Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Qupperneq 42

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Qupperneq 42
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Prínsessan, sem gat ekki sofið Þýtt æfintýri. I. Einn sinni var kóngur, sem átti stórt kóngs- ríki. Hann var einn af þessum gömlu, góðu kóngum, sem allan daginn sat í hásæli sínu með gullkórónuna á höfðinu og stjórnaði. Kóngurinn átti aðeins eina dóttur barna, en það var Iíka fallegasta prinsessan í öllum heim- inum. Gáinli kóngurinn sagði, að sér þætti miklu vænna um hana lieldur en gullkórónuna sína, og var þá mikið sagt. Hann dekraði við hana eins og hvítvoðung. Á hverju kvöldi bauð liann henni góða nótt með kossi og sagði: „Mundu mig nú um það, lambið mitt, að vera ekki sjálf að hisa við að afklæða þig. Láttu hirðmeyjarnar hafa fyrir ]iví, og láttu þær svo lyfta þér upp í gullbúna rúmið þitt og þrýsta vel að þér dúnsænginni, og segðu þeim svo að hæta í ofninn.“ Svona var hann umhyggjusamur, gamli kóngurinn. Svo kom það fyrir, að prinsessan varð veik. Það var svefnleysi, sem að lienni gekk. „Ósköp eru að vita þetta,“ sagði gamli kóng- urinn og fölnaði upp af skelfingu. „Getur þú ekki sofið, lambið mitt; heldur þú ekki, að það komi til af því, að liirðmeyjarnar hrjóti of liátt? Hérna eru tvær hunangskökur og ögn af hrjóstsykri til að stinga upp í þig. Og sendu svo fram í eldhúsið, það á að vera þar dós með jarðarberjamauki í. Ég bragðaði sjálfur á því í gærkveldi. Það er reglulega gott. Og svo ætla ég að senda eftir öllum læknum, sem til eru í ríki mínu.“ „Já, hlessaður gerðu það,“ sagði prinsessan. Svo komu allir læknarnir. „Það er ofþreyta, sem að prinsessunni geng- ur,“ sögðu þeir. „Prinsessan verður að liggja og horða hafraseyði og tvíbökur. Það verður að reka alla liunda og ketti út úr höllinni og hallargarðinum, svo að þeir valdi ekki hávaða. Svo verða allir að ganga á tánum og tala saman með augunum. Prinsessan mun sofna, þegar orðið er nógu hljótt.“ Nú læddusl allir á tánum um höllina, og hundarnir urðu að fljúgast á fyrir utan hallar- hliðið. En allt kom fyrir ekki. Prinsessan lá í gullbúna rúminu sínu, bylti sér ailavega og geispaði, en sofnað gat hún ekki, hvernig sem hún fór að. „Nei, heyrið þið nú, góðir hálsar!“ sagði kóng- urinn við læknana. „Þetta er of mikið af því góða. Viljið þið gera svo vel og láta prinsess- una sofna undir eins, eða þið skuluð eiga mig á fæti, því að nú er ég reiður. Sjáið ]iið eklci, að ég er farinn að hleypa i hrýnnar.“ Læknarnir hneigðu sig auðmjúklegu. „Ef yð- ar hátign mætti þóknast svo, þá lálið prins- essuna horfa á gamanleiki og sjá tamin villidýr leika listir sinar, þá mun hún komast í ágætt skap og síðan mun hún sofna.“ Vagn prinsessunnar var nú dreginn út. Hann var svo fullur af mjúkum svæflum, að hun gat ekki setið uppi, heldur varð hún að liggja út af. Svo liorfði hún á gamanleiki og sá dýrin leika listir sínar, en svo raunalegt sem það var, þá gat hún ekki sofnað að lieldur. Gamli kóngurinn reiddist nú svo, að hann nötraði allur frá hvirfli til ilja, og þegar hann ætlaði að fara að borða, hristist súpan úr skeið- inni, svo að hann varð allur útataður. Það end- aði með því, að hirðþjónninn varð að mata hann eins og barn. Aftur var kallað á læknana. „Viljið þið gera svo vel að hypja ykkur úr mínum húsum og það eins fljótt og fæturnir geta borið ykkur,“ sagði kóngurinn, „annars

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.