Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 51

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 51
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 nokkuð annað. — Þegar aðeins var eftir ein klukkustund til sólaruppkomu, þá tók liann — sér til hinnar mestu gremju — eftir því, að einungis ein klukkustund var eftir og að liann átti aðeins einn dropa af lífsins vatni í byss- unni, hitt var hann búinn með, og verst af öllu var þó það,’að ennþá var hann ekkert illt far- inn að gera af sér. Hvað skyldi gamla konan nú segja? í mesta flýti þurrkaði hann vatnið af öllu glingrinu, hefði Iiann skilið við það lif- andi, þá átti liann aldrei framar að fá að koma upp á jarðríki — og síðan raidr hann út á göt- una. — Nú ællaði Iiann i snatri að gera allt það illt, er honum gæti til hugar komið. Það voru komnir menn á götur bæjarins. Þegar þeir sáu djöfsa, þá hlógu þeir dátt, því að þeir héldu, að liann væri maður, sem verið hefði á grímudansleik. „Þessi púki er lireint ágætur,“ sögðu þeir, „það er engu likara en að hann sé nýskroppinn úr Víti,“ og þeir skellihlógu að honum. „Nú skal ég verða reglulega vondur fyrir ln-agðið,“ sagði litli púkinn, og hljóp upp stig- ann í næsta húsi. Það var stórt lnis, en fátæk- legt. — Efst uppi undir þakinu nam hann stað- ar og' kastaði mæðinni. Sá hann þá ljósglætu í gegnum skráargatið á einni kvistherhergis- hurðinni. „Þarna skal ég gera illt af mér,“ hugsaði litli púkinn og gægðist inn. En hvað sá hann þarna inni? Tvö börn krupu við fátæklegt rúm og kysstu grátandi hendurnar á náföhun kvenmanni, sem Iá í rúminu, kaldur og stirðnaður. Þetta var móðir barnanna og höfðu þau misst hana um nóttina — hún var liðið lík. „Hvað á nú að verða um okkur?“ sögðu hörnin yfirkomin af harmi. „Mamma er dáin og pahbi er dáinn, engum þykir vænl um okk- ur og enginn hefir ofan af fyrir okkur. Nú koma svörtu mennirnir að sækja hana og láta liana ofan i koldimma jörðina. Betra væri það fyrir okkur, að verða Iienni móður okkar sam- ferða og láta grafa okkur með henni. Hjartans, elsku mamma. Ó, að þú værir ekki dáin frá okkur.“ Og þau grétu svo sárt, að hver og einn hlaut að komast við. Og fyrir utan dyrnar stóð litli púkinn og ætl- aði að gera illt af sér. En hvað var þetta? Litli púkinn fór að finna til einhvers svo undarlegs fyrir hrjóstinu, ein- mitt á þeim stað, þar sem hjartað er í mann- inum, en liann gat ómögulega gert sér grein fyrir, hvað þetta var. En tilfinningin liélt áfram og varð æ sterkari og sterkari litli púkinn kenndi í brjósti um litlu börnin. Hægt og gætilega laumaðist hann inn og stökkti síðasta dropanum af lífsins vatni á látnu lconuna, að því búnu flýtti hann sér út. f gegn- um skráargatið sá liann, að andaða konan reis upp í rúminu og heyrði hann, að hún kallaði lágt á börnin: „Páll og Anna!“ — Og liann heyrði gleðióp barnanna og sá, að þau þrýstu sér upp að móður sinni. „Mamma!“ kölluðu þau, „hjartans, elsku mamma! Nú máttu aldrei framar deyja frá okkur, mamma, mamma!“ Og í þeim svifum gægðist fyrsti morgun- geisli vetrarsólarinnar inn um gluggann. Alll í einu fannst litla púkanum eitthvað vott i augunum á sér, eins og honum vöknaði um augu, og liann varð lafhræddur, því á meðan Víti Iiefir brunnið, hefir það til þessa tíma aldrei lieyrzt, að púki hafi getað grátið. f mesta flýti þerraði liann þessa undarlegu vætu úr augun- um og fór aftur ofan til Horngrýtis. „Nú, nú, livað hefirðu gert þér til ágætis á jarðriki, Dindill litli minn?“ spurði gamla kon- an. En er hún leit i aúgu hans, varð liún vaxgul af reiði og kallaði: „Þú hefir ekkert illt gert, þú hefir grátið, auminginn þinn, og gert öllu Horngrýti slcömm og svívirðingu! Komið hing- að allir drýsildjöflar og hæðist að lionuin! Hvað hefirðu þér til afsökunar? — Móðir? Hvað seg- irðu? Hvað varðar þig um sorg og armæðu mannanna? Þú ólt að gleðjast af sliku, fíflið Jiitt! En að þú, sem ert púki, skulir taka upp á þeirri óhæfu að bæta böl þeirra, það er ó- heyrilegt! Hvaða liegning er nógu ströng lianda þér? Þér skal verða hegnt í þúsund ár á þús- und ár ofan! Takið hann og bindið liann. . . .“ í þessum svifum var barið að dyrum i Iforn- grýti. Lásar þess hrukku sjálfkrafa upp og dyrn- ar opnuðust með miklum gný. 49

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.