Snjólaug, eina dóttirin, sem var ó-
gift eftir heima, hafði trúað henni fyrir þvi,
að hún ynni barnakennara sveitarinnar einum
manna, og hefði ástæðu til að ætla, að hann
bæri sama hug til hennar. Og andlit hennar
hafði Ijómað af gleði, þó að hún væri feimin
og stillt, þegar liún trúði móður sinni fyrir
þessu, kvöldinu áður. Nú svaf liún vært í fá-
vizku sinni, örugg um alll, því að móðir henn-
ar liafði ekki lýst neinni vanþóknun yfir þess-
um tíðindum, heldur sagt, að nú skyldu þær
fara að sofa — það væri orðið framorðið. Og
Snjólaug hafði risið upp af rúmstokknum, lagt
arniana um háls móður sinnar og kysst hana
innilega. Svo hljóp hún berum fótum vfir í
sitt rúm og augnabliki síðar svaf hún værl
undir æðardúnssænginni. Blessað barnið. Ilún
liafði svo sem ekki áhyggjurnar. Öðru máli
gegndi með Gunnhildi. Hún vakti þangað til
þreytan lokaði augum hennar, eftir langa and-
vöku. Og nú gat blessuð vinnan engu af lienni
létt, það fann liún glöggt. — Hún rifjaði upp
fyrir sér allt, sem liún hafði lieyrt um þennan
unga barnakennara og ættmenni lians. Það var
nú ekki stórt. Faðir lians liafði verið dugandi
sjómaður og drukknað ungur, móðirin gifzt
aftur og eignazt fjölda barna, sonurinn orðið
að sjá um sig sjálfur. Einhvernveginn hafði
liann baslazt áfram, gengið í Kennaraskólann
og náð prófi — góðu prófi, sagði Snjólaug, en
livað var að marka það? En svo var nú ekki
allt húið. Hann hafði frá barnæsku verið sólg-
inn í að föndra — ekki við þarflegar smíðar.
Ja, nei, nei — heldur allskonar útskurð í tré
og guð veit livað — Snjólaug hafði talað um
einliver ný efni linóleum nefndi hún vist eitt
36