Vikan - 04.12.1958, Page 10
Skuggahlið unglingavinnunnar
Hin mikla vinna barna og unglinga
utan heimilis er sérstætt íslenzkt
fyrirbæri. Hjá fjölda barna er hún
beint framhald af útigangsuppeld-
inUj sem ég ræddi um í síðasta þætti.
En hún nær líka til barna, sem vel
eru hirt, og telst til góðra siða. Þegar
dýpra er skyggnzt, koma þó skugga-
hliðarnar fram.
er ákafinn í peningana, hið þindar-
lausa kapphlaup milli þénustu og
gengishruns.
Peningarnir eru afl þeirra hluta,
sem gera skal. Það gildir einnig, þó
að barn eigi i hlut. lslenzk börn og
unglingar hafa mikil fjárráð, svo að
bæði foreldrum og börnum með öðr-
um þjóðum myndi ofbjóða, ef þau
vissu. Foreldrum finnst það að von-
þjóðar önnur eins fjárráð og á Is-
landi. Þau vekja hjá henni þarfir og
leiða hana út í nautnir, sem ekki
hæfa aldri hennar. Hjá menningar-
þjóðum, sem eiga sér sterka upp-
eldishefð, hefir skólaæskan svo að
kalla engan pening til frjálsrar ráð-
stöfunar, hún vinnur ekki fyrir kaupi,
en fær hjá foreldrum sinum hús-
næði, fæði, klæði og skólabækur. Við
Þau unnu í hraðfrystihúsi. Flest tuggðu þau gúmmí og
mörg hinna eldri reyktu.
BarniÖ í hraðfrystihúsinu.
Það var fyrir rúmum áratug, að
ég tók fyrst í alvöru eftir barnavinn-
unni hér á landi. Ég dvaldi þá nokkra
daga í útgerðarbæ og ætlaði að ná
í eldri skólabörn til rannsóknar. Það
reyndist þó torvelt. Þau voru öll í
fiskinum. 32g mætti þeim, þegar þau
skruppu heim i mat. Þau voru föl
og þreytuleg, með rauða hvarma og
votan gljaá í augurium. Þau unnu
í. hraðfrystihúsum staðarins, mörg
höfðu gert það síðan skóla lauk um
vorið. Flest tuggðu þau gúmmí, og
mörg hinna eldri reyktu.
Ég slangraði stundum með þeim á
vinnustað, himdi á planinu og andaði
að mér kæfandi ýldulyktinni, lét kald-
an rakan ódauninn síjast inn í föt og
húð. Heilbrigðiseftirlit með börnun-
um? Nei, verkstjórinn vissi ekki til
þess. Aftur á móti væri hér fisk-
matsmaður.
Síðan hefi ég fylgzt með fréttum
af því hvaðanæva af landinu, að
skólarnir fella niður kennslu til þess
að börn og unglingar geti notað sér
atvinnuna. En þess hefi ég hvergi
séð getið, að haft væri sérstakt eftir-
lit með hollustuháttum þessarar
barnavinnu. Hún á að helgast af
uppeldisgildi starfsins.
Ofþreytan æsir nautnafíkn.
1 raun er þetta starf fremur snautt
að uppeldisgildi. Það er einhæft,
erfitt, óhreinlegt, óreglubundið og fer
fram í óhrjálegu umhverfi. Langvar-
andi þreyta og innislen liggur þungt
eins og blý í limum barnanna. Þeim
líður illa, finnst þau alltaf vanta
eitthvað, og þau reyna að sefa van-
líðan sina með tyggigúmmí, sælgæti,
tóbaki og loks grípa margir furðu
snemma til áfengis til þess að hrista
af sér þyngslin um stund. Nærri má
geta, hvort þau skortir fordæmi hjá
eldri vinnufélögum.
Þreytan úr hraðfrystihúsinu fylgir
barninu í skólann, og í mollulofti
kennsiustofunnar verður hún ásækn-
ari. Þreyttu barni sækist námið seint
og það fær oftar ávítur en hrós fyrir.
Þá gerir það sinn samanburð: Vinn-
an í hraðfrystihúsinu gaf þó eitthvað
í aðra htind, en þetta tilgangslausa
skólastagl. — Og þegar barnið opnar
fyrir útvarpið heima, heyrir það
landsþekktan mann: Æskuna burt
úr eyðimörk skólans til lífsins í fram-
leiðslustörfunum! Afnemið skóla-
skylduna!
