Vikan


Vikan - 04.12.1958, Side 14

Vikan - 04.12.1958, Side 14
Jólaþrautir og heilabrot >»>»»»:♦»»»»»:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»: Leikur fyrir tvo Getur þú miðað rétt? Heldurðu, aS þú sért sæmileg skytta? Reyndu þá getu þína á þessari þraut. Þú átt að draga sex línur frá einni hlið til annarrar. Engin af þeim ltnum, sem þú dregur má koma við punktana, sem eru í ferhyrn- ingnum. Þegar þú hefur dregið iinurnar, verður þú svo og að hafa af- markað með þeim 22 fleti innan I ferhyrningnum. Geturðu það? — Það tekur þig eflaust tímakom að finna þetta út. Lausnina er að finna á öðrum stað hér á siðunni. Vatnalilja Hver var sá seki? Það hafði verið framinn þjófn- aður i húsinu og næsta dag kom lögreglan til þess að yfirheyra þrjár persónur, sem grimaðar voru um glæpinn. Nú getur þú reynt dug þinn, sem leynilögreglu- maður og dregið ályktanir af svörum þeim, sem þessar þrjár persónur gáfu lögreglumanninum. Bilstjórinn sagði: „Herbergið mitt er yfir bílskúmum. 1 gær- kveldi ók ég á útibíó klukkan átta. Eftir það fór ég og fékk mér öl á veitingahúsi, en siðan fór ég heim og var háttaður klukkan eitt." Þjónninn sagði: „I gærkveldi sat ég og las í bók. Eg las til siðunnar númer 100, en setti síð- an bókamerkið mitt á milli síðu 100 og 101. Að svo búnu gekk ég til sængur klukkann 11. Þjónustustúlkan sagði: „Eg átti mjög erfiðan dag í gær og- var svo þreytt, að ég fór að sofa klukkan tíu, enda sofnaði ég strax. Eg vaknaði ekki fyrr en klukkan 11 i morgun, þegar klukkan hringdi. Það var svo þegar ég kom á fætur, að ég tók eftir því, að hér höfðu verið þjófar um nóttina." Prú Lilja ber nafn sitt með rentu, þar eð hún hefur mikið yndi af öllum liljublómum. Hún gróðursetti,' dag einn, vatnalilju í stóra biómsturpottinn, sem hún hafði í garði sínum. Henni til mikillar undrunar tvöfaldaðist stærð plöntunnar dag hvern, unz 23. daginn, er hún fyllti alveg út í pottinn. Hve langan tíma tók það vatna- liljuna að fylla hálfan pottinn? •uuipod UBjiyq unq tjllXj i3ap BjsnSnjjnj y :j.vag Hundrað síðurnar Hugsaðu þér að þú hafir bók, sem er 100 síður að lengd. Á hvaða blaði er þá síða 49? Hugsaðu þig vel um áður en þú svarar þessu. Svar: Síða 49 er á blaði 25. •sujoas IIJ JsifiS'ei upq fiB ‘Jijja punjs -nqqniq fiBuqBA unq tfijoq pcj ‘XI 9 Bunqqniq jmjs uriq jjbh IpSuuq UBqqniq jbSoc[ ‘IX uuqqnpi U9 jjXj fiBuqBA ri[>[3 So njj ub -qqnm bjos fiB fiUBj Ifijaq upq fiB ‘ifiSss UBqitjjsnjsnu9f<j :usnv7 Klipptu út teikninguna hér fyrir ofan og límdu hana á pappa. Þegar límið er orðið þurrt, skaltu klippa út hringina og ferhyrningana, sem eru undir myndinni. Þessi útklipptu tákn eru mennimir, sem eiga að keppa um að komast i mark. Látið hringina í þrjá efstu hringmynduðu reitina á myndinni, en ferhymingana í þrjá ferhyrndu reitina neðst á myndinni. Eins og þú sérð eru reitirnir tengdir saman með línum. Sá sem á leikinn ferðast með sinn mann frá reitnum, sem hann er á til næsta reits sömu lögunar, án þess að fara út af línunni. Þess ber að gæta, að hringmyndaður maður má aðeins standa á hringmynduðum reit. Og fer- hyrndur maður aðeins á ferhyrndum reit. Pjóra reiti, sem eru hring- laga með svörtum ferhyrníng utan um sig, mega þó báðir leikmenn nota. Biksvörtu reitirnir eru mark mannanna. Sá leikmanna, sem er á undan að koma öllum sínum mönnum í mark, sigrar. Margar ólíkar lausnir eru á spili þessu. Þess vegna skaltu hefjast handa nú þegar, svo þær verði þér kunnar fyrst. Hundrað hænur Hundrað hænur verpa hundrað eggjum á einum klukkutíma og fjörutíu mínútum. Hve langan tíma tekur það sjö hænur að verpa sjö eggjum ? Hér er reiknað með að allar hænurnar gefi sér jafn langan tíma til þess að verpa. •jnjtjuiui nijnjpfj So punjsnqqnpt bujh :uvag Heilabrot i. Jón er þrisvar sinnum eldri en Páll og tveim árum eldri en Pét- ur. Allir til samans eru þeir 2 ár- um eldri en Jóhanna. Ef lagður er saman aldur bræðra'nna hvers um sig í öðru veldi og 3 dregnir frá, kemur út áttfaldur aldur Jó- hönnu. Hvað gömul er hún? U. 1 vínskápnum er 21 vínflaska, en af þeim eru 7 tómar, 7 hálf- fullar og aðeins 7 alveg fullar. Hvemig á ég að skipta þeim milll 3 manna, svo að hver þeirra fái jafnmargar flöskur, jafnmikið vín, án þess að hella dropa á milli flaskanna? Svör einhvers staðar i blaðinu. 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.