Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 12
12 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Þú færð Cooper dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1
fyrir jeppa og jepplinga
Vinsælustu
dekkin
STJÓRNMÁL Frjálshyggjufélagið
harmar hugmyndir ríkisstjórnar-
innar um hækkun tekjuskatts.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að aukin skattheimta hafi bein
áhrif á hegðun og frumkvæði
þess sem fyrir verður og hún
sögð drepa vinnusemi í dróma
og sljóvga frumkvæði. Stóraukin
skattheimta sé tilræði við fólkið
í landinu.
Frjálshyggjufélagið bendir
stjórnvöldum á að forsætisráð-
herra Svíþjóðar hafi lagt til
miklar lækkanir á tekjuskatti til
að vinna bug á kreppunni þar í
landi. Sú leið sé álitleg hafi þau
raunverulegan áhuga á að leiða
þjóðina út úr efnahagsþrenging-
unum. - bþs
Frjálshyggjufélagið um skatta:
Tilræði við fólk
LÖGREGLUMÁL Menn í hópi fimm
Litháa sem enn sitja í gæsluvarð-
haldi vegna rannsóknar lögreglu
á skipulagðri glæpastarfsemi hér,
þar á meðal mansali, eru þekkt-
ir að ofbeldisverkum hér á landi.
Fimmmenningarnir voru í gær
úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykja-
ness í áframhaldandi gæsluvarð-
hald til 2. desember eða í þrjár
vikur til viðbótar, að kröfu lög-
reglustjórans á Suðurnesjum.
Sumir mannanna eru tengd-
ir við árás á óeinkennisklæddan
lögreglumann sem var við fíkni-
efnaeftirlit á Laugavegi í janúar
2008. Þá veittist hópur manna að
honum. Hann var ítrekað sleginn,
meðal annars í höfuðið, og spark-
að í höfuð hans að minnsta kosti
tvisvar eftir að hann var felldur í
götuna. Við þetta hlaut lögreglu-
maðurinn heilahristing og sár
víðs vegar á líkamanum.
Þá tengjast sumir þeirra sem
inni sitja hrottalegri líkams árás
í húsi við Grettisgötu í byrjun
júní. Sá sem ráðist var á hlaut
lífshættulega áverka af árásinni,
sem stóð yfir heila nótt. Hann
þurfti að vera um skeið í öndun-
arvél.
Þriðja líkamsárásin þar sem
sumir fimmmenninganna koma
við sögu var í Smáíbúðahverfinu
í Reykjavík, einnig í júní. Þá var
ráðist á mann og hann illa leik-
inn. Hann hlaut brot í andliti og
marga langa og gapandi skurði
á höfði. Auk þess var hann með
ýmiss konar áverka á höfði,
brjóstkassa og útlimum.
Gæsluvarðhald yfir fimmmenn-
ingunum var í gær framlengt um
þrjár vikur, eins og áður sagði.
Þeir hafa kært úrskurðinn til
Hæstaréttar.
Íslendingi sem setið hefur í
gæsluvarðhaldi vegna rannsókn-
ar lögreglu, var hins vegar sleppt,
þar sem ekki var gerð krafa um
framlengingu yfir honum. Hann
hafði haft ýmis tengsl við fimm-
menningana. Meðal annars höfðu
þrír þeirra unnið hjá fyrirtæki
sem hann rekur.
Upphaf þessarar umfangs-
miklu rannsóknar má rekja til
þess er nítján ára litháísk stúlka
kom hingað til lands með flugi frá
Varsjá í Póllandi fyrir nokkrum
vikum. Hún trylltist á leiðinni í
vélinni og var handtekin við kom-
una til landsins. Grunur vaknaði
um að hún hefði verið flutt til
landsins sem fórnarlamb mansals
og fóru fram handtökur í fram-
haldi af því. Rannsókn lögreglu
hefur undið umtalsvert upp á sig
og teygir nú anga sína víða.
Þekktir fyrir
ofbeldisverk
hér á landi
Nokkrir af Litháunum sem sitja í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarf-
semi eru þekktir að ofbeldisverkum hérlendis. Gæslu-
varðhald þeirra var framlengt um þrjár vikur í gær.
FYRIR DÓM Mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær, sem féllst á kröfu lög-
reglustjórans á Suðurnesjum um framlengingu gæsluvarðhalds þeirra.
LÖGGÆSLA Ragna Árnadóttir,
dómsmála- og mannréttindaráð-
herra, hefur sett á fót vinnuhóp.
Hann skal kanna hvaða mögu-
leikar séu fyrir hendi innan gild-
andi laga og alþjóðlegs samstarfs
til að efla eftirlit með útlending-
um og tryggja að verið sé að nýta
þær heimildir sem til staðar eru
til þess að uppræta skipulagða
glæpastarfsemi hér á landi. Þá
er bæði átt við þá útlendinga sem
njóta réttar um frjálsa för sam-
kvæmt samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið og þá sem
ekki njóta þess réttar. Meðal ann-
ars verður skoðað hvort unnt sé að
taka upp tímabundið vegabréfs-
eftirlit eða ókerfisbundið eftir-
lit bæði á landamærum og innan
þeirra og er hópnum falið að koma
með tillögur um úrbætur.
Í vinnuhópnum eiga sæti Sig-
ríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, sem
jafnframt er formaður hans, Guð-
brandur Guðbrandsson, lögreglu-
fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra,
Þorsteinn Gunnarsson, forstöðu-
maður hjá Útlendingastofnun,
Jóhann Karl Þórisson, aðalvarð-
stjóri hjá lögreglustjóranum á
höfuðborgarsvæðinu, og Jón Pétur
Jónsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglustjóranum á Suð-
urnesjum. - jss
Dómsmálaráðherra vill nýta þær heimildir sem til staðar eru:
Vinnuhópur gegn glæpastarfsemi
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ragna Árnadótt-
ir hefur skipað fimm manna vinnuhóp.
SKEMMTA SÉR Í ÖLPUNUM Nokkrir
krakkar í skíðabænum Laux í frönsku
Ölpunum notuðu tækifærið og
skemmtu sér á skíðum þegar svæðið
var opnað eftir mikla snjókomu.
NORDICPHOTOS/AFP