Sívaxandi peningaþörf.
Hin rétta ástæða barnavinnunnar
um ekki nema sanngjarnt, að barnið
fái að njóta þeirra f jármuna,' sem
það vann sér inn með miklu erfiði.
Við það bætist, að við höfum svo lít-
inn tíma til þess að sinna börnunum
og fylgjast með áhugamálum þeirra,
að við erum guðs fegin, ef barnið
getur séð um sig sjálft, og við gef-
um því jafnvel peninga fyrir skemmt-
un utan heimilis til þess eins að losna
við truflandi nærveru þess. Að drepa
tímann, það kostar peninga. Þannig
komast börnin smám saman á bragð-
ið. Hjá börnum, sem þar að auki
hneigast lítt til náms og hafa jafn-
vel andúð á skólanum, snýst hin ó-
þroskaða hugsun alltaf meir og meir
um það, sem það gæti veitt sér
fyrir peninga: sælgæti, bíóferðir,
vindlinga, áfengi, skellinöðrur, leigu-
bíla o. s. frv., og hvernig það gæti
aflað sér peninga fyrir öllu þessu.
Hvergi hefir skólaæska heillar
slík skilyrði beinist hugur æskunn-
ar seint að fjármálum; þau liggja
utan við áhugasvið hennar. An djúp-
tækra breytinga í ytri lifsháttum vex
barnið yfir í unglingsaldurinn. Það
hefir tóm til þess að þroskast í sin-
um áhyggjulausu bernsku- og æsku-
draumum. Hjá æsku, sem þannig vex
upp I samræmi við innra þróunarlög-
mál sitt, getur ofdrykkja unglinga
aldrei orðið vandamál í skólum, né
heldur tíðkast þar hið frónska fyrir-
bæri, að unglingsstúlkur sitji há-
vanfærar á skólabekkjum. Hjá okkur
aftur á móti eru unglingsárin að
hverfa úr þróunarferli æskunnar.
Barnið er allt í einu „fullorðið“, með
þarfir, tekjur og venjur hins full-
orðna manns. 16 ára gamall getur
drengurinn verið orðinn ofdrykkju-
maður eða faðir!
Auðvitað eru fjölmargir ungling-
ar svo vel gerðir til sálar og líkama,
Foreldrum og öðrmn er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úrlausnar á þeim vandamál-
um er þeir kunna að stríða við.
Höfundur þáttarins mun leitast
við að leysa vandræði allra er til
hans leita.
Öll bréf sem þættinum eru
send skulu stíluð til Vikunnar,
pósthólf 149. XJmslagið merkt:
„Foreldraþáttur“.
að tekjur og fjárráð rugla ekki þró-
un þeirra. Og mörgum hefir sumar-
vinnan opnað leið til áframhaldandi
náms. En til þess þarf forsjá og að-
hald foreldranna. Þau þurfa að vera
honum meira en fjárhaldsmenn að
nafni til. Annars geta rífleg fjárráð
lokað námsbrautinni fyrir barni
þeirra. Þau eiga að standa gegn
því, að hálfvaxnir unglingar drag-
ist miskunnarlaust inn í kapphlaup-
ið milli tekna og eyðslu.
Á það skortir víða. Alltof margir
unglingar hafa sumarkaup sitt sem
vasapeninga til frjálsrar ráðstöfunar,
en fá allar nauðsynjar endurgjalds-
laust hjá foreldrum sínum. Því ræð-
ur margur skóladrengur yfir ríflegra
skotsilfri en faðir hans. Þá er hætt
við, að hann kunni sér ekki hóf, en
venji sig á nautnir og skemmtanir,
sem ekki hæfa aldri hans, og sé fyrr
en varir kominn út í eyðslu, sem hann
fær ekki staðið undir á heiðarlegan
hátt.
Hér á landi er þjófnaður meðal
barna og unglinga alltíður. Megin-
orsökin er hvorki illt innræti né
skortur brýnustu nauðsynja, enda
leiðast börn úr öllum stéttum út i
þennan vanda. En þau hafa öll eitt
sameiginlegt auðkenni: gengdarlausa
peningaþörf, seni rekur þau út i
þjófnaðinn.
Þegar eðlileg þróun æskunnar
ti'uflast, opnast glapstigir og afbrota-
leiðir.
Það er tímabært að við hugleiðum
ráð til þess að stöðva mannfórnir
okkar í þetta mammonsgin.
10
VIKAN