Vikan - 04.12.1958, Page 19
ég vissi að það er ekki til
verri glæpur á íslandi en að
skrifa bækur svo ég sagði
þeim, að mér hefði verið
falið að telja pokana. Það
létu þeir sér vel lika, en
undruðust samvizkusemi
mína í þessu embætti.
Það er eins og þetta sé
meir en litið innlegg í
flatningsborðsdeilu þeirra
Jónasar Árnasonar frá því
í fyrra.
Já, flatningsborðsdeilan.
Þar voru nú báðir aðilar
dálítið einstrengingslegir.
Það er enginn leið að gefa
upp neinar formúlur um
svona nokkuð. Og fjarstætt
er það nauðsynlegt fyrir
rithöfund að stunda endilega
r.jóróðra eða landbúnaðar-
störf. Samband höfundarins
\ið lífið cins og þeir kom-
ast að orði finnst mér vera
svo sjálfsagður hlutur. Það
er ekki nokkur leið að
sneiða hjá því — það er
ails staðar.
Auðvitað verður hver og
einn að leysa þetta eftir
sínu höfði. Við höfum átt
höfunda úr öllum stéttum.
Náttúrlega hefur bóndi t, d.
betri aðstöðu til að skrifa
en verkamaður, sem bund-
inn er sínum skipulagða
vinnutima. Hinn getur farið
frá þegar ho'num býður svo
við að horfa og látið það
svo koma niður á sér með
því að vinna frameftir
r.æsta dag.
Já, erum við ekki komnir
þarna að annari spurningu,
sem máli skiptir. Heldurðu
að hin aukna skipulagning
nútímans sé í andstöðu við
listamanninn eða þvert á
móti hægt að skipuleggja
listamanninn í þágu þjóð-
félagsins ?
Listamaðurinn hlýtur
alltaf að vera í eðli sínu
upp á móti þjóðfélaginu —
hann hlýtur fyrst og fremst
að vera bundinn því, sem
hann telur satt en ekki hinu,
sem þjóðfélagið telur satt.
Hann er í sjálfu sér einstak-
lingshyggjumaður. Allar
tilraunir til að skipuleggja
hann eru dæmdar til að
mistakast.
Ég man ekki eftir því að
neinn gagnrýnandinn hafi
komið að þvi, að bók mín
„Sá fordæmdi" er ekki fyrst
og fremst sagnfræði heldur
skrifuð gegn því pólitíska
ofstæki sem nú er ríkjandi
og samúðarleysinu. Því
hver maður hefur eitthvað
sér til ágætis þegar hann
er skoðaður með vinsemd.
Og talið berst aftur að
stöðu rithöfundarins og
snýst nú um listamanna-
laun m. a.
Hugmyndir verða til hvar sem er
HVERNIG fer það saman
að stunda skrifstofu-
störf og tónsmíðar? eða
leiktjaldamálun? Háir það
þér ekki að þurfa að
skenkja skrifstofunni kjarn-
ann úr deginum ?
— Þvi er til að svara, að
um af minni innri þörf en
útfærslu tjaldanna gæti ég
ekki innt af hendi vegna
atvinnu minnar annarsstað-
ar.
Meðal annarra orða, fyrst
við erum að rabba um skipt-
ingu starfs þessa sem á
einsog ég hef áður tekið
fram í öðru blaðaviðtali,
að mig minnir, þá reyni ég
aldrei að komponera. Hins-
vegar detta í mig lagstúfar
af og til og þá engu síður
við daglegt staf heldur en
annarsstaðar.
Um leiktjaldamálningu
er sama að segja að hug-
myndirnar geta orðið til
hvar sem maður er. Eigi
maður hinsvegar að starfa
við að mála ieiktjöld, ekki
aðeins að skapa þau, á það
ekki lengur samleið með
annarri atvinnu.
Til dæmis geri ég eftir
vinnutimann í skrifstofunni
oft frumdrög að leiktjöld-
ensku er kallað Theatrical
design, það er sköpun tjalda
og Theatrical painting sem
er útfærsla þeirra, þætti
mér vænt um að þú eða les-
endur Vikunnar gætu fundið
orð sem næðu yfir þessi
hugtök, þar sem við notum
orðið leiktjaldamálun um
hvorttveggja svo óskylt sem
það er.
— Mundir þú ekki heldur
vilja helga þig alveg listinni
eða hefurðu þetta lag á
vegna tilbreytingarinnar ?
— Að sjálfsögðu hefði
ég helzt kosið að gefa mig
óskiptan að því starfi sem
ég í upphafi ætlaði mér
Framhald á bls. 27.
Líklega er enginn stétt
önnur en rithöfundar sem
mundi láta bjóða sér annað
eins, segir Kristján. Hvað
heldurðu til dæmis að
verkamenn segðu ef þeir
væru flokkaðir í gæðaflokka
og hefðu mismunandi kaup
eftir því. Það er afar erfitt
að fá listamenn til að vinna
saman um kjaramál sín —
kannski eru þeir svona mikl-
ir einstaklingshyggjumenn.
Þú ert þá kannski á móti
úthlutun listamannalauna
yfirleitt ?
Já, eiginlega. Að minnsta
Ivosti í því formi sem nú er
á.
Eg er því fylgjandi að
rithöfundar vinni fyrir sér
með öðru en ritstörfum eins
cg óg sagði í upphafi. Það
verður alltaf fyllra líf.
FERDABÓK
ÞorvaldurThoroddsen
Fyrsta bindi hinnar nýju útgáfu af Ferðabók
Þorvaldar Thoroddsen er komið út.
Eins og allir vita ferðaðist t>. Th. um þvert og endilangt*
landið á árunum 1882—1898 og rannsakaði hæði byggðir og
óbyggðir. Á ferðum sínum ritaði hann ýtarlega dagbók og
eftir dagbókum sínum ritaði hann síðar skýrslur og frásagnir'
,af ferðum sínum og birti jafnóðum í Andvara. Síðar, eftir að
hann var hættur ferðum, tók hann Andvara-þætti sína til
meðferðar og ritaði ferðabók í 4 stórum bindum, sem prentuð
var I Kbh. á árunum 1913—15 í mjög litlu upplagi.
Þessi ferðabók er stórmerkt rit og ein hin yfirgripsmesta
lýsing á landi voru og þjóð, sem rituð hefur verið og er enn
í fullu gildi. Auk Ferðabókarinnar ritaði í>. Th. mörg önnur
stór og merkileg rit, svo sem Lýsingu Islands í 4 bindum,
Landfræðissögu íslands einnig í 4 bindum. Auk þess ritaði
hann á þýzku stórar bækur um Island auk fjölda smærri
bóka og aragrúa ritgerða á ýmsum málum.
í fyrsta bindi Ferðabókar sinnar segir í>. Th. frá ferðum
sinum um Austurland 1882, um Suðurland 1883, Grímseyjar-
för og ferð um ódáðahraun og Mývatnssveit 1884.
Jón Eyþórsson veðurfræðingur hefur séð um hina nýju út-
gáfu og unnið það verk af mikilli vandvirkni. — Bindið er
rúmar 400 bls., bundið í svart og rautt rexin-band og kostar
kr. 235.00. Bókin er send gegn póstkröfu hvert á land sem
er án burðargjalds og póstkröfukostnaðar.
Enginn bókamaður né bókasafn getur látið Ferðabók I»or-
valdar Thoroddsens fara fram hjá sér.
Sniibjornlíótissím&Cb.h.f
VIKAN
19