Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 50

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 50
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Þáttur íyrír bornín Scigao af Mtla piikamim ÞaS var afmælisveizla í Horngrýti og lang- amma höfuöpaursins tók ekki eins hart á ærsl- unum og gauraganginum í smápúkunum, eins og hún var vön. Það var sem sagt afmælisdag- ur og afmælisveizla og þar eð aðeins er lialdið upp á afmæli smápúkanna á tíu ára fresti, þá gengur ekki h'tið á í Horngrýti við svona tæki- færi. Litli púkinn, sem í þetta skipti átli af- mælisdag — afmælisdagspúkinn liét Dindill. Hann var ekki neitt sérlega ásjálegur, að dæma eflir fegurðarhugmyndum vorum, en þarna - í Horngrýti þótti hann mjög fríður sýnum. I enni hans voru tvö smá horn, hann var kið- fættur og loðinn um allan skrokkinn eins og loðhundur, augu hans voru afar smá, og loks var á honum langt skott eða rófa, eins og á apaketti. En þetta þótti nú fallegt þar í sveit. Langamma liöfuðpaursins kallaði Dindil fyrir sig og mælti: „Hvað viltu nú lielzt gera þér til gamans á afmælisdaginn þinn, Dindill litli ?“ „Kvelja skepnurnar,“ sagði Dindill. En í þessu eiga þeir sammerkt smápúkarnir og ó- þægustu börn mannanna á jarðríki, hvorum- tveggja er það hin mesta ánægja og bezta skemmtun að kvelja skepnurnar. „Æ, það er svo ógnar hversdagslegt, láttu börnin á jarðríki um þennan leik, þess hægara veitir okkur að ná í þau seinna meir,“ sagði sú gamla. „Óskaðu þér einhvers annars. Lang- ar þig ekki til að hregða þér upp á jarðríki?“ „Jú, jú,“ sagði litli púkinn og hrann eldur úr augum hans. „Mig langar ósköpin öll til að leika á mennina, svo þá muni um það.“ „Það máttu, Dindill litli, munt þú hafa mikið gaman af því, en taktu nú eftir. Hérna skal ég láta þig fá valnsbyssu. 1 henni er lífsins vatn. Alt, sem þú hreytir þessu vatni á milli mið- nættis og sólaruppkomu, verður lifandi. En mundu samt að þerra valnið af aftur, áður en þú skilur við það, sem þú hefir slökkt vatninu á, annars færðu aldrei aftur að fara svona skemmtiferð úr Iiorngrýti." „Megum við fara líka og horfa á?“ kölluðu allir hinir smápúkarnir i einu, en það máttu þeir ekki. Gamla konan setti Dindil á ofurlítið, gult brennisteinsský og i sömu andránni sveif það með liann upp á jarðríki. Var það um mið- næturskeið. Það þar tunglsljós og mátti sjá sitt af hverju. „Nú skal ég skemmta mér,“ æpti hann og veifaði töfrabyssunni, liann réði sér ekki fyrir gleði. Dindil langaði til að reyna kraft vatnsbyss- unnar og tólc að gera með lienni ýmsar brellur. — Leið lians lá gegnum stóran trjágarð með mörgum líkneskjum og myndastyttum. Stökkti liann vatni á þær allar. Þær urðu óðara lifandi og fóru ofan af pöllunum. Sumar fóru að dansa, aðrar að glíma og enn aðrar að biðjast fyrir, allt eftir eðli og náttúruhvötum þeirrar veru, er hver um sig álti að tákna. Skamma stund hafði Dindill gaman af þessu, þerraði hann því vatnið af þeim og urðu þær þá jafnskjótt að málmi eða steini aftur. Þessu næst stökkti hann vatni á riddaralíkneski og reið nú fyrir aftan riddarann fram og aftur um hæinn. Loks varð hann leiður á þessu, setti riddaralíkneskið á sinn stað og liélt áfram með nýlt glens. Hann nam slaðar fyrir framan húð með ým- iskonar leikfangi og barnaglingri. Iionum leizt mætavel á það, sem hann sá þarna, og smaug liann því gegnum skráargatið, inn í húðina. Þar var margt að skoða og vissi djöfsi litli varla á liverju liann átti að hyrja. Fyrst stökkti liann töfra-vatninu sínu á tindáta og lét þá leika lier- æfingar, síðan lét hann eldabuskurnar í brúðu- eldhúsunum steikja og haka, svo að sauð úl úr öllum pottunum, og í stuttu máli, hann skemmti sér svo vel, að hann gleymdi alveg að fara 48

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.