Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Side 49

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Side 49
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 maður, fremur rolulegur á svip og sérkenni- legur. Hann settist lit við gluggann. Það var þögn nokkra stund. Svo sneíi Georg sér að hinum nýkomna manni og sagði: „Fyrirgefið forvitni mína, en af þvi að við, ég og félagi minn, erum blá-ókunnugir hér um slóðir, þá langaði okkur til þess að mega hiðja yður að segja okkur frá, hvernig þér veidduð silunginn þann arna.“ „Hver iiefir sagt ykkur, að ég hafi veitt liann?“ sagði mannauminginn auðsjáanlega steinhissa. „Ja, það hefir nú eiginlega enginn sagt okk- ur það, en mér fannst það svona einhvernveg- inn endilega á mér, að þér hljótið að hafa veitt iiann,“ sagði Georg. „Andskoli er þetta merkilegt. Alveg stór- einkennilegt,“ svaraði maðurinn, og var nú farið að lifna drjúgum yfir honum. „Það merkilega við þetta er nefnilega það, skal ég segja ykk- ur, að það var einmitt ég, sem veiddi silunginn. En hver hefir hvíslað þessu að ykkur? Þetta er alveg stórfurðulegt.“ Svo liélt liann áfram og sagði okkur, að það liefði tekið sig á annan klukkutíma að jireyta silunginn og draga liann á land. Svo hefði hann farið með hann beina leið upp í næstu húð til þess að hregða honum á vigt. Hann liefði vigtað nákvæmlega 44 pund. Síðan kvaddi maðurinn okkur með mestu virktum og litlu síðar kom gestgjafinn sjálfur inn. Við sögðum honum náttúrlega allar sög- urnár um silunginn og liann skemmti sér al- veg konunglega. „Alveg er það dásamlegt, að Jim Bates, Jói Muggy, Jónas og Billy Manders skuli allir þykj- ast hafa veitt silunginn þann arna,“ sagði gest- gjafinn og veltist um á stólnum af lilátri. „Það er þó kostulegt. Og það var ekkerl ólíldegt eða liitt þó lieldur, að þeir liefðu, hver þeirra sem hefði verið, farið að stoppa silunginn út og gefa mér hann, ef þeir hefðu veitt liann.“ Svo sagði hann okkur söguna af silungnum, eins og hún var í raun og veru. Gestgjafinn liafði vitanlega veitt liann sjálfur fyrir langa löngu, þegar liann var strákhnokki fyrir inn- an fermingu. Það var svona ein af þessum til- viljunum, sem alltaf geta lient stráka á þeim aldri, þegar þeir eru á leið úr skólanum og hafa fundið upp á að hinda færi við hrifuskaft og fleygja því í ána. Kennarinn dáðist svo að stærð silungsins, að ég slapp alveg við að vera barinn fyrir slæpingsháttinn og það lá við, að ég fengi verðlaun fyrir,“ sagði gestgjafinn að lokum. í sama bili var kallað á liann framan úr eld- húsinu, og við Georg fórum aftur að horfa á silunginn fræga. Þetta var eiginlega stórmerkileg skepna. Því lengur, sem við virtum liann fyrir okkur, því meir dáðumst við að honum. Loksins klifraði Georg upp á stólbak til þess að sjá liann betur. Alt í einu hilaði stóllinn. Georg greip í dauðáns ofhoði i glerkassann, sem náttúrlega var laus fyrir. Svo lenti allt í gólf- inu, kassinn undir og Georg og stóllinn ofan á. „Ætli þú hafir ekki eyðilagt fiskinn,“ kallaði ég og þaut upp af stólnum. „Það vona ég að hamingjan gefi, að ég liafi ekki gert,“ sagði Georg og stóð varlega upp. En það var nú einmitt það, sem liann liafði gert. Silungurinn lá í þúsund molum á gólfinu. Ég segi þúsund, en það getur verið, að þeir hafi ekki verið nema níu lnmdruð. Ég taldi þá ekki. Við vorum alveg forviða yfir, að útstoppaður silungur skyldi geta hrotnað, og það í svona marga parta. Og það liefði það lílca verið, ef liann hefði verið stoppaður. En það var hann ekki. Hann var nefnilega úr gipsi. 47

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.