Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 5
SIRA JAKOB JOIMSSOIM:
Friða rh öfð i ngi n n
. •
-
1
þjónar friðarins
,,Dýrð sje Chiði i upphceöum,
og friður á jörðu með þeim mönnum,
er liann hefir velþóknun á“.
(Lúk. 2, 14)
Friðarverðlaun.
Belgiski munkurinn Georges
Pire hefir fengið friðarverðlaun
Nóbels. Næstur á undan hon-
um fjekk Albert Schweitser
þessi verðlaun. Annar er kaþ-
ólskur munkur, hinn frjáls-
lyndur, lútherskur guðfræðing-
ur og læknir. Annar hefir látið
sjer annt um flóttamenn í Evr-
ópu, hinn um svertingja í Afr-
íku, auk þess sem hann hefir
látið mjög til sin heyra, í þeim
tilgangi að vara þjóðirnar við
atóm-styrjöld. Báðir eru þeir
framkvæmdamenn, í þágu friðar
á jörðunni. Báðir finna þeir
hvöt hjá sjer til að þjóna hinum
þjáðu, og byggja upp heilbrigt
mannlíf á jörðu hjer.
Friðarhöfðinginn.
Hver hefir haft áhrif á þessa
menn ? f einu orði sagt: KRIST-
UR. Hann er uppsprettan, sem
þeir hafa ausið af. Því verð-
ur ekki á móti mælt, að það er
kenning Krists og eftirdæmi,
sem hefir knúið þessa menn til
að vera þjóna friðarins. Hann er
friðarhöfðinginn, sem kallar þá
til starfsins. Eins og ljósið fær
næringu sína af kertinu, þannig
hefir sá logi kærleikans, er
brennur í brjósti slíkra manna,
fengið sína næringu frá friðar-
höfðingjanum, Jesú frá Naza-
ret.
Hvaða friðarverðlaun fær
Jesús frá Nazaret?
Sjálfsagt þykir þeim Pire og
Schweitser og öðnnn slíkum
mönnum vænt um þá viðurkenn-
ingu, sem felst í friðarverðlaun-
unum. En vænna þykir þeim
vafalaust um, að eiga samherja
víðsvegar um heiminn, sem
vinna í sama anda og þeir. Veit-
ing friðarverðlaunanna og há-
tíðahöld í því sambandi eru hins
vegar eðlilegur þakklætisvottur
af mannanna hálfu. En er þá
ekki rökrjett og eðlilegt að
votta honum heiður og þökk,
sem hefir gert þessa menn að
því, sem þeir eru. — Væri það
ekki undarlegur hugsimarhátt-
ur, ef vjer vildum heiðra þjóna
friðarins, en ljetum eins og
friðarhöfðinginn væri ekki til?
Sem betur fer hugsar hinn
kristni heimm’ ekki þannig.
Fæðingarhátíð Krists, jólin, og
aðrai' kristnar hátíðir og helg-
ar eiga rót sína að rekja til
þess, að lærisveinar. hans og
vinir vilja heiðra starf hans.
Friðarhátíðia.
Jóla-hátíðin á einnig annan
tilgang en þann að minnast
þess, að Jesús fæddist á jörð-
ina. Hún er einnig haldin til
þess, að fleiri og fleiri geti orð-
ið fyrir áhrifum af honum, —
því að sá er munurinn á honum
og þjónum hans, að hann starf-
ar ekki aðeins um nokkurra
ára bil á jörðinni, heldur svarar
bænum mannanna öld eftir öM.
Þjónarnir verðskulda þökk, en
hann sjálfur tilbeiðslu, því að
hann er guðdómleg vera með
guðlegu valdi og kærleika. Sum-
ir tala um jólin með fyrirlitn-
ingu, og segja, að jólin sjeu
eitthvað allt annað en þau eiga
að vera. En hver getur bannað
þjer að eiga sönn jól, ef þú vilt ?
Þú ert frjáls að því að fara til
messu, lesa jólaguðspjallið,
biðjast fyrir, og þú er frjáls
að því að gleðja aðra. Hvað sem
menn segja, hafa heilög jól
alltaf áhrif á þá, sem taka þátt
í þeim. Jólin eru eins og dýr-
indis ljósakróna, sem ghtrar af
gulli og gimsteinum, en það,
sem gefur henni gildi sitt, er
þó ekki skrautið og viðhöfnin,
heldur ljósið, sem í henni skín,
En það ljós er áhrif Krists
sjálfs, — hin sömu áhrif og
friðarvinirnir höfðu orðið fyrir.
Þjónn friðarins
Til eru styrjaldir, sem ekki
eru heimsstyrjaldir. Allsstaðar
eru árekstrar, á heimilum, inn-
an stjetta, meðal samstarfs-
manna og nágranna. Það er því
allstaðar þörf fyrir þjóna frið-
arins og kærleikans. Ef þú á
annað borð vilt velja þjer það
hlutskifti að vera í hópi þeirra,
sem vinna að friði, hvað er þá
eðlilegra, en að þú leitir þeirra
áhrifa, sem Pire og Schweitser
urðu fyrir. Það er ekki víst,
að þú fáir önnur friðarverðlaun
en þau, sem fólgin eru í þjón-
ustunni sjálfri, en þau eiga að
nægja þjer. Gerðu það að bæn
þinni á þessum jólum, að frið-
arhöfðinginn hafi þau áhrif á
hugsun þína og breytni, að
einnig þú verðir friðarins þjónn
— á þínum stað.
GLEÐILEG JÓL!
VIKAN
5