Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 52

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Page 52
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Þar vai’ kominn Gabríel erkiengill. „Litli púkinn, sem var á jarðríki i nótt, á að koma með mér upp til guðs. Drottinn vill iiafa tal af honum,“ sagði erkiengillinn, sendiboði ljóssins. Gamla konan Iiafði ekkert að athuga við þetta, hér var hennar kraftur þrotinn, og skjálfandi af ótta fylgdi litli púkinn Gabríel engli upp til himins. „Vertu ekki svona hræddur,“ sagði drottinn við bann, er þangað var komið, „lieimili þitt er ekki lengur í Horngrýti. Meðaumkun sú, er þú í nótt sýndir munaðarlausu börnunum, liefir byggt þér brú hingað upp, og tár þín hafa slökkt vítiseldinn í brjósti þínu. Nú áttu bér heima. Enn áttu reynslutíma eftir, síðan munu þér vaxa vængir og þú munt verða engill eins og allir, sem umkringja þig og gleðjast yfir þér.“ Á liimnum lá litli púkinn við fótskör guðs og grét af gleði. Á jörðu niðri voru tvö börn frá sér numin af gleði, því að móðir þeirra var aftur orðin heil beilsu. En innst í Víti var Skoll- inn sjálfur og laugamma hans fokvond og allir litlu púkarnir voru gulir af öfund. Jólasveinarnir hugsa málin. Búmannsþula Þessi gamla og góða búmannsþula, sem talin er að vera orl á Suðurlandi fyrir æfalöngu, sýnir betur en löng ræða, bve margvíslegum blutum búskapurinn liefir ætíð þurft á að halda. Við söknum þó margs, sem nútímabúskapur krefst, s. s. elduuartækja, allskonar véla, út- varpsins, símans, farartækjanna o. fl. Höfundur þulunnar virðist bafa baft næm- an skilning á gildi góðra áhalda fyrir búskap- inn og að bin baga bönd og hugvitið þurfi að leggja grundvöllinn. Fátækir þegar byrja bú bresta vill efnin flest: Jörðina, stúlku, ker og kú kvikfénað, reipi og liest, fötu, trog, ausu, steðja og strokk, stelpu, sem hirðir féð, laupana, kálfa, reizlu og rokk, rekkvoðir, kodda og beð, skaröxi, liamar, sög og sekk, síl, bækur, klyfberann, skinnklæði, leður, röskan rekk, reku, pál, torfskerann, brífu, orf, kláru, hefilbekk, bundrakka viljugan, kistu þarf lika, kopp og nál, kerald og heykrókiiin, askana, reiðing, skafa og skál, skyrgrind, pott, vefstólinn, vettlinga, prjóna, snældu og snúð, snúist á kvörnum mél, baðstofu þá með brattri súð, bæði þarf spón og skel, linakk og söðul, með klafa á kú, kamb og vinstur, sem drýgir bú, hnappheldu, vöggu, beizli og bönd, brýni, liníf, járn og tré, síu og kamb, — um svarðarlönd, sízt mun þá blómgast fé. — IJvíli ég mína haukaströnd, bvað hef ég nú i té? 50

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.