Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 6

Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 6
6 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR IÐNAÐUR Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhanns- sonar feldskera. „Íslendingar átta sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verð- mæti í kringum sig,“ segir Eggert, en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni. Nýja fatalínan nefnist Born Again, en verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts, Helgu Björns- son, fatahönnuðar í París, Lands- samtaka sauðfjárbænda og Loð- skinnu á Sauðárkróki. „Fyrsta skrefið hefur verið stigið í nýt- ingu á hráefni sem annars hefði verið hent,“ sagði Eggert feldskeri á kynningunni í gær. Skinnum af lömbum sem drepist hafa áður en hægt hefur verið að reka þau á fjall hefur jafnan verið fargað með skrokkunum. Sindri Sigurgeirsson segir að nú kunni þó að vera eftir einhverju að slægj- ast fyrir bændur að leggja sig eftir því að halda upp á þau. Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinn- ið, en þurfa sjálfir að sjá um flán- ingu og að koma því í sútun. „Það verður því bara að koma í ljós hvort bændur geta gefið sér tíma í þetta á vorin þegar hvað mest er að gera,“ segir Sindri, en telur líklegt að fari bændur út í þetta þá reyni þeir að safna saman skinnunum og geyma í frysti svo að þau úldni ekki. „Þetta geta hins vegar orðið dálitlar upphæðir á stóru búi,“ segir hann, en þar sem fæðast milli 13 og 14 hundruð lömb að vori megi geta sér til að um 50 drepist við burð eða á fyrstu dögunum eftir burð. Jón Bjarnason landbúnaðarráð- herra, sem var viðstaddur kynn- inguna á Born Again-fatalínunni í gær, fagnaði því sérstaklega í ræðu sinni að hitta þar fyrir gaml- an nemanda að norðan í forsvari fyrir vinnsluna á skinninu, Gunn- stein Björnsson, framkvæmda- stjóra Loðskinnu. „Það eykur enn á ágæti þessa starfs að skinnin eru sútuð og unnin hjá Loðskinni á Sauðárkróki,“ sagði hann, en kvaðst annars sem gamall sauð- fjárbóndi vanur að hugsa til þess hvernig gjörnýta mætti landsins afurðir. „Ég er viss um að íslensk- ir bændur taka þessu vel.“ olikr@frettabladid.is Fjölskylduspil á frábæru tilboði! Vr. A825 85060692 Fullt verð 5.990 kr. 3.990 kr. auk 1.000 punkta x2 TI LB OÐ UMFERÐARMÁL Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækk- að um 34 prósent milli áranna 2007 og 2009. Á fyrstu sjö mánuðum fyrrnefnda ársins urðu 343 slys í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu en á sama tímabili í ár urðu 228 slys. Frá þessu er greint í frétt lög- reglunnar. Í ársbyrjun 2007 lagði lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu fram áætlun um fækkun umferðarslysa sem fól í sér markvissar aðgerðir í samstarfi við þar til bærar stofn- anir og fyrirtæki. Lögð var áhersla á að fækka hættulegum stöðum og auka sýnilegt eftirlit auk þess sem stefnt var að auknum gæðum í rannsóknum umferðarslysa. Lagði samgönguráðuneytið emb- ættinu meðal annars til átta mót- orhjól til eftirlits í umferðinni og Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa gert breytingar á gatnakerf- inu til að auka öryggi og fækka slysum. Áfram verður unnið á sömu braut, að sögn lögreglunnar. - bþs Áætlun um fækkun umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vel: Slysum hefur fækkað um 34 prósent ÁREKSTUR Í KÓPAVOGI Góð reynsla er af áætlun lögreglunnar um fækkun slysa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GLÆSILEG FLÍK Skinnið er léttara en gengur og gerist með önnur skinn. Í baksýn má sjá Eggert feldskera. Nýtir skinn sem hefði annars verið fargað Eggert Jóhannsson feldskeri er farinn að nýta skinn af lömbum sem drepast við burð eða áður en þau eru rekin á fjall. Nýja fatalínan nefnist Born Again og er meðal annars unnin í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda. BORN AGAIN KYNNT Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM Landbúnaðarráðherra var meðal þeirra sem fengu að sjá og finna áferð á jökkum, kápum og fylgihlutum sem unnin eru úr skinni smálamba sem drepast við burð eða stuttu eftir burð. Skinnin þykja einstaklega mjúk og falleg og fatnaðurinn hlýr en léttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ertu tilbúin/n til að taka á þig aukna skattbyrði vegna efna- hagsástandsins? Já 20,3% Nei 79,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á fjármálastjóri KSÍ að segja af sér? Segðu skoðun þína á vísir.is BARNAVERND Barnavernd Reykja- víkur hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem umfjöllun fjölmiðla um málefni barns er hörmuð. Barnið var sett í skammtíma- vistun og á að koma í fóstur, en sú ákvörðun hefur verið kærð til kærunefndar barnaverndarmála. Í yfirlýsingunni segir að starfsmenn Barnaverndar séu bundnir trúnaði og geti ekki útskýrt eða varið ákvarðanir sínar. Yfirferð þessa máls sýni að unnið hafi verið með bestu hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Ýmsir, þar á meðal Breiðavíkur- samtökin, hafa gagnrýnt máls- meðferðina. - kóp Barnavernd Reykjavíkur: Harmar fjöl- miðlaumfjöllun VIÐSKIPTI Skilanefnd Landsbank- ans hefur stefnt eignarhaldsfélag- inu Gift vegna skulda félagsins við bankann. Viðræður hafa átt sér stað um skuldina. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær en var frestað fram í næsta mánuð. Samvinnutryggingar, sem stofn- uðu Gift, voru umsvifamiklar í fjár- festingum um árabil. Fyrirtækið tók þátt í kaupum á Búnaðarbank- anum með S-hópnum svonefnda árið 2003 og hagnaðist mjög. Við slit Samvinnutrygginga fyrir um tveimur árum voru bæði eign- ir og skuldir færðar yfir til Gift- ar. Þeir sem tryggðu á tilteknu ára- bili hjá Samvinnutryggingum áttu rétt á að fá fjárhæð sem svaraði til eignahlutar í Gift. Um mitt ár 2007 var skilanefnd sett yfir Gift og ákveðið að slíta félaginu. Það hélt hins vegar áfram fjárfestingum sínum. Fyrir hrun átti Gift um eitt pró- sent í Kaupþingi og í Oddaflugi, sem aftur átti hlut í Icelandair. Eignir fyrir hrun voru metnar á um sextíu milljarða króna. Ekki liggur fyrir hversu há skuld Giftar við Landsbankann er. DV hélt því fram í gær að hún væri til komin vegna afleiðusamninga við bankann. Gift er nú tæknilega gjaldþrota og skuldir taldar vera í kringum fimmtíu milljarðar króna. Hugsanlegt er að það geti greitt um átta prósent af skuldum sínum. - jab Landsbankinn fer á eftir skuld hjá tæknilega gjaldþrota fjárfestingarfélagi: Geta greitt tæp tíu prósent LÍFLAUST HJÁ GIFT Fundarmenn á aðalfundi Samvinnusjóðsins og Andvaka í fyrra. Meðal fundarmanna er Finnur Ingólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.