Vikan - 04.12.1958, Síða 31
Dagbók frá Litla-Hrauni
Framhald af bls. 28.
mjög vænt um heimsókn þessara get á engan hátt imyndað mér hvað
manna, þvi það eru ekki of margir
sem muna eftir manni í gegnum þessi
svallár, en þessir piltar mundu mig
og mun ég ávallt minnast þess með
þakklæti. Hér er nú rætt mjög um
að margir fangar séu í þann veginn
að fara og er ekki gott að vita hvað
hæft er i þessu. 1 kvöld fékk ég póst-
kort frá bróður mínum, en hann er
um þessar mundir erlendis.
20 /8 Enginn viðburður verður
hér öðrum fremri, til rösk-
unar á hinu formfasta fangalífi. Hér
eru stöðugt á kreiki sögur um losanir
og náðanir. Algengt er og að menn
telji sig hafa dreymt fyrir brottför
þessa eða hins. Semsagt hér snýst
allt um að fá lausn frá þessum stað.
Ég hefi nú i dag setið við og spilað
póker, og virðist mér sem einskonar
poker alda gangi hér yfir. Menn spila
upp á sígarettur og gefst það oft vel.
Mér var í kvöld færður diskur fullur
af ávöxtum og þeyttum rjóma, þetta
var rausnargjöf frá þeim G.. og S ..
21/8 Ekkert, nema óvenju mikil
leiðindi sóttu að mér í dag.
Því hefi ég verið mjög í leiðu skapi.
22/8 1 dag bárust okkur þær
fregnir, að brátt mundi
J .. V.. verða látinn laus. Við sam-
fangar hans getum ekki annað en
glaðst með J.., því hann var hér
hverjum manni hugljúfur og margan
hátt hinn ágætasti félagi. Hinsvegar
opnar þessi frétt augu manna fyrir
öllum þeim ósóma og spillingu er svo
mjög setur svip sinn á dómsmál og
raunar margfalt fleiri i opinberu lífi.
Það mun áreiðanlega einsdæmi að
fangi skuli með slæmri hegðun geta
fengið sér til handa fullkomið frelsi.
Hér er því nú slegið föstu, að fram
fari nú heljar mikil losun er standi í
sambandi við útvíkkun landhelginnar.
Mér var t. d. sagt í dag að fimmtán
fangar mundu verða látnir lausir
strax upp úr fyrsta september. Mér
finnst nú sem einhver doði hljóti að
hafa færst yfir framvindu málanna a.
m. k. finnst mér það firnum sæta að
ekki skuli ég frétta neitt um ástand
eður horfur þessara brýnustu fram-
faramála mínum. Ég bið og vona hið
bezta og vænti að þá muni þessu
skuggatímabili senn lokið.
23/8 Laugardagur er í dag, og
fremur leiðinlegt veður,
rigningarsuddi og stormur. Veðursins
vegna var hér ekkert unnið. Dagur-
inn leið að mestu við pókerspil og
spjall.
24/8 1 dag er sunnudagur og
bjart og fagurt veður.
Mikið nokkuð var um heimsóknir í
dag, ég fékk þó enga þeirra fremur
en vant er. Hér er enn mjög rætt um
stórfelldar losanir í sambandi við land-
helgismálið. Ég þykist hafa góðar
heimildir fyrir því að þá muni a. m. k.
nokkrir fangar fá lausn. Hvort ég er
þar á meðal veit ég ekki, en vona þó
að svo sé. Enda þótt lausnarvon mín
sé mjög veik, kvíði ég strax fyrir því
að losna. Eg hefi ekki minnstu hug-
mynd um hvað um mig verður. Von-
andi rætist úr því með Guðs hjálp.
25/8 Afbragðs gott veður hefur
verið hér í dag, og fangar
allir við vinnu. Ég var mikið úti við
í dag og naut hins fagra veðurs. Ekk-
ert skeði hér í dag sem markvert get-
ur talist. Ég er nú orðinn í meira
Iagi langeygur um að nokkuð raun-
hæft gerist í mínum málum. Ég er
nú búinn að veri hér innilokaður í
rúma fimm mánuði, og stöðugt hafa
mér verið gefin vilyrði fyrir losun. Ég
veldur slíkum seinagangi á málum
mínum. Mér finnst a. m. k. réttara
af fólki mínu að gera mér ekki
vonir um losun án þess að hafa þar
nokkra vissu fyrir.
28/8 Ekkert skeður hér, sífellt
sömu döpru og vonlausu
dagarnir. Ég er nú mjög uggandi
vegna þess að nú er liðinn nærri mán-
uður síðan ég hefi fengið bréf að
heiman. Ég finn með sjálfum mér að
ekki muni líða á löngu þar til ég
missi stjórn á sjálfum mér. Þvi þolin-
mæði mín er ekki takmarkalaus og
hér er oft erfitt að sitja á sér horf-
andi uppá hverskyns afglöp og órétt-
læti er framið nær daglega. Veður er
1 dag fremur leiðinlegt rigningar-
suddi. Og hafa fangarnir allir verið
inni við í dag.
29/8 1 dag er hið fegursta veð-
ur, hvítalogn og skafheið-
ríkt. Enn er hér mjög rætt um að
stórfelld lausn muni vera i aðsigi. Eng-
in vissa er þó fyrir þessum sögum
enda þótt ekki væri ósennilegt að rétt
reyndist, því nú er nokkuð langt síðan
maður hefur losnað héðan. Ég er
þessa dagana i miður góðu sálar-
ástandi, óvissa og veik von um lausn
hafa mjög óheppileg áhrif á sálarlif
mitt. Ég býst við að þrátt fyrir allar
vonir og fyrirheit muni ég ekki losna
héðan i bráð. Ég álít að nú sé mjög
slæmur andi ríkjandi fanga á meðal
og þætti mér ekki ósennilegt að draga
kynni til nokkurra tíðinda ef ástandið
helzt óbreytt. Það hlýtur að teljast
stórmerkilegt að ekki skuli vera hér
meira um árekstra en raun bera vitni,
þvi hér er öll stjórn og starfræksla
með einstökum endemishætti.
30/8 Mikil ólga hefur verið hér
á meðal fanga í dag. Rétt
um kl. átta kom hér upp eldur sem
þó varð fljótlega slökktur. Ég fæ ekki
skilið að lengra verði komist í hvers-
kyns óstjórn hér á þessum stað, og
finnst mér furðulegt að hið opinbera
skuli láta mál þessi með öllu afskipta-
laus. Það hlýtur að teljast í meira
lagi varhugavert að hafa hér marga
tugi ungra manna, sem ratað hafa út
á þessa ógæfubraut í fullkomnu á-
byrgðarleysi þar sem andi haturs og
misyndis ræður ríkjum. Vissulega mim
hér enginn maður breytast til hins
betra, því vistin gefur sannarlega ekki
tilefni til annars en haturs á samfélag-
inu og þeim sem ábyrgð bera á allri
þessai-i óstjórn sem hvergi mun eiga
sér líka. Veður er í dag milt og gott.
Taugar mínar og sálarlíf allