Vikan


Vikan - 23.10.1958, Síða 23

Vikan - 23.10.1958, Síða 23
Á takmörkunum Frímann hét maður og átti heima á Akureyri. Honum tæmdist allmikill arfur og vildi hann koma peningum sínum fyrir í öruggu og arðbæru fyr- irtæki, en skorti alla reynslu í verzlun og viðskiptmn. Tveir menn voru á staðnum, sem hétu Ölafur og Eggert. Höfðu þeir mikla reynslu í viðskiptum en skorti fé, og varð það úr að þessir þrír menn stofnuðu fyr- irtæki þannig, að Frímann lagði til féð, en þeir reynsluna. Svo fór þó innan tíðar að Ölaf- ur og Eggert stóðu uppi með peningana, en Frímann með reynsluna. Frímann tók sér þetta svo nærri, að hann and- aðist skömmu sðar. Þá var kveðið: Frímanni hló við fallvölt giftan, feigðin sló hann undra skjótt. Ölafur fló hann. Eggert klippti hann, af því dó hann svona fljótt. —O— Eitt sinn var mikilsmetinn iðnaðarmaður á Akureyri, sem frelsaðist og gekk í Hjálpræðis- herinn. Sást hann oft á síð- kvöldum á götum úti, syngjandi hjálpræðishersöngva, spilandi á gítar og haldandi ræður um hjálpræðið. En á daginn stund- aði hann iðn sína af mikilli al- úð og þótti manna dýrseldastur á vinnu sína. Um hann var þetta kveðið: Syngjandi um sálarfrið, safnandi tímans auð, bendandi á himins hlið, hugsandi um daglegt brauð. Sjálfan mig seð ég fyrst sjðan náungann. Ég trúi á Jesúm Krist, ég breyti eins og hann. —O— Jón í Yztafelli er landskunn- ur maður, greindur vel og f jöl- fróður um land og lýð. Þegar hann var ungur maður skemmti hann fólki oft með því að segja ,,ambögur“ og hafði þær oftast til fyrirfram. Eitt sinn var það . í Fellsrétt að haustlagi, að Jón hóf upp rödd sína og sagði: — Heyrið þið, piltar! 1 fyrra vantaði mig af fjalli mókollótta hrútgimbur tjargaða með rauðri blákrít á milli hornanna. —O— Jón var eitt sinn að gera við fjárhúskofa og bar gest að garði. Hitti hann Jón við fjár- húsið, þar sem hann var að höggva til raft. Er þeir höfðu Hefur hvítvoðungurinn sál? Nýfætt barn hefur ekki margt fram yfir yrðlinginn, ef litið er á ytra atferli eitt saman. Ósjálfráð viðbrögð tryggja báðum súrefni og næringu, jafnskjótt og tengslin við móðurlíkamann rofna, en allar hreyf- ingar aðrar eru fálmkenndar og ekki vaxnar lífsbaráttunni. Þróun yrðlings- ins er miklu örari og myndi yfir- gnæfa þroska mannsbarnsins, ef svo héldi áfram sem áhorfist í fyrstu. Því er réttmætt að spyrja: Hefur hvitvoðungurinn sál? Býr í nýfæddu barni vísir að mannlegu viti, vilja og tilfinningum ? Og ef svo er, vex sálin þá af sjálfri sér við sama kost og líkamínn, eða á barnið það undir félagslegu umhverfi sinu, hvort því vaknar sál og hver þroski hennar verður ? Svarið verður að draga af líkum. Vísindamönnum er óleyfilegt að gera tilraunir á manninum nema á mjög takmörkuðu sviði. Þeir geta t. d. ekki einangrað barn um árabil frá mannlegu samfélagi, til þess að at- huga þróun þess, en slík tilraun, gerð á nægilegum fjölda barna, hlyti að leiða í ljós, hver þróun barnsins yrði, ef mannlegra áhrifa nyti ekki við. Ýmsar getgátur eru þó til um þróun mannsbarnsins i slíkri ein- angrun, allar á þá lund, að líkaminn einn myndi þroskast, en engin merki mannlegs sálarlífs koma fram. Þann- ig einangrað myndi barnið aldrei læra að tala, vitsmunalífið myndi ekki vakna, tilfinningarnar verða frumstæðar og viljinn alháður eðlis- heilsast, sagði Jón. — Það er ekki gaman að vanefnaskortin- um, þegar maður verður að kljúfa tvo rafta í einn. —O— Jón var eitt sinn í afmælis- veizlu. Hélt hann ræðu fyrir minni afmælisbamsins og sagði þar, m. a.: — Ég þekki vel af- mælisbarnið. Við erum frændur. Ömmur okkar voru nefnilega bræður. Nei, fyrirgefið þið. Eg ætlaði að segja, að afar okkar hefðu verið systur. —O— Þegar Jón var ungur strákur, sagði hann eitt sinn við móður sína: — Ef þú á annað borð ætlar að gefa hundunum skóf- irnar, mamma, þá láttu mig sitja fýrir þeim. —O— f Morgunblaðinu stóð einu sinni eftirfarandi auglýsing: „Pastor O. J. Olsen flytur fyrir- lestur í Aðventkirkjunni næst- komandi laugardagskvöld kl. 8V2 um endurkomu Krists. Með drifi á öllum hjólum.