Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 12
o kvæmd laganna varð ljóst að iðnað- armenn áttu engan málsvara til þess að fylgjast og hafa eftirlit með henni. í Reykjavík beitti Iðnaðar- mannafélagið sér því fyrir stofnun iðnráðs og fór stjórn félagsins „þess á leit við iðnaðarmenn úr einum 40 iðngreinum hjer í bæ að þeir kysu sjer fulltrúa, einn í hverri grein, til þess að stofna Iðnráð sem gæta skyldi rjettinda iðnaðarmanna bæði innan stjettarinar og utan og gagn- vart hinu opinbera.“5) Skyldi hlut- verk ráðsins einkum vera að fylgjast með framkvæmd iðnaðarlöggjafar- innar; í kjölfarið voru stofnuð iðn- ráð víðar á landinu. Helstu mála- flokkar sem iðnráðið í Reykjavík tók fyrir árið 1930 voru: Um lög og reglur; um fjármál; um innflutning útlendinga og eftirlit með þeim; um iðnaðarnám; um prófnefndir; um iðnréttindi og loks ýmis mál. Alls tók ráðið fyrir á árinu um 50 mál6). Iðnsýning og stofnun Landssam- bands iðnaðarmanna orfur í efnahagslífi í upphafi fjórða áratugarins voru ekki of góðar og svartsýni gætti hjá mörgum. Það átti þó ekki við alla. Að frumkvæði Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík var boðað til iðnsýningar í Reykjavík og var hún haldin í Barnaskóla Reykjavíkur (Miðbæjarskólanum). Þar var sýnt það helsta af framleiðslu iðnaðar- manna og iðnrekenda sem var á 5 Tímarit iðnaðarmanna 2. árg. (1928), 4. helti, 70. 0 Tímarit iðnaðarmanna 5. árg. (1931), 1. hefti, 4-5. boðstólunum á þeim tíma. Var nokkrum sýningargripum lýst í frá- sögn í Tímariti iðnaðarmanna. Þar bar m.a. fyrir augu legsteina frá Magnúsi Guðnasyni sem voru sagð- ir „mjög formfastir og smekklega gerðir“. Þá voru þar „hjól og vagnar frá Kristni Jónssyni og mót og verk- færi frá Byggingar- og landnáms- sjóði.“ Pípuverksmiðja Reykjavíkur sýndi m.a. „blómaker, ýmislega lit, úr sementsteypu og agnasteypu“ og Byggingar- og landnámssjóður sýndi „pressað torf og mó, til að hafa í tróð milli veggja". Þorlákur Ófeigsson byggingameistari sýni „model og teikningar af mjög lag- legum sveitabæ í hjallastíl“ og fyrir- tæki Sveinbjörns Jónssonar á Akur- eyri, Verksmiðjan Iðja, sýndi vikur- stein til þess að nota við einangrun og byggingu húsa. Vélsmiðjan Héð- inn sýndi húsgögn úr járni og auk þess „hjólbörur úr járni, lýsisvinslu- tæki og kertastjaka“ og margt fleira; Vélsmiðjan Hamar sýndi meðal annars eimketil og Landssmiðjan módel af skurðgröfu. Auk þessa var sýndur fatnaður, matvörur, veiðar- færi og listmunir7). Helsti forystumaður iðnaðar- manna á Akureyri og formaður iðn- aðarmannafélagsins þar árið 1932 var maður að nafni Sveinbjörn Jónsson. Hann var fæddur árið 1896 í Svarfaðardal og sótti mennt- un sína í byggingarfræðum meðal annars til Noregs. Hann rak um 7 Tímarit iönaöarmanna 8. árg. (1932), 2. hefti, 25-27. þetta leyti Verksmiðjuna Iðju á Ak- ureyri sem meðal annars framleiddi byggingarefni úr vikri. Síðar flutti hann til Reykjavíkur, stofnaði Ofnasmiðjuna í Reykjavík og veitti henni forstöðu um langa hríð. Þá var hann einn af helstu hvatamönn- um að stofnun Raftækjaverk- smiðjunnar hf. í Hafnarfirði, Rafha. Sveinbjörn var einn af helstu for- ystumönnum iðnaðarmanna hér á landi, átti lengi sæti í forystusveit þeirra, var skrifstofustjóri Lands- sambands iðnaðarmanna og ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna um árabil. Fyrri hluta árs 1932 settist Svein- björn niður og ritaði bréf til félaga sinna í höfuðborginni og lagði fram tillögu: Er ekki rétt að auka og efla samvinnu iðnráða og iðnaðar- mannafélaga og stofna heildarsam- tök til þess að ræða um og gæta helstu hagsmuna iðnaðarmanna í landinu? Voru rök hans meðal ann- ars þau að ótækt væri „hversu mis- jafnlega og ólíkt tækist til um úr- skurði og afgreiðslu mála hjá iðnráð- unum . . ,“8). Forystumenn iðnráðsins í Reykjavík svöruðu spurn- ingunni játandi á fundi sem þeir héldu hinn 5. maí og hvöttu til þess að iðnráðsfulltrúar og fulltrúar iðnað- armannafélaga af öllu landinu héldu sameiginlegt þing á meðan á fyrir- hugaðri iðnsýningu í Reykjavík stæði. Fyrsta Iðnþingið var sett 18. júní 1932, daginn eftir að iðnsýningin hófst, í Baðstofu Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík á efstu hæð Iðn- 8 Guðmundur G. Hagalín, 243.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.