Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.11.2009, Qupperneq 20
20 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Í Hamraskóla í Grafarvogi er lögð sérstök áhersla á ritlist til að sameina þræði íslenskunáms og tjáningar og örva ímyndunaraflið. Kristjana Friðbjörnsdóttir kennari segir árangurinn vonum framar. Hún skrifar líka barnabækur og segir skólastarfið hafa komið sér að miklu gagni þegar hún skrifar um svaðilfarir einkaspæjarans Fjóla Fífils. Ritlistarverkefnið hefur staðið yfir í nokkur misseri í Hamraskóla í Grafarvogi. Upphafið má rekja til þess að Kristjönu og fleiri kenn- urum fannst þau þurfa að leita að óhefðbundnum leiðum til að kveikja áhuga nokkurra nemenda á íslensku og námi almennt. „Þetta byrjaði með því að við vorum að kenna drengjum sem höfðu engan áhuga á íslensku- námi,“ segir Kristjana, sem kenn- ir níu til tíu ára gömlum krökk- um. „Við lögðum höfuðið í bleyti um hvernig væri hægt að virkja hann og litum meðal annars út fyrir landsteinana. Við komust í samband við skóla í Bretlandi, sem leggur áherslu á ritlist í sínu kennslustarfi og hann hefur verið okkar leiðarljós frá upphafi.“ Í ritlistarnáminu eru allir þætt- ir íslenskunnar samþættaðir. „Um leið og krakkarnir eru að skrifa vinna þeir með málfræðina, staf- setningu, greinarmerki og svo framvegis. Og auðvitað ýta undir sköpunargáfuna. Stór partur af kennslunni er að koma með ólíkar kveikjur í stað þess að segja krökk- unum að skrifa sögu um eitthvað tiltekið mál. Við reynum að fara ólíkar leiðir, drögum kannski fram legókassa og biðjum krakkana um að kubba einhverja ákveðna sýn og skrifa svo út frá því. Við reynum að nálgast hlutina aðeins á ská til að örva ímyndunaraflið. Það eru ekki allir fæddir rithöfundar.“ Kristjana segir verkefnið hafa gefið góða raun strax frá upphafi og fljótlega verið útvíkk- að þannig að allir krakkar gætu tekið þátt í því. „Krökkunum finnst þetta frábært og við náum ótrúlegustu hlutum úr ólíklegustu krökkum; nemendur sem skrifuðu ekkert áður láta nú gamminn geisa á blað- inu.“ bergsteinn@frettabladid.is Ung Grafarvogsskáld í Hamraskóla KRISTJANA MEÐ NEMENDUM SÍNUM Segir ritlistarverkefnið hafa gefið góða raun. Krakkar sem höfðu áður lítinn áhuga á skriftum láti nú gamminn geisa á ritvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árið 1700 var styttra en önnur ár Íslandssögunnar. Nóvember- mánuður það ár var jafnframt styttri en aðrir mánuðir, því heilum ellefu dögum var sleppt svo aðeins nítján voru eftir. Þetta fór þannig fram að eftir 16. nóvember það ár kom 28. nóvember. Ástæðan er sú að tekið var upp nýtt tímatal. Í staðinn fyrir gamla tímatalið, sem kennt var við Júlíus Caesar, var tekið upp nýtt tímatal kennt við Gregor páfa. Gregorska tímatalið er frábrugðið því gamla að því leyti að aðeins fjórða hvert aldamótaár er hlaupár. FRÓÐLEIKUR STYSTA ÁRIÐ Meðfram kennslustörfum skrifar Kristjana barnabækur. Á dögunum kom út þriðja bók hennar um ævintýri einkaspæjarans Fjóla Fífils. Hún heitir Sverð Napóleons, en áður höfðu komið út bækurnar Skuggaúrið og Lausnargjaldið. Kristjana kveðst sjálf vera forfallinn áhugamaður um einkaspæjara og lesi mikið af reyfurum og horfi á leynilögguþætti í sjónvarpinu. „Sá áhugi skilaði sér í Fjóla Fífils, það er ábyggilega heilmikið af sjálfri mér í honum.