Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 30
30 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um
stóriðju
Vissulega er erfitt að kyngja því að íslenskt efnahagslíf hafi hrunið og jafn strembið
að sætta sig við að pólitískir óðagotsmenn sem
leitt hafa þjóð sína í gönur skuli enn ganga
lausir og enn hvetja til sömu töfralausna og
fyrr. Verkin þeirra – græðgisvæðingin, stór-
iðjan, óarðbærar risavirkjanir, sala almenn-
ingseigna og sundrun íslensks samfélags – eru allt
ömurleg dæmi um þekkingar- og dómgreindarleysi og
valdníðslu lítillar klíku.
Erfiðlega gengur líka að fóta sig eftir hrunið. Fáir
eiga þó erfiðara með að hugsa um nýsköpun og nýtt
lýðræðislegt Ísland heldur en tvíeykið sem stýrir
SASÍ, hagfræðingarnir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi
Arnbjörnsson. Þeim virðist fyrirmunað að endurmeta
fornar hagvaxtar- og nýfrjálshyggju hugmyndir sem
lengi hafa vegið að efnahag heimsins, og ekki nóg með
það, heldur eru þær undirrótin að dvínandi gæðum
Jarðar. Lausnarorð SASÍ eru stóriðja, stórfram-
kvæmdir, stórar lausnir í þágu yfirþjóðlegra álfyr-
irtækja og íslensks byggingariðnaðar sem óð áfram
hömlulaust í gróða-ærinu.
Blessunarlega er fleira í boði og víða dásamleg frjó-
semi huga og handa. Í útvarpinu mínu glymja auglýs-
ingar frá Reykjanesbæ frá fyrirtækjum sem styðja
baráttu gegn umhverfisráðherra, Svandísi Svavars-
dóttur. Stóriðjusinnar hér á landi eiga því ekki að venj-
ast að umhverfisráðherra standi vörð um náttúruna;
varðveiti fjöregg þjóðarinnar. Fyrirtækin auglýsa eins
og þau hafi úr nægum sjóðum að ausa; velja fremur
að níða niður ráðherra Íslands fyrir að fara að lands-
lögum heldur en að verja fénu til fátækra, eða styðja
heimabyggðina, Reykjanesbæ, sem rambar á barmi
gjaldþrots vegna óráðsíu í fjármálum eftir að hafa selt
eigur almennings frá sér, jafnvel skólana – í óðagoti
nýfrjálshyggjunnar.
Aðferðin er kunnugleg. Á Austfjörðum var á sínum
tíma smalað í áþekkan kór – maður á mann – með þeim
afleiðingum að gamlir vinir og nágrannar voru útskúf-
aðir fyrir þær sakir að vilja ekki stóriðju og efast um
Kárahnjúkavirkjun. Á Húsavík fengu menn læri-
meistarana austan úr Alcoa-Fjarðaráli líkt og fjanda í
sauðalegg til að kenna þeim þessi framandlegu fanta-
brögð, og nú kunna þeir þau líka.
Allur þessi glundroði nagar rætur samfélagsins
og eflaust er það tilgangurinn. Óhemjukórinn á Suð-
urnesjum er Reykjanesbæ til mikils vansa,
reyndar okkur öllum. Hann ber vott um átak-
anlega málefnafátækt og fráleitt að þessi
fjandsamlegi fyrirtækjahópur auglýsi á kostn-
að hins almenna borgara. En ástæður fyrir
þessum hamagangi eru a.m.k. þrjár.
1) Yfir arðsemi virkjana ríkir leynd. 2)
Orka fyrir álver í Helguvík er fugl í skógi. 3)
Reykjanesbær er að þrotum kominn fjárhags-
lega.
Við þessu þarf að bregðast. Þjóðarbúið má
ekki við því að sólunda fjármunum sínum í
fokdýr stóriðjustörf þar sem orka er ekki einu sinni til
staðar og arðsemisútreikningar þola ekki dagsljósið.
Við þurfum óyggjandi tölur, svartar á hvítu, sem gefa
nákvæmlega til kynna hversu arðbærar eða óarðbær-
ar virkjanir okkar eru í þágu stóriðjunnar. Það er eina
leiðin til að kveða niður svona karlrembukóra. Við
vitum fyrir víst að í besta falli er fjárhagslegur arður
af stóriðju svo lítill að hann skiptir þjóðina sáralitlu;
en líklegra er að bullandi tap sé á þessum hamagangi.
