Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 27
o Hverjir eru „opinberir aðilar"? I reglum EB og EES um útboð er einnig skilgreint til hverra þær taka, þ.e. hverjir teljast opinberir aðilar í þessu sambandi. Er þar um víða skilgreiningu að ræða, sem auk hreinræktaðra ríkisfyrirtækja nær til sveitarfélaga svo og hlutafélaga og stofnana, sem eru í meirihlutaeign hins opinbera eða þar sem það ræð- ur yfir meirihluta í stjórn. Mjög mikilvægt er, að útboðs- reglurnar nái til allra framkvæmda sem byggða- og styrktarsjóðir EB munu styðja við. Því munu t.d. hin miklu verkefni við uppbyggingu fiskiðnaðar í aðildarlöndunum, sem EB ætlar að styrkja fjárhagslega, verða opin fyrir okkur íslendingum eins og öðrum EES-þjóðum. Þar eru áreiðanlega fólgnir einhverjir möguleikar fyrir útflutning á vélum, tækjum og sjávarútvegsþekkingu. Til fróðleiks má í þessu sambandi geta þess, að hagsmunaaðilar í norskum málm- og tækniiðnaði telja einmitt að opnun opinberra útboðsmarkaða, sem m.a. opnar leið að verkefnum í olíuiðnaði, sé einhver mikilvægasti þáttur EES- samninganna. Mikilvægar reglur um framkvæmd og eftirlit Reglur EB um opinber útboð skil- greina einnig framkvæmd útboða og gera ráð fyrir þremur tegundum, þ.e. opnum útboðum, lokuðum og forvali. I lokuðum útboðum er að- eins heimilt að taka lægsta eða „hag- stæðasta“ tilboði. Skilyrði fyrir að heimilt sé að taka „hagstæðasta“ til- boði, sem ekki er lægst, er að út- bjóðandi hafi skilgreint í útboðs- gögnum hvað hann leggur til grundvallar mati sínu annað en verðlag. I reglunum eru einnig fyrir- mæli um útboðsfresti, birtingu auglýsinga og upplýsinga um niður- stöður útboða. Síðast en ekki síst tók gildi í árslok 1991 mjög þýðing- armikil tilskipun um eftirlit með framkvæmd opinberra útboða. Elún felur m.a. í sér að fyrirtæki, sem telja sig hafa sætt óréttmætri með- ferð, geta leitað réttar síns, sem jafnvel getur leitt til þess að útboð eru ógilt og fyrirtækjum hugsanlega dæmdar skaðabætur. Auk þess sem þessar reglur eru í sjálfu sér mjög mikilvægar á efna- hagssvæðinu hefur Landssamband iðnaðarmanna bent á, að þær geta verið okkur íslendingum fyrirmynd að innlendri löggjöf um þetta efni, til þess að bæta úr ófremdarástandi á íslenskum útboðsmarkaði. Mundi slík löggjöf gilda í það minnsta um öll opinber útboð, smá og stór, og jafnvel einnig um útboð einkaaðila. Áhrif á íslenskan iðnað Ekki er unnt að gefa einhlítt svar við því, hvaða þýðingu ákvæði EES- samningsins um opinber útboð muni hafa fyrir íslenskan iðnað. Það gildir um útboðsreglurnar, eins og svo margt annað í þessum viða- mikla viðskiptasamningi, að þær fela í senn í sér tækifæri fyrir og ögrun við íslenskan iðnað, allt eftir því hvernig við sjálf spilum úr hlut- unum. Samningarnir munu án efa hafa í för með sér aukna þátttöku fyrirtækja frá öðrum EES-löndum en Islandi í opinberum útboðum hér á landi. Á hitt ber einnig að líta, að hér á landi hefur ekki verið ástunduð verndarstefna á þessu sviði í sama mæli og í ýmsum öðrum Evrópulöndum. Hefur stór hluti þeirra verkefna og vörukaupa, sem bitastæðust eru hér á landi og falla mundu undir útboðsskyldu sam- kvæmt EES-reglum, hvort eð er ver- ið boðinn út í fjölþjóðlegum útboð- um. Þá bendir fátt til þess að verð- lag í útboðsverkum hér á landi sé það hátt um þessar mundir, að eft- irsóknarvert sé fyrir erlenda verk- taka, þótt auðvitað geti það breyst síðar meir. Alltof algengt hefur hins vegar verið, að illa hafi verið staðið að framkvæmd opinberra útboða hér á landi. Réttur verktaka eða til- bjóðenda er oft fyrir borð borinn og þeirn jafnvel mismunað innlendum framleiðendum í óhag. Ástæða er til að vona að skýr fyrirmæli EES- samningsins um framkvæmd opin- berra útboða muni leiða til úrbóta á því sviði hér á landi, og væri það vel.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.