Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 14
o Helstu mál sem tekin voru til at- hugunar á fundinum voru iðn- fræðslumál, tolla-, innflutnings- og sölumál, iðnaðarlöggjöfin, málefni nýrra iðnfyrirtækja og síðast en ekki síst skipulagsmál iðnaðarmanna. Kosnar voru fastanefndir til þess að fjalla um þessi mál. I þinglok hinn 21. júní var ákveðið, að tillögu skipulagsnefndar sem hafði verið skipuð í þingbyrjun, að stíga mikil- vægt skref: að gera samstarf iðnaðar- mannafélaga varanlegt og stofna Landssamband iðnaðarmanna. Var talið að nú væri slíkt mögulegt enda hefði iðnráðum og iðnaðarmanna- félögum fjölgað verulega og nauð- synlegt að samhæfa stefnu þeirra, gæta hagsmuna iðnaðarins gagnvart hinu opinbera og tryggja framgang iðnlöggjafarinnar; auk þess voru iðnskólar í landinu reknir á vegum iðnaðarmannafélaga um þetta leyti og brýnt að hafa samráð um þann rekstur. I bráðabirgðastjórn Lands- sambandsins skyldu sitja fimm menn sem ættu heima í Reykjavík og Hafnarfirði; voru kjörnir Helgi Hermann Eiríksson formaður, Emil Jónsson ritari, Þorleifur Gunnars- son gjaldkeri, Einar Gíslason vara- formaður og Ásgeir Stefánsson vara- ritari. Var hlutverk hinnar fyrstu stjórnar að kalla saman Iðnþing að ári liðnu og leggja fyrir það frum- varp að lögum og fundarsköpum fyrir Landssambandið. Þættir úr starfsemi Landssam- bands iðnaðarmanna öðru Iðnþinginu sem var haldið árið 1933 voru sam- þykkt lög fyrir Landssam- bandið. Kom þar meðal annars fram að tilgangur með stofnun þess væri að „efla íslenzkan iðnað og iðju“, vera málsvari iðnaðarmanna og iðnstarfsemi, efla samvinnu iðn- aðarmanna og vinna að stofnun nýrra iðnfélaga. Þá skyldi samband- ið vinna að bættri iðnlöggjöf, hafa forgöngu um sýningarhald, gefa út bækur og blöð, stuðla að fyrirlestra- 10 Tímarit iðnaðarmanna 6. árg. (1932), 2. hetti, 24. haldi um málefni iðnaðar og vinna að bættum vinnubrögðum og verk- þekkingu í iðnaði. Gert var ráð fyrir að aðild að Landssambandinu gætu átt öll iðn- og iðjufélög. Iðnþing skyldi halda á tveggja ára fresti og hafa æðsta vald í öllum málum Landssambandsins. Skattur til sambandsins skyldi vera 50 aurar á mann árlega11). — Landssam- bandinu var ekld ætlað að fjalla um kaup og kjör iðnaðarmanna; hugsun- in var sú að innan þess gætu starfað bæði launþegar og atvinnurekendur og unnið þar að sameiginlegum hags- munamálum sínum; um kjaramál skyldi fjallað á öðrum vettvangi. Á næstu árum vann Landssam- bandið að helstu hagsmunamálum aðildarfélaga. Unnið var að breyt- ingum á iðnaðarlöggjöfinni til hags- bóta fyrir iðnað og ekki síst að því að efla félagsskap iðnaðarmanna í hinum einstöku iðngreinum og úti um land. Árið 1935 hafði aðildarfé- lögum sambandsins fjölgað verulega og voru nú orðin 22 með um 1200 félagsmönnum. Af þessurn félögum voru 12 iðngreinafélög í Reykjavík. Á næsta Iðnþingi, árið 1937, fjölg- aði aðildarfélögum enn um 11 og árið 1948 voru félögin orðin 53. Þar af voru 20 iðnaðarmannafélög, tvö sveinafélög, 11 meistarafélög og loks 20 félög sem í voru bæði meistarar og sveinar. AIls voru félagsmenn þá um 2200. 10 Tímarit iðnaðarmanna 7. árg. (1933), 2. helti, 25-27. Fulltrúar á Iðnþingum hafa löngum kunnað að njóta lífiins saman. Svo var líka á þyrsta Iðnþinginu eins og skýrt var frá í Tímariti iðnaðarmanna: Sunnudaginn 19. júní bauð Iðnaðarmannafjelag Hafharfjarðar fulltrúunum frá Akureyri, Vestmannaeyjum og Siglufirði, stjórn Iðnaðarmannafjelagsins í Reykja- vík ogforseta þingsins til Hafharfiarðar, sýndi þeim bœinn í stórum dráttum og hjeltþeim síðan veislu í „Hótel Bjórninn“. Miðvikudaginn 22. júní kl. 4 síðdegis lögðu fidltrúar Akureyringa af stað heim- leiðis í bílum. Fylgdi þeim meginþorri þingmanna innað Ferstiklu í Hvalfirði og þar bauð Iðnaðarmannafielagið í Reykjavík til miðdegisverðar. Skemtu menn sjer þar við ræðuhöld og dans til kl. 12 um nóttina, en þá hjeldu hverir áleiðis heirn"'.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.