Leyndin á orkuverði gefur það til kynna og fráleitt að
láta Samorku eða Landsvirkjun glamra með arðsemis-
útreikninga eins og pókerspilara sem þykjast hafa góð
spil en sýna þau aldrei. Skammarlegt er fyrir Alþingi
Íslendinga að orkuverð skuli ekki vera opinbert og
að óháðir aðilar reikni ekki út arðsemi virkjana og
stóriðju. Þegar við vitum niðurstöðutölurnar þarf að
spyrja til viðbótar: Er sjálfsagt að fórna jarðmyndun-
um og jarðhitadjásnum komandi kynslóða fyrir ósjálf-
bærar virkjanir? Er vitglóra í frekari eyðileggingu á
vistkerfum fallvatna og hrygningarsvæði þorsks?
Eðlilegt er að spyrja þessara spurninga og jafn
óeðlilegt að halda orkuverði leyndu fyrir þjóðinni og
fullkomlega óábyrgt að ekki skuli liggja fyrir óháð
mat á arðsemi virkjana. Þeim sem ekki treysta þjóð-
inni fyrir þessari vitneskju er sjálfum ekki treystandi
til að stjórna almenningsfyrirtækjum, hvað þá að sitja
á Alþingi Íslendinga.
Við þurfum heiðarlega þingmenn og krafa dags-
ins er að orkuverð til stóriðju verði gert opinbert og
að falslaus úttekt verði gerð á arðsemi virkjana fyrir
stóriðju. Óhemjukórinn sem kyrjar á Suðurnesjum
þarf að vita þetta. Við þurfum öll að vita hvort við
höfum fórnað fjöreggjum fyrir skran og skuldir. En
fyrirtæki sem vanvirða börn og langtíma hagsmuni
þeirra með því að auglýsa dólgslega gegn ráðherra
sem stendur vörð um lífsgæði, almannahag og fegurð
landsins eiga fátt skilið nema vansæmd.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Óhemjukórinn syngur
UMRÆÐAN
Njörður P. Njarðvík
skrifar um stjórnlaga-
þing
Hér í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá
stjórnarfrumvarpi um
stjórnlagaþing, og er þar
einkum tvennt sem vekur
undrun og spurningar. Verksvið
og áhrif.
Samkvæmt frumvarpinu getur
stjórnlagaþing ákveðið að fjalla
um þau atriði sem það sjálft kýs.
Hugsið ykkur hvað stjórnmála-
menn eru góðir við þjóðina! En
svo fylgja auðvitað fyrirmæli
um, hvað skuli raunverulega rætt.
Hvergi er minnst á að semja skuli
nýja stjórnarskrá, heldur kroppa í
hana hér og þar. Þótt auðvitað sé
mikils virði að endurskoða und-
irstöður íslenskrar stjórnskip-
unar. Ekki skal það vanmetið. En
ekki fær stjórnlagaþing að ákveða
sjálft starfshætti sína. Vandlega
er tilgreint hvenær þingið skuli
sitja, í þremur lotum nákvæmlega
tilgreindum, og hvenær það skuli
skila af sér niðurstöðum. Þetta
þing á að kosta skattgreiðendur
allt að 392 milljónum króna. Þar
er allmiklu til kostað, þegar haft
er í huga hversu takmarkað vald
þessu þingi er skammtað.
Í frumvarpinu er nefnilega gert
ráð fyrir að stjórnlagaþing sé
einungis ráðgefandi. Það
á að senda niðurstöður
sínar til Alþingis, þar sem
stjórnmálamenn geta haft
þær að engu. Í því felst í
raun eins konar þegjandi
yfirlýsing þeirra: Þjóð-
in má kjósa stjórnlaga-
þing, en við ráðum. Þjóð-
in má vera ráðgjafi um
lýðræðið, en við ráðum
hvernig því skuli háttað.
Það vald skal þjóðin ekki taka frá
okkur. Við erum að vísu kosnir til
að starfa í umboði þjóðarinnar,
en þegar búið er að kjósa okkur,
þá skal þjóðin starfa samkvæmt
okkar umboði.
Stjórnmálamenn ætlast til þess
að fá að ráða sjálfir sínum eigin
reglum, hvert skuli vera valdsvið
þeirra og valdatakmörk. Þeir ætla
með öðrum orðum að vera yfir-
menn sjálfs sín. Svona er einfalt
að snúa lýðræðinu á hvolf.
Þessu verður þjóðin að mót-
mæla kröftuglega. Stjórnlagaþing
á að starfa í umboði þjóðarinnar,
ekki stjórnmálamanna. Því á ekki
að segja fyrir verkum. Niðurstöð-
ur stjórnlagaþings, nýja stjórnar-
skrá, á að bera undir þjóðina sjálfa
í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðin á að ráða sér sjálf, ekki
láta stjórnmálamenn skammta sér
takmörkuð afskipti af grundvelli
íslenskra stjórnarhátta.
Höfundur er rithöfundur og
prófessor emeritus.
Ráðgefandi þjóð?