“ Kristjana segir ritlistarverkefnið í Hamraskóla hafa komið sér að góðum notum við skriftir. „Ég hef lært ótrúlega mikið af þessu, til dæmis um hvernig á að byggja upp sögu, sem ég vissi þó þó nokkuð um fyrir. Ég prófa bækurnar á nemendum mínum; ber undir þá hugmyndir og hlusta á hvað þeir hafa til málanna að leggja. Það sem Fjóli er að gera tengist oft því sem er að gerast í kennslustofunni í það skiptið.“ ÆVINTÝRI FJÓLA FÍFILS Engar fréttir, góðar fréttir „Ekkert hefur breyst hjá okkur. Ég hef ekki orðið var við það.“ JÓHANNES JÓNSSON, KENNDUR VIÐ BÓNUS. Fréttablaðið, 11. nóvember. Brj(m)álæði „Þetta kallar þingmaðurinn brjálaða leið sem mér finnst dálítið merkilegt þegar við erum að tala um þrepa- skipt skattkerfi eins og hin brjáluðu Norðurlönd hafa til dæmis gert.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, MENNTA- MÁLARÁÐHERRA. Morgunblaðið, 11. nóvember „Það er allt fínt að frétta úr þessari sveit,“ segir Erla Ívarsdóttir á Geirlandi. „Síðustu helgi var Safnahelgi á Suður- landi um allt Suðurland og líka hér hjá okkur. Kirkjubæjarstofa stóð fyrir þessu hér á svæðinu og var með sýningu. Það var hægt að hittast á bókasafn- inu og hlusta á upplestur. Síðan var kórsöngur og fyrirlestrar um fornminjar sem verið er að skoða hér og um gamla sagnahefð hér í Skaftafellssýslu sem er gersamlega frábær. Um daginn var kaffi með þjóðlegu meðlæti og villibráðarveisla um kvöldið,“ segir Erla um viðburðina um síðustu helgi. Helgina þar á undan var uppskeruhátíð í Skaftár- hreppi. „Þá opnuðu fyrirtæki og bændur í sveitinni dyr sínar og það var hægt að kíkja og skoða hvað væri um að vera. Boðið var upp á ýmsar veitingar og laugardagurinn endaði með góðu kvöldi á Hótel Kirkju- bæjarklaustri. Á sunnudeginum var messað í Skaftártungu og haldið bögglauppboð. Þannig að við sitjum ekki auðum höndum hérna í sveit- inni,“ segir Erla sem kveður haustið þar eystra hafa verið afar gott með yndislegu veðri: „Það er gott fyrir alla, bæði fólk og fénað. Það gengur sem sagt allt vel og ég held að það séu bara allir ánægðir með það.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ERLA ÍVARSDÓTTIR Á GEIRLANDI Sitjum ekki auðum höndum Fjölskylduspil ársins er komið! Sprengjuspilið er æsispennandi orðaleikur fyrir alla. Spilin fást í Office 1. Ég ætla að spara í ár! PI PAPA PI P PIPI RRR \\\\\ W A TB W A TB W A W A TBTT •• A • A •• SÍ A SÍ A S ÍASÍ A SÍ AÍ 9 3 9 333 9 9 3 9 9 1991 9 9 19 ■ Orðið „eitthvað“ er oft notað með vafasömum hætti í íslensku nútímans. Setningar á borð við „Þetta er eitthvað sem mig langar að gera“ og „Það er eitthvað sem ég hef ekki lagt áherslu á“ eru nú algengar, en betra væri „Mig langar að gera þetta“ og „Ég hef ekki lagt áherslu á það“. Setningar af þessu tagi má gjarnan rekja til þess að fólk er með enska orðið „some- thing“ í huga en gætir ekki að því að það þýðir ekki endilega það sama og íslenska orðið „eitthvað“. Á ensku er orðið notað um eitthvað ákveðið, sem mælandi veit hvað er, en á íslensku er merkingin nær því að vera „bara eitthvað“ út í bláinn, sem mælandinn veit ekki hvað er. Íslenska orðið „nokkuð“, sem er nær merk- ingu „something“, færi oft betur en jafnvel betra er að tilgreina nánar hvað átt er við. Stundum þarf líka að umorða eða jafnvel sleppa orðinu, þegar það bætir engu við það sem sagt er. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að laga … afsakið, þetta þurfum við að laga. - mt TUNGUTAK Eitthvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.