Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 22
22 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Atvinnulífið óttast að
fyrirtækjum sé mismunað
í ríkisbönkunum; þeir sem
gættu minnst að sér og
skuldsettu sig mest fái nú
mestu og bestu fyrirgreiðsl-
una. Kvartað er undan því
að gagnsæjar leikreglur
um endurskipulagningu og
afskriftir skulda fyrirtækja
skorti. Það veldur almennri
tortryggni í viðskiptalífinu.
Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Talnakönnunar,
gerði þessa stöðu að umtalsefni
á opnum fundi á vegum KPMG í
síðustu viku. Hann segir miklu
skipta að bankarnir kynni sem
fyrst almennar reglur um afskrift-
ir á skuldum fyrirtækja og að þær
reglur séu nokkurn veginn sam-
bærilegar milli banka og setti
fram hugmyndir um útfærslu
slíkra reglna á fundinum.
„Líklega eru allir í fyrirtækja-
rekstri sammála um að þetta hafi
gengið of hægt,“ segir Benedikt.
Hann segir að á fundinum hafi
komið fram hjá Birnu Einarsdótt-
ur, bankastjóra Íslandsbanka, að
80 prósent fyrirtækja eigi að fá
afgreiðslu sinna mála fyrir ára-
mótin 2010-2011. „Það er mjög
langur tími.“
Óttast mismunun
„Það er ekki það að menn viti að
verið sé að beita ófaglegum vinnu-
brögðum þótt það gangi ýmsar
kviksögur um að verið sé að
afskrifa tugi milljarða hjá þessum
meðan það er verið að hirða fyr-
irtæki af öðrum,“ segir Benedikt.
„Hins vegar vita menn ekki hvaða
vinnubrögðum bankarnir beita.
Óvissan hefur spillt fyrir í rekstr-
inum. Ef fyrirtækin vita að þau fá
sanngjarna úrlausn mála þá geta
þau haldið áfram.“
„Menn óttast mismunun milli
fyrirtækja. Það má ekki gerast
að bankarnir taki verst settu fyr-
irtækin – mestu töffarana – sem
fóru gáleysislega og voru komin í
vonlausa stöðu, og lagi skuldastöðu
þeirra en láti þau fyrirtæki bara
skrimta sem fóru varlega og stóðu
þokkalega að vígi en urðu fyrir
sama áfalli og við öll við hrunið.
Þótt töffararnir sjálfir hverfi frá
rekstrinum er fyrirtækið engu
síður orðið miklu sterkara á mark-
aði og samkeppnisstaðan skekkt.
Þá verða skilaboðin sú að ráðdeild
borgi sig ekki. Að þessu verður að
hyggja mjög vandlega.“
Bankarnir eigi ekki fyrirtækin
Benedikt segir að það eigi að vera
sérstakt markmið að bankarnir
eignist ekki fyrirtæki nema ef
nauðsyn krefur og þeim beri að
selja eignarhluti sína aftur eins
hratt og verða má. Bæði sé það í
andstöðu við lög að bankar séu að
reka fyrirtæki og eins sýni reynsl-
an að bankar tapi meira fé á því að
reka fyrirtæki í stað þess að setja
þau í gjaldþrotameðferð eða selja
þau strax til annarra. Hins vegar
er ljóst að eins og staðan er þurfi
bankarnir að koma að eignarhaldi
fjölmargra fyrirtækja.
Hægt sé að breyta hluta af skuld-
um fyrirtækja, sem skila rekstrar-
hagnaði, í hlutafé þannig að hlut-
ur eigenda rýrni en skuldastaða
fyrirtækjanna batni. Mikilvægt
sé að aðrir en bankarnir eigi samt
meirihluta í þessum fyrirtækjum
og að bankarnir stefni að því að
selja sinn hlut eins fljótt og kostur
er. Gefa eigi eigendum fyrirtækja
færi á að leggja þeim til nýtt hluta-
fé, að því gefnu að fyrirtækin séu
rekstrarhæf og eigendurnir hafi
aðgang að nýju fjármagni.
Niðurfærsla skulda
Á fundinum hjá KPMG setti Bene-
dikt fram hugmyndir um hvern-
ig hægt væri að útfæra reglur
Íslandsbanka um skuldir einstakl-
inga gagnvart atvinnulífinu. Hann
gerði ráð fyrir sömu almennu
niður færslu skulda fyrirtækja; 25
prósent á erlendum lánum og 10
prósent á innlendum. „Síðan yrði
eigendum boðið upp á að leggja
fram ákveðið hlutafjárframlag.