UMRÆÐAN
Eygló Harðardóttir og Gunnar
Bragi Sveinsson skrifa um
skuldir heimilanna
Alþingi samþykkti nýlega lög um aðgerðir í þágu einstakl-
inga, heimila og fyrirtækja. Þessi
lög marka að vissu leyti tímamót,
því í fyrsta sinn hefur ríkisstjórn-
in viðurkennt að vandi heimil-
anna í landinu verði ekki leystur
nema með almennum aðgerðum.
Þetta höfum við framsóknarmenn
ásamt fjölmörgum einstaklingum
og félagasamtökum bent á mánuð-
um saman og endurfluttum við á
dögunum þingsályktunartillögu
okkar frá fyrra þingi um almenn-
ar afskriftir höfuðstóls lána.
Ljóst er að þessar aðgerðir
hljóta að vera aðeins fyrsta skref-
ið í aðgerðum til bjargar skuld-
settum heimilum. Ekki er nóg að
taka á greiðslubyrði lánanna. Með
því er aðeins verið að festa í lög
það gríðarlega óréttlæti sem alger
forsendubrestur hefur haft í för
með sér. Taka þarf á skuldabyrð-
inni sjálfri með niðurfærslu höf-
uðstóls. Það er í hæsta máta óeðli-
legt að almenningur, sem tók lán í
samræmi við gildandi lög og regl-
ur, eftir ráðgjöf meintra sérfræð-
inga, skuli einn bera allt það tjón
sem hlotist hefur af misvitri lög-
gjöf, fjársveltum eftirlitsstofnun-
um, andvaraleysi ráðamanna og
ekki síst háskaleik óreiðumanna,
sem margir hverjir hvöttu þenn-
an sama almenning til skuldsetn-
ingarinnar.
Þá er ekki að fullu ljóst hver
áhrif þessarar lagasetning-
ar verða. Óvissan er í raun svo
mikil að fallist var á breytinga-
tillögu þar sem gert er ráð fyrir
að starfshópur verði skipaður sem
hafa skuli eftirlit með framgangi
laganna og grípa inní, m.a. með
tillögur að lagabreytingum ger-
ist þess þörf.
Þrátt fyrir að við höfum, ásamt
fjölmörgum öðrum, bent á nauð-
syn þess að bregðast hratt og
örugglega við greiðsluvanda heim-
ilanna, líta þessi lög fyrst nú dags-
ins ljós, rúmu ári eftir hrun. Ekki
er hægt að kenna um breytingum
í stjórnarráðinu, því Samfylking-
in hefur setið í félagsmálaráðu-
neytinu allan þann tíma. Því sætir
furðu að ekki aðeins hafi tekið
heilt ár að vinna að undirbúningi
almennra aðgerða, heldur ekki
síður að þegar þær koma fram
skuli þær ganga jafn skammt og
raun ber vitni auk þess að bera
þess öll merki að vera lítt ígrund-
aðar og unnar á handahlaupum.
Stofnun um fjármálalæsi, Hags-
munasamtök heimilanna og fleiri
hafa þegar gert alvarlegar athuga-
semdir við hin nýju lög.
Vonandi er sú staðreynd að
félagsmálaráðherra hefur snúist
hugur varðandi almennar aðgerð-
ir til að lækka greiðslubyrði
heimilanna merki um að ríkis-
stjórnin sé loks farin að hlusta.
Mikilvægt og sanngjarnt er að
áfram verði unnið að almenn-
um aðgerðum. Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn hefur viðurkennt að
greiðslujöfnun dugar ekki til og
áætlað að afskrifa þurfi um 600
milljarða króna af lánum heimil-
anna. Sérfræðingar í íbúðalánum
hafa útskýrt hvernig Íbúðalána-
sjóður gæti leikið lykilhlutverk
í nauðsynlegum leiðréttingum á
íbúðalánum, en þær hugmynd-
ir hafa verið kynntar félags- og
tryggingarráðherra án árangurs.
Stjórnvöld verða að fara að hlusta
á þessa sjálfsögðu kröfu, og hætta
að hunsa tilmæli opinberra aðila
eins og talsmanns neytenda og
kröfu almennings um réttlæti og
sanngirni.
Nauðsynlegt er að stíga strax
næstu skref og félagsmálaráð-
herra á nú þegar að kalla til sam-
ráðs baráttuhóp þeirra opinberu
aðila og samtaka sem áherslu hafa
lagt á almenna leiðréttingu höfuð-
stóls lána. Samráð við þessa aðila
verður ekki hunsað lengur því
betur má ef duga skal.
Höfundar eru þingmenn Fram-
sóknarflokksins.
Höfuðstólslækkun
nauðsynleg
GUÐMUNDUR PÁLL
ÓLAFSSON
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
NJÖRÐUR P.
NJARÐVÍK