“ hvötunum. Fyrir nokkrum árum náð- ust börn, sem úlfynjur höfðu rænt og fætt upp. Frá unga aldri höfðu þau lifað i úlfahjörð og samið sig i öllu að hátterni úlfa, t. d. að ganga á fjórum fótum, urra og ýlfra, en sýna enga sálræna hræringu, sem einkennir mann. Samkvæmt þessari reynslu virðist nýfætt barn því ekki hafa sál, sem þroskist án örvandi áhrifa mannlegs umhverfis. Samt efar engin móðir, sem lítur í augu barns sins, að það hafi mann- lega sál. Hún ræður það af viðbrögð- um barnsins við atlotum hennar. Aðeins fárra vikna gamalt endur- geldur barnið bros móður sinnar á þann hátt, að um ótvíræða sálræna hræringu er að ræða. Fyrsta bros barnsins er að vísu fábrotin tjáning, en opnar okkur þó sýn ipn í marg- brotna sálræna tilveru. Með vaxandi þroska barnsins öðlast bros þess fyllri merkingu og verður um leið nákvæmari tjáning sálrænna kennda. Mannsbrosið er furðulega marg- rætt. Engin tjáning er margbrotnari að málinu undanskildu, sem er í senn fjölslungnasta tjáning og sköp- un mannsandans. Brosið lýkur upp fyrir okkiu' víð- ernum sálarlífsins, vekur okkur hug- boð um þann f jölbreytilega heim, sem dylst bak við hvert enni. Brosið er mannleg tjáning, háð mannlegu umhverfi. Yrðlingurinn brosir ekki. Brosið er engri lífveru gefið nema manninum. Það er aðals- merki hans og hefur hann hátt yfir allar lífverur aðrar. Sú staðreynd er mikilvæg, að mannleg tjáning barns kemur aðeins fram í mannlegu samfélagi og fyrir áhrif þess. Hvítvoðungurinn hefur sál, en liún vaknar og kemst til sjálfs sín að- eins við yl mannlegs skilnings og atlœtis. Af þessari líknarþörf barnsins vex foreldrum mikilvægt hlutverk. Sál barnsins er næm á öll áhrif mannlegs umhverfis. Orð, gerðir og jafnvel dulið hugarfar foreldranna læsa sig djúpt inn í vitund ómálga barns og ráða að sínu leyti sálrænni þróun þess. Ef þau eru óholl, beina þau sálarlífi barnsins inn á ranga braut, án þess að foreldrar verði þess vör f tæka tíð. 1 fyrstu virðist skekkjan mjög lítilvæg, svo að hún vekur ekki eftirtekt eða þykir meinlaus og jafn- vel skemmtileg. En þegar frá líður verður hún uggvænleg og veldur árekstrum. Ef skip þitt víkur tvær gráður frá réttri stefnu, gætir þess lítt um sinn, en eftir langa siglingu strandar þú, þar sem þig uggði sízt. Líkar verða afleiðingarnar af þró- unarskekkju mannssálarinnar. Við gefum henni e. t. v. ekki gaum, fyrr en hún birtist í leti nemandans, í af- brotum unglingsins, í áfengisástríðu æskumannsins. En hvar varð skekkj- an í leiðarreikningi okkar? Á okkar dögum stefnir hugur manns út á við. Síðan manninum tókst að leysa úr læðingi reginorku efniskjarnans, dreymir hann mn geimfarir til fjarlægra hnatta og sólkerfa. Furður tækninnar vekja honum hrifning og geig í senn. I hrifningu sinni gleymist honum oft að líta inn í þá aflstöð, þar sem und- ur tækninnar verða til: mannshug- ann sjálfan. Langt er til mánans, lengra til næsta sólkerfis, þó er mannshugurinn miklu dýpri. Sterk- ar eru þær sagðar eldflaugarnar, sem þeyta gerfitunglum út fyrir gufuhvolf jarðar; miklu ægilegri öfl byltast þó í mannssálinni. 1 henni fléttast saman þeir strengir, sem sterkastir eru og viðkvæmastir. Fyrir því þarf maðurinn að staldra við og skyggnast inn í regindjúp sinnar eig- in sálar. Þar skin leiðarstjarna hans Sú nauðsyn á sinn rétt einnig í uppeldisstarfi foreldranna. Það skilja margir um seinan. Margir foreldrar álita, að auðvelt sé að leiðrétta ranga þróun barns og unglings, án þess að hirða um þau áhrif umhverfisins, sem barnið er stöðugt háð. Sú skoð- un er röng. Eins og sálrænt sam- ræmi, sem leiðir til öryggiskenndar, atorku og góðrar hegðunar, þróast með barninu frá fyrstu bernsku, þannig á ósamræmið, sem leiðir ungl- inginn I ógöngur, einnig djúpar ræt- ur og langa þróun. Fjöldi barna rat- ai í erfiðleika, sem vaxið hafa méð- fram af rangri afstöðu foreldranna. Slíkum börnum verður ekki hjálpað, nema afstaða foreldra breytist um leið. Mannsbarnið á lengri uppvaxtar- tíð en afkvæmi annarra lífvera, enda vex það upp í flóknara og andstæðufyllra umhverfi. Foreldrum er það því hin mesta nauðsyn, að vita nokkur skil á sálarlífi barnsins og þróun þess, en jafnframt á þeim erfiðleikum, sem barnið mætir á þróunarferli sínum í nútíma þjóð- félagi. Um þetta er foreldraþættinum ætl- ,að að fjalla. Reynt verður að opna lesendum sýn inn í sálarlíf barnsins, skýra á einfaldan hátt frá mikilvæg- um atriðum í þróun þess og fletta ofan af þeim erfiðleikum, sem barn- inu geta vaxið af hugarfari og að- stæðum foreldranna og af samfélags- þróun nútímans. Raddir úr lesenda- hópi eru okkur kærkomnar og munu eftir föngum fá rúm í þættinum. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.