Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 35
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Á þessum tímum þegar hver for- svarsmaður atvinnurekenda á fætur öðrum heldur ræður um að skera verði niður helst allt undir heitinu opinber þjónusta er ánægjulegt að fá tilefni til þess að fjalla um menntakerfið. Fátt er atvinnulífinu nauðsyn- legra en traust og skapandi mennta- kerfi. Einmitt þar er að finna skýrt dæmi um að opinber þjónusta er ekki sóunin einber. Ef við viljum standast samkeppni við aðrar þjóðir í framtíðinni verður menntakerfið að skila sínu. Það má fullyrða með töluverðum rétti að staða okkar meðal þjóða heimsins muni í hinni tæknivæddu veröld framtíðarinnar framar öðru ráðast af því hve vel við búum að mennta- kerfinu og hversu vel það stendur sig. Við sem störfum á vettvangi at- vinnulífsins, hvort sem er í röðum launafólks eða atvinnurekenda, er- um væntanlega flest sammála um þetta. Við viljum veg menntakerfis- ins sem mestan. Við gerum miklar kröfur til þess. Því miður sýnist mér að flestir sem vinna að starfsmennt- un á okkar vettvangi séu þeirrar skoðunar að forgangsröðun sé ekki rétt og mikið vanti á að vinnubrögð séu markviss. Þeir gagnrýna kerfið. Að hluta til vísa þeir til þess að fjármagn skorti, sérstaklega til verk- IÐNAÐARMANNA menntaáfanga. Of litlu fjármagni sé varið til tækjakaupa og kennarar séu ekki sendir til eftirmenntunar. Af- leiðing sé oft sú að þeir kenni úrelt vinnubrögð á úreltan búnað, löngu aflagðan í avinnulífinu. Þeir benda á að skólar í fjárskorti ýti dýrri verk- legri kennslu iðulega til hliðar og hún verði af þeim ástæðum útund- an. Eargir þeirra telja hins vegar að fjárskorturinn sé ekki megin- vandamál iðnfræðslunnar. Mun stærra vandamál sé afstaða skólakerfisins til þeirrar fræðslu. Þeir telja að það sem máli skipti sé sú afstaða skóla- manna að gera alla að stúdent- um. Yfiráhersla sé á bóknám, lang- skólanám, jafnvel forsvarsmenn iðnskólanna meti árangur sinn eftir því hvernig út- skrifuðum nem- endum skólans vegnar í tækni- námi en láti sig litlu skipta hvernig þeir sem ganga til verklegra starfa standi sig við verkin. Þeir kvarta undan því að stór hluti iðnfræðslukennara líti á nýj- ungar sem truflun í starfi sínu. Nýj- ungar séu álíka truflun og nýjar framleiðsluvörur voru í sovéskum verksmiðjum. Einn úr starfsmenntakerfi iðnað- armannanna segir að þessu fýlgi þó einn kostur. Eftirmenntunarnám- skeiðin fái beint til sín illa undir- búna sveina frá iðnskólunum. Sá kostur er auðvitað slæmur kostur. Mér virðast þetta vera megin- ástæður þess að eftirmenntunar- námskeið iðnaðarmannahópanna hafa aðeins að litlu leyti byggst á samstarfi við iðnskólana. Meira hef- ur verið sótt til eftirmenntunarskóla nágrannalandanna. Það er einnig athyglisvert að eft- irmenntunin er ekki afrakstur frum- kvæðis af hálfu skólanna og er að mestu fjármögn- uð af aðilum vinnumarkaðarins með samningum um greiðslu at- vinnurekenda í fræðslusjóði. Eg er aftur á móti ekki viss um að þetta sé í raun óheppilegt fyrir iðnmenntunina ef skólakerfið væri tilbúið til að laga sig að þessum aðstæðum. Það þýddi í stuttu máli að iðn- skólakerfið beygði sig undir forsjá atvinnulífsins og nýjungar eftir- menntunarmámskeiðanna væru með skipulögðum hætti felldar inn í starf skólanna. Eg er viss um að forsvarsmenn sveinafélaganna væru þessu hlynnt-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.