Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 40

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 40
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 ,,Nú var allt afráðið þeim manni, sem liún unni, í fjarlægt fjalla- liérað. Þannig skapaðist vinátta þeirra og hélzl ár af ári og óx að dýpt og innileik með þroska þeirra sjálfra. Skannndegissólin gægðist liægt inn mn glugg- ann og þokaðist smátt og smátt inn yfir rúmið, þar sem vinkonurnar töluðu vandamálið. Þær voru húnar að drekka kafí'ið. Gunnhildur hall- aðist aflur að koddanum, en frú Björg sat á rúmstokknum. Gunnhildur hafði sagt henni allt, og var nú komin að Árna gamla Jósefssvni, Fróða i Neðsta-koti og líergi silfursmiði ■— sem allir höfðu verið lítilsvirtir lánleysingjar. „Já — en allt hafa þetta verið fæddir hag- leiksmenn, sem fengu ekki að njóta sín. Nú ern aðrir tímar, meðfæddum hæfileikum er gaumur gefinn og þeim, sem hýr yfir þeim, oft og einatt hjálpað til þess að þeir geti notið sín“. „Hjálpað“ — Gunnhildur reis snögglega upp i sænginni. „Ég hafði nú einhverntíma hugsað mér, að Snjólaug mín eignaðist mann, sem væri sjálfbjarga — og aðrir þyrftu ekki að hjálpa til alls. Hann mátti gjarnan vera fá- tækur — Efri-Núpur verður hennar eign með öllu sínu — en hitt, að hann sé efni i óláns- mann. fæ ég illa sætt mig við.“ „Gunnhildur“, mælti frú Björg rólega og þó með þunga. „Ásmundur kennari er búinn að dvelja í tvo mánuði á mínu heimili og ég get ekkert það fundið i fari hans, sem bendir til þess, að liann sé ólánsmaður. IJann er dug- legur, að bverju sem liann snýst. Það er ég húin að sjá — að maður ekki tali um iðnina. Þarna skyldi hann nota liverja einustu tóm- stund til þess að skera út eittlivað fallegt. Og ég veit ekki betur en að þessir smáhlntir hans seljist vel í höfuðstaðnum. Hann fékk oftar en einu sinni töluverðar peningaupphæðir jiaðan fyrir þetta dót.“ „Hvað er það til að lifa af ?“ Gunnhildur tók annað viðbragð og varp öndinni þungt, en frú Björg héll áfram: „IJann gæti vel orðið kenn- ari við emlivern iðnskóla — eða unnið við eitt- livert stórt smíðaverkstæði, skreytt og skorið út vönduð liúsgögn með sínum högu höndum. Nú er svo mikill áhugi vaknaður fyrir innlend- um iðnaði — ekki sízt hvað snertir húsgögn og allt til heimilanna. Og hann er búinn að læra þetta vel í útlöndum.“ „Já — en þá verður hann ekki bóndi á Efra- Núpi.“ Þetla kom eins og andvarp úr djúpi. Eftirsjáin og sorgin í þessum síðustu orðum Gunnhildar var svo mikil og sár, að frú Björg sat um liríð hljóð og hnuggin og fann ekkert til að segja. Loks mælti hún: „Gunnhildur — þú sagðir einhverntíma á þungbærri stundu, að allir harmar mannanna gætu orðið þeim lil góðs, ef þeir kynnu að bera þá. Mér hefir alltaf fundist þetla betjulegt, og þú hefir sjálf sarinað, að ]iað er rétt. Ég er viss um, að þetta snýst þér til hamingju, eins og allt annað mótdrægt, Þú ert ein þeirra, sem gæfan vill vera hjá, af því að þú gerir henni það mögulegt. — Við skulum bíða og sjá, hvað setur. Eg segi það satt, að mér finnst gæfu- svipur á þessum unga manni.“ Gunnliildur ]iagði við. „Það cr vist mál að fara að komast á fætur og hætta að tefja fyrir þér,“ mælti hún loks og tók að klæðast. Og felldu þær niður lalið. Á aðfangadagsmorgun kom ungur maður hrunandi á skíðum sunnan hlíðina og stefndi lieim að Efra-Núpi. Snjólaug sá liann fyrst allra heimilismanna og flýtti sér fram í eldhús til móðui sinnar. 38

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.