Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 39

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 39
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 þeirra. Já, — þa'ð var ekki lítið gagn í slíku! Og nú vorn allir krakkar sveitarinnar orðnir vitlausir í að skera og fikta við þetla iijá hon- um, heimtuðu efni af foreldrunum og þóttust ætla að búa til eitt og annað! I augum Gunnhildar á Efra-Núpi var þetta ennþá verra en fátæktin og umkomuleysið. Það höfðu nú aldrei þótt neinir gæfumenn, sem tömdu sér svoleiðis fikt. Eittiivað annað. I huga Iiúsfreyjunnar stigu fram ýmsar myndir frá bernskuárum liennar myndir fátækra og ein- kennilegra manna, er liöfðu verið haldnir svona firrum. Hún mundi svo sem, hvernig lilið var á hann Árna gamla .Tósefsson, sem gekk um og gerði við klukkur — eða liann Fróða í Neðsta- koti, sem skar úl kassa og nálhús og flæktist um og seldi þetta. — Já — jafnvel hann Berg i Dalshúsum, sem smíðaði þó fallegustu svip- ur, skreyttar nýsilfri — lionum varð aldrei neitt við liendur fast og engum hafði til hugar komið að fela honum nokkur trúnaðarstörf. Það var heinlínis eins og fyrirlitning og vantraust fylgdu svona löguðum hagleik og fylgdi enn, meðal allra skynbærra manna. Eða svo virtisl Gunn- hildi. Og svona átli lífsförunautur Snjólaugar að verða! Gunnhildur húsfreyja andvarpaði þungt. Hún hafði einmitt alltaf luigsað sér, að ]iað yrði Snjólaug og hennar maður, sem tækju við búi á Efra-Núpi eftir hana. En til að búa vel á þeirri jörð þurfti eittbvað annað og meira en útskurðar-fikt og barnaskap. ()-já. Skyldi hún ekki vita það bezt, liún Gunnhildur, sem liafði búið þar ekkja í nítján ár. Þögult fólk talar ekki við neinn um liarm sinn, heldur veltir honum fyrir sér, daga og nætur. Stundum verður áhyggjan huganum yfirsterkari, og tekur að drottna með harðri hendi, svo að aldrei er nokkur friðarstund, hversu kappsamlega, sem unnið er og varist öllu vili. Þá er gott að eiga trúnaðarvin, sem allt er segjandi og treysta iná að fullu. Gunnhildur á Efra-Núpi átti ekki marga vini, því að hún var kona fálát. Þótl hún væri allra kvenna raunbezt, urðu fáir lil þess að leita kunningsskapar við hana, að fyrra bragði, þvi að glöggt varð fundið, að hún óskaði ekkj eftii því. En þó að hún væri einlynd mjög, ótti hun sér trúnaðarvin. Það var prestsfrúin á Grund- um. Við liana ræddi Gunnliildur um Iivað sem var, þegar fundum bar saman. En að fara að heimsækja hana, aðeins til þess, að létta á hjarta sínu, mundi henni aldrei til liugar koma. En nú átti að messa á Grundum, og Gunnliildur bjóst til kirkju með nokkru af heimilisfólki sínu og fól dóttur sinni, Snjólaugu, heimilið lil næsta mánudagskvölds. Hún ætlaði að gista á Grundum — vissi, sem var, að sjálfan messu- daginn hafði frú Björg mörgu að sinna, og þá mundi engin næðisstund gefast fyrir þær ein- ar. Það kom ekki oft fyrir, að Gunnliildur á Efra-Núpi væri að lieiman næturlangt — aðeins þegar hún fór í kaupstaðinn, og svo el’ einhver vandamál bar að höndum, sem hún vildi ræða við vinkonu sína, prestsfrúna á Grundum. Frú Björg vissi því ávallt á hverju var von, ef Gunn- hildur spurði, að guðsþjónustu lokinni, hvort hún vildi lofa sér að vera i nótt. Fylgdi hún þá Gunnhildi sjálf til sængur. Vekti húu ekki máls á neinu óvenjulegu þá, færði liún henni morgunkaffið sjólf, og gaf henni þannig tæki- færi til þess að bera fram vandamál sitt. Vissi frú Björg, af langri reynslu, að það var mikill vandi á ferðum, ef Gunnhildur geymdi erindi sitt til morguns. Þær höfðu frá æsku lifað i sömu sveitinni og skipzt á höppum og liörmum og þekktu hvor aðra i smáu og stóru. Frú Björg hafði komið ung og nýgift úr fjarlægu héraði og leitað til Gunnliildar á Efra-Núpi með allt, sem hún var í óvissu um, hvernig hafa skyldi á þessum ókunnu stöðvum. Gunnhildur var auðsjáanlega fullkomnasta kona sveitarinnar og vakti þegar traust aðkomukonunnar ungu. Gunnhildur hafði ekki átt von á miklu hjá þess- ari barnungu og framandi embættismannsfrú. Það varð Iienni því óvænt gleði, þegar hún varð þess vís, að hún elskaði og skildi húsdýrin sín, og var hæði viljug og fljót að læra tóskap og matargerð. Og á meðan Gunnliildur kenndi henni eitt og annað, gaf hin unga og gáfaða aðkomukona henni sjálfrátl og ósjálfrátt af sín- um auði: ljóðum og lögum, æfintýrum og fróð- leik vel uppaldrar og ástúðlegrar menntamanns- dóttur, er Iiafði skilið við alla sína og fylgt 37

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.