Vikan


Vikan - 23.10.1958, Page 11

Vikan - 23.10.1958, Page 11
fæti á móti tveimur með vinstri og hugsar með sér: „Hún er nú ekki sem verst þessi, ljóshærð og hnell- in . . . ég skal svei mér reyna að fá eitthvað út úr kvöldinu . . . en hún er heldur mikið máluð . . . skyldi henni finnast ég vera gamall kall. . . hvað myndi Sigurlína segja, ef hún sæi mig núna. . . það er ljóta djöfuls vesenið að kunna ekki að dansa . . . æ, þar steig ég á tána á henni. . .“ Parið gengur af gólfinu áður en lagið er búið, daman fer snúðugt á undan og litur ekki við manninum, sem hneigir sig svo brakar í mjöðmum. Siggi háseti hefur hringt til tveggja kunningja og boðið þeim heim í herbergi. Nú eru bara tvær vodka eftir og heldur að lifna yfir samkvæminu. Það er rætt um síðustu siglingu . . . Hambörg var það . . . það er nú staður, sem talandi er um... en nú er víst verið að hreinsa eitthvað til í St. Pauli — „fyrir minn smekk var það nú eini staðurinn, sem eitt- livað var varið í. . . eða manstu eftir þessari með staurfótinn, Siggi?“ Bráðum er ekki nema ein vodka eftir „Nú förum við á ball.“ ein vodka, tvær vodka Þú kemur með mér. KLUKKURNAR ganga báðar í ellefu og Isborgarbar- inn að tæmast. Bargestirnir eru búnir að hreiðra um sig í anddyrum verzlana í ná- grenninu, — eitthvað verður að gera til að fá út úr kvöld- inu — og æpa þar að sak- lausum vegfarendum, sem eru að flýta sér heim í hátt- in. Sama sagan á „ranghal- anum“. Þeim, sem ekki tókst að slá fyrir einni og því síð- ur fyrir aðgöngumiða á dansleik, hefur farið að leið- ast innan dyra ... allir sem áttu peninga farnir til að „fínansera“ hver sinn hóp, og því taka þeir sama ráðið og ísborgargestirnir, fara út á götuna og gera sér far um að hrella vegfarendur. Lögreglan er hvergi nærri. Það fjölgar um manninn fyrir framan danshús borgar- innar. Bilana ber að i röðum, skammt frá anddyrinu og einhver viðskipti eiga sér stað, peningar skipta um eig- endur, og tilvonandi ballgest- irnir gýrða sig til áður en stigið er út úr bílnum. Svo er lagt til atlögu. Þeir pískra saman margir hverjir, áður en þeir kaupa miða, sumir hinkra við dálitla stund og biða þess, að einhver kunn- ingjakona láti sjá sig, eiga þá við hana nokkur orða- skipti og biðja hana fyrir böggul inn á ballið. Þegar öllu umstangi er lokið eru miðarnir keyptir — 65 krónur þar plús fata- geymsla. Við dyrnar standa þrír þrekvaxnir menn. Einn þeirra tekur við miðum, hinir tveir standa sinn við hvorn dyrastaf, þannig að ekki fer hjá þvi, að sá sem leið ú inn um dyrnar, strjúkist við annan hvorn þeirra. Svo eiga þeir það líka til að strjúka höndum um maga gestsins, er hann gengur hjá. „Ert þú með nokkuð," segir annar þrekvöxnu mannanna, þegar gestinn ber hjá. „Ég. . . nei, ekkert.“ „Má ég leita á þér,“ spyr hinn jakinn. „Leita... nei, ekki leita á mér.“ Gesturinn hefur verið hik- andi fram að þessu, en nú er allt hik horfið. „Nei, ég þvertek fyrir að Dansar rokk á miðju gólfi. leitað sé á mér.“ „Jæja, vinur, þá ferð þú bara ekkert hér inn.“ „Ég skal svei mér fá eitfhvað út úr kvöldirsu“ Gesturinn sækir enn í sig veðrið, og leitai' í hugskoti sínu eftir ein- hverjum lagastaf, sem mæli svo um, að hann hafi fullan rétt á að fara inn, og dyraverðirnir engan til að meina þonum það. „Ja. . . er hægt að banna mönnum aðgang að opin- berum veitingastað?“ „Þú skalt fá að sjá það, vinur, og ef þú ert með einhver ólæti hér hringjum við á lög- regluna." „Eg heimta að fá aðgang,“ segir nú gesturinn, en fleiri hefur borðið að í þeim svifum, og meðan dyraverðirnir þjarka við gestinn ó- lánssama, sem ekki vill láta leita á sér, sleppa tveir framhjá og ganga rakleitt inn í veitingasalinn. Þeir hlamma sér niður við borð og líta sigri hrósandi hvor á annan. Dansgólfið er ein iðandi kös faðmandi fólks og hvellir smáhlátrar kveða við milli laga. Það heyfist líka hrópað „meiri músík“, „eruð þið allt- af í pásu, eða hvað“, „viltu spila Volare fyrir mig“, og hljómsveitar- YIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.