Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 43

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 43
Þópíp Ólafsson, pektop Kennaraháskóla íslands: I tilefni af sextíu ára afmæli Lands- sambands iðnaðarmanna fer vel á því að velta fyrir sér stöðu iðn- menntunar í landinu. Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið mikla breyting- ar á framhaldsskólastiginu með stofnun fjölbrautaskóla víðs vegar um landið. Þessum skólum var ætl- að það háleita merkmið að tengja bóknám og verknám og gefa ungu fólki kost á að stunda fjölbreytt nám í eða sem næst sinni heima- byggð. Fjölbrautaskólarnir hafa reynst mikil lyftistöng fyrir dreifbýlið, einkum þar sem byggt var á þeirri iðnfræðslu sem fyrir var í byggð- arlaginu, því verknám hefur löngum átta erf- iðara uppdráttar en bóknám. En betur má ef duga skal í tæknivæddum heimi nú- tímans. Efla þarf hvers konar verk- og tæknimenntun, m.a. til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og treysta undirstöður þjóðarbúsins. DKennaraháskóla íslands er kennararefnum gefinn kostur á að sérhæfa sig í þremur verkgreinum: smíðum, textílmennt og heimiiisfræðum (hússtjórn). Um er að ræða 30 einingar eða eins árs nám í hverri grein sem er 1/3 hluti af núverandi kennaranámi til B.Ed,- gráðu og veitir kennsluréttindi í grunnskólum. Vegna lélegs undir- búnings flestra stúdenta í verkgrein- um hefur undanfarin ár verið boðið upp á sérstakt fornám í þeim. Vegna skertra fjárveitinga til skólans á þessu ári reyndist ekki unnt að gefa kost á fornámi í list- og verk- greinum og segja má að mikilvæg- ara sé að treysta undirstöðu grein- anna á framhaldsskólastiginu. Mikill skortur er á starfsmennt- uðum kennurum í list- og verk- greinum í framhaldsskólum. Við Kennaraháskól- ann er sérstök námsbraut í upp- eldis- og kennslu- fræði fyrir verk- menntakennara, en jafnframt hef- ur skólinn hug á að bjóða viðbót- arnám í smíðum og textílfræðum, einkum til undir- búnings kennslu greinanna í framhaldsskólum. Slíkt nám stendur nú yflr í heimilsfræð- um og mun ljúka með BA- gráðu. Á þessu ári er þess minnst að hundrað ár eru liðin frá upphafi sér- stakrar kennaramenntunar á Islandi. Ljóst er að gera þarf verulegt átak til að efla kennaramenntun í list- og verkgreinum, einkum fyrir fram- haldsskólastigið. Slíkt átak væri verðugt verkefni á þessum tímamót- um, en það er alger forsenda þess að íslensk iðnmenntun verði áfram samkeppnisfær í alþjóðlegu sam- hengi. ALHLIÐA TÖLVUKERFI Samhæfður viðskiptahugbúnaður, auðveldur í notkun, sveigjaniegur, öruggur og hraðvirkur. Stólpi er hannaður sem stjórntæki og til að auka arðsemi í atvinnurekstri. • Auðveldur í notkun • Hægt að aðlaga mismunandi þörfum • Öruggur og hraðvirkur • Samhæfður hugbúnaður • Engar tviskráningar • Ótrúleg fjölbreytni • Hægt að bæta við kerfum • Þægilegar gluggavalmyndir • Liti er hægt að velja • Hjálpartexti I öllum vinnslum • Skjáprentun þegar óskað er • öflugar fyrirspurnir • Fjölbreyttir leitarmöguleikar • Gengur undir Windows • Fáanlegur fyrir: OS/2, NOVELL og NOVELL-LITE, LAN-SMART og önnur netkerfi, UNIX og LAN MANAGER • Fyrir allar gerðir og stærðir tölva • Fyrir litil og stór fyrirtæki • Yfir 500 notendur • Með reynslu I öllum atvinnugreinum • Persónuleg þjónusta • Námskeið og persónuleg kennsla • Stöðugar nýjungar og framfarir • Viðhalds- og þjónustusamningar • Notendahandbók á skiljanlegu máli KERFISÞRÚUN HF. Skeifan 17, Pósthólf 8074,128 Reykjavik Símar 68 80 55 & 68 74 66, Fax 68 90 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.