Bankinn mundi leggja fram tvöfalt
meira hlutafé með því að afskrifa
lán. Markmiðið væri alltaf það að
núverandi eigendur ættu meiri-
hluta, að því tilskildu að þeir komi
með nægilegt fjármagn. Í sumum
tilfellum nægir það ekki til en ef
menn eiga ekki krónu þá fá þeir
ekki tugmilljarða fyrirtæki.“
Málefni stóru eignarhaldsfélag-
anna hafa verið mikið til umræðu.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra hefur lýst þeirri skoðun að
ekki eigi að endurreisa þau nema
í neyð. Spurður um skoðun sína á
þessu segir Benedikt að eignar-
haldsfélögin eigi að meðhöndla
samkvæmt almennum reglum.
Fæst þeirra muni líklega standast
það próf, ef litið er á staðreyndir
um stöðu þeirra. „Mér finnst að
menn eigi að horfa á þetta almennt.
En auðvitað hefur reynslan kennt
manni að setja spurningarmerki
við rekstur þessara stóru eignar-
haldsfélaga, sem eru í alls konar
blandaðri starfsemi og eru mikið
skuldsett.“
Í því tilviki að staða fyrirtækis
sé slík að 25 prósent niðurfelling
kemur ekki að gagni segir Bene-
dikt að líta megi til þess að skipta
því upp í smærri eining-
ar. Þá verði þau
fýsilegur kost-
ur fyrir fjár-
festa sem ekki
hafa mikið
fjármagn.
„Þar er ég
til dæmis að
tala um félög,
sem hafa verið
inni í sam-
steypum. Tökum
til dæmis 365.
Það getur verið
að einhverjir vilji
kaupa eina og eina
útvarpsstöð, eina
sjónvarpsstöð eða Fréttablaðið;
aðilar sem ráða við að kaupa eina
útvarpsstöð, en ekki heilt fjöl-
miðlaveldi, jafnvel þótt það sé á
lágu verði,“ segir Benedikt.
Byggja þarf upp hlutabréfamarkað
Í erindinu lagði Benedikt áherslu á
að eftir að bankarnir eru búnir að
afgreiða málin eigi nýju fyrirtæk-
in að fara í skráningarferli og leita
eftir fjárfestingum frá erlendum
og innlendum aðilum, þar með
töldum lífeyrissjóðum.
Það þarf að byggja upp hluta-
bréfamarkað hér að nýju,“ segir
hann og leggur áherslu á að hann
sé ekki að leggja til að lífeyrissjóð-
ir fjárfesti í öðrum hlutafélögum
en þeim sem standast kröfur sem
gerðar eru til félaga sem skráð eru
á markað. Rætt hefur verið um að
réttarstaða smærri hluthafa, eins
og lífeyrissjóðanna, hafi verið
bágborin hér á landi fyrir hrun.
Jón Steinsson, hagfræðingur við
Columbia-háskóla, hefur t.d. gagn-
rýnt íslenska hlutafélagalöggjöf
harðlega og sagt hana standa langt
að baki lagaumhverfi viðskiptalífs-
ins í þeim löndum sem Íslendingar
bera sig helst saman við. Benedikt
segir að þessi umræða sé dæmi um
að kreppan hafi haft slæm áhrif
á traust milli manna. Þótt hann
sé að mörgu leyti hallur undir
málflutning Jóns Steinssonar og
Sveins Valfells um Glitnisdóminn
í máli Vilhjálms Bjarnasonar seg-
ist hann ekki hafa kannað málið í
þaula með sama hætti og þeir og
vilji ekki samsinna því að „laga-
umhverfið sé handónýtt“. Sjálf-
sagt séu á því gallar sem þurfi
að laga. „Það er óskaplega vont ef
menn eru svo tortryggnir að það
megi ekkert gera. Eina leiðin til að
gera mistök er að gera ekki neitt.
Þannig náum við okkur ekki út úr
kreppunni.“
FRÉTTAVIÐTAL: Viðskiptalífið bíður eftir bönkunum
Óvissan spillir fyrir rekstrinum
BANKARNIR Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, segir að fólk viti ekki hvaða vinnubrögð bankarnir beiti og óvissan hafi spillt fyrir í rekstrinum.
BENEDIKT Hann hefur
eftir bankamanni með
áratugareynslu að bankar
tapi alltaf meiru á því að
taka fyrirtæki yfir en að
selja þau eða láta þau fara
í þrot. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÉTTAVIÐTAL
PÉTUR GUNNARSSON
peturg@frettabladid.is
Ertu með flensu...
...eða kvef?