Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 42
12. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● nærfatnaður & náttföt
Flottar svartar háar blúndunærbuxur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Það var mikil litadýrð á Hot in the city-
undirfatasýningunni á Rosemount
Sydney fashion festival 2009 í Ástralíu.
Karlar og konur sýndu hönnun Holeproof
í Martin Place Collection-sýningarsalnum
við góðar undirtektir. Sýning Holeproof
samanstóð af litríkum, sportlegum undir-
fatnaði, allt upp í svört blúndunærföt
og hnéháa sokka, en Holeproof er einn
vinsælasti fataframleiðandinn í Ástralíu
og á Nýja-Sjálandi. - ag
● KATE MOSS HANNAR NÁTTFÖT FYRIR TOPSHOP Ofur-
fyrirsætan Kate Moss hefur hannað náttfatalínu fyrir Topshop. Línan, sem
er nýkomin í verslanir, samanstendur af silkináttfötum, sloppum, skyrtum
og nærfötum. Moss segist fyrst og fremst hafa hugsað um hvað hana
langaði sjálfri til að eiga þegar hún hannaði línuna og segist alltaf hafa
verið mikill aðdáandi fallegra náttfata.
Hefner með aðalkærustu sinni núverandi, Crystal Harris, og aukakærustunum og
tvíburunum Karissu og Kristinu Shannon. Þær verða stjörnur raunveruleikaþáttaserí-
unnar The Girls Next Door.
Hugh Hefner, bandaríski klám-
kóngurinn og eigandi tímaritsins
Playboy, er þekktur fyrir sinn sér-
stæða fatastíl. Silkisloppurinn og
pípan urðu einkennismerki hans
strax í upphafi ferilsins og hefur
fatasmekkurinn haldist óbreytt-
ur yfir árin.
Frægð Hefners fékk endurnýj-
un lífdaga með raunveruleikaþátt-
unum The Girls Next Door á MTV
þar sem kærustur hans þrjár;
Holly Madison, Bridget Marqu-
ardt og Kendra Wilkinson, voru
í aðalhlutverki. Hann sást hins
vegar reglulega í þáttunum og
þá oftar en ekki í svörtum silkin-
áttfötum, inniskóm og ríkmann-
legum herrasloppi. Þannig líður
honum víst best og vill helst ekki í
öðru vera á heimili sínu, Playboys-
etrinu. Utan heimilisins klæðir
hann sig þó yfir leitt upp á en þó
hefur sést til hans við opinber til-
efni í náttfötunum og sloppnum.
Glæsimaður það. - sg
Í silkináttfötum og
ríkmannlegum sloppi
Fyrirsæt-
urnar sýndu
skemmtilega
litrík nærföt,
hlýraboli og
sokka.
Litagleði,
líf og fjör
Háir sokkar komu vel út við nærbuxur og hlýraboli
með blúndu.
Á sýningu
Holeproof mátti
sjá allar gerðir
af karlmannsnær-
buxum og boxerum
í mismunandi
litum.
20%
afsláttur á meðan birgðir endast!
Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað
þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys
mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem
hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi-
legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði
Kíktu inn á www.metasys.is
Þú færð Metasys í heilsu- og
lyfjaverslunum og heilsuhillum
stórmarkaðanna.
100%
náttúrulegt