Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 8
o utanríkisverslunar sinnar á einu ári, bíða eftirvænt- ingarfullir eftir því að komast í Evrópubandalagið til þess að geta aukið viðskipti sín til annarra EB- landa. Hver er okkar sérstaða? Hlýtur ekki sú þjóð, sem lifað hefur af 1100 ára baráttu við römmustu náttúruöfl, að búa yfir eftirsóknarverðri sérþekk- ingu? Hér er kastað fram stórum spurningum sem hver og einn Islendingur verður að svara. Glöggt er gests augað, segir máltækið. Oft er það að við komum illa auga á möguleika okkar. Það er ekki fyrr en erlendur gestur dásamar kosti lands og þjóðar að við veltum vöngum yfir forrétt- indum okkar. Við eigum ógrynni óbeislaðrar orku, jafnt vatnsfallsorku sem gufuorku. Flest bendir til þess að íslensk orka verði eftirsóttari á næstu árum en hingað til. Astæðan er sú að innlendir orku- gjafar eru undantekningarlaust umhverfisvænir - og umhverfisvernd verður æ gildari þáttur í arð- semisútreikningum iðnaðar. Loftið er tært, vatnið er hreint og landið er vítt. Ef skynsemin fær að ráða mun hafið áfram verða gjöfult, ef frumkvæði fyrirtækja fær að njóta sín mun okkur lærast að nýta betur gögn og gæði landsins — og ef menntastofnanir næra áfram frjálsa og skapandi hugsun ungs fólks þá mun þessari þjóð ekki standa nein ógn af sívaxandi erlendri samkeppni á öllum sviðum. úrar hrynja og landamæri falla. A þessum tíma leggjum við enga hringbraut utan um Island, ekki í neinum skilningi. Engin vernd- arstefna mun varðveita íslenskan iðnað, tækni, menningu og tungu — aðeins sú ögrun sem felst í nánari samskiptum þjóða mun hjálpa okkur til að lifa af í síbreytilegum heimi. Við verðum að átta oltkur á því að hvert og eitt okkar hefur hlutverki að gegna í þeirri framtíð sem við viljum sjá; hlut- verk, sem ég vil kalla þjóðarvitund. Við getum ekki vænst þess að vinna umtalsverða sigra á erlendum mörkuðum ef við vanmetum okkar eigin heima- markað. Höfum hugfast að meira viðskiptafrelsi kallar á meiri viðskiptaábyrgð. Með því að taka er- lenda framleiðslu fram yfir innlenda erum við í raun að taka erlent vinnuafl fram yfir íslenskt. Við verðum því öll sem einstaklingar og þjóð að endur- meta afstöðuna til verslunarhátta okkar. Landssamband iðnaðarmanna vill á þessum tímamótum í sögu sinni hvetja til viðhorfsbreyt- inga til íslensks iðnaðar. Iðnaðarmenn taka hönd- um saman við alla þá sem vilja hefja nýja sókn - nýja iðnbyltingu. Aðeins með því að standa saman um að efla íslenskt framtak getum við vænst árang- urs úti í hinum stóra heimi. Slík samstaða mun færa okkur nýja möguleika til frekari átaka. í því þokumistri sem nú umvefur íslenskt athafnalíf leiftra vitar. Þangað stefnum við því að Island þarfnast iðnaðar. B ETRA L 0 F T Þessi rör köllum viö loftræstistokka. Þessir stokkar eru hluti af loftræstikerfum frá Bllkk & Stál. Blikk & Stál framleiðir loftræstikerfi i ýmsum stæröum og gerðum, sem henta hvaða húsnæði sem er. Ekki þarf að fjölyrða um þörfina fyrir gott loft á vinnustað. Rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl eru milli vinnugleði og afkasta starfsfólks og loftræstingar (fjölda loftskipta) á vinnustað. Hafðu samband við sölu- og tæknideildina. Ráðgjöf - hönnun - áætlanir - tilboð

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.