Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 8
1 öflÉtl ■■ ;y:' ■:%%%%' WSmm -;í? . . . Íí I ' ( v - a -smm 1 a & Ú0W/ 1 ilWflo j||il ■ ■ • . - AHUGI manna fyrir húsagerðarlist getur verið af margvíslegum toga spunninn og beinzt að hinum ólíkustu þáttum þeirrar list- greinar. Langstærstui' mun sá hópui’ vera, sem hallast einkum að mannahibýlum og öllu, sem þar að lýtur og er það ofur skiljanlegt. Allir hafa þörf fyrir- húsaskjól og flestir vilja hafa sem fegurst og hentugast húsakynni, hver eftir sín- um smekk. Þegar því sleppir þá eru það opinberar bygg- ingar ýmsar, sem hópar manna hafa sameinast um að reisa til að gegna hinum óteljandi hlut- verkum, sem samfélagið þarfnast. Tilgangurinn getur verið margskonar þegar málunum er þannig háttað. Nægir t. d. að benda á þegar byggt er í von um f járhagslegan hagnað eingöngu —■ í öðrum tilfellum ráða þar mörgu háleitar hugsjónir mannlegar, þjóðfélagslegar og trúarlegar. Kirkjubyggingar eru gott dæmi um það síðast- nefnda og væri ekki úr vegi að við skyggndumst aftur til fortíðarinnar i því sambandi og þá aftur til miðalda. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafa verið reist eins vegleg hús guði til dýrðar eins og einmitt á þejrn tíma og ef miðað er við allar ytri að- stæður finnst okkur það ganga kraftaverki næst. Sá andi sem staðið hefur að baki þessara verka á sér ekkert sambærilegt meðal okkar í dag. Enginn mætti skilja orð mín svo að verið væri að kosta rýrð á það, sem gert er á okkar tímum. Við reisum orkuver, skýjakljúfa og jafnvel heil- ar borgir, svo að segja I einu vetfangi en að baki því liggja miklu „veraldlegri" ástæður ef svo mætti að oi'ði komast. Við Islendingar þekkjum lítið til gotneskrar listar. Engin bygging er til í þeim stíl hér á landi og er það algjör undantekning frá öllum öðrum Evrópulöndum. Skýringin á þessu er fyrst og fremst landfræðileg einangrun okkar á þessu tímabili, fólksfæð, fátækt og efnisleysi. Pleira mætti eflaust tína til svo sem ólik menningartengsl o. fl. En við megum þó vel við una, hvað okkar skerf til miðaldamenningar snertir. Meðan aðrar þjóðir ortu heilar hljómkviður í stein, festum við á skinn ódauðlegar bókmenntir. Andinn var sá sami en tjáningarform Og efni gjörólíkt. GOTNESK byggingarlist á uppruna sinn að rekja, til Frakklands. Saga hennar er tal- in hefjast árið 1140, þegar Sugerius ábóti lét hefjast handa um endurbyggingu og stækkun grafarkapellu Frakklandskonunga í St. Dennis, skammt frá París. Síðan breiddist þessi stíll út um alla Evrópu, fyrst til Englands og síðar til Þýzkalands. — Þróun hans varð mjög ör og er 13. öldin blóma- skeið hans. Þetta er því samtímis Sturlungaöld hér á landi. 1 Dómkirkjan í Chartres (Hjartrósarborg) 1194—1260 Frakklandi. Þarna er að finna hina fegurstu kirkjuglugga, sem um getur. 2 Notre-Dame í París 1163—1235, vesturhlið. 3 Dómkirkjan í Bourges, Frakklandi (1172—1270). Hinar fimm höfuðdyr. 4 Þrír dýrlingar (Char- tres). 5 Kristsmynd (Le Beau Dieu) Amiens 1215—1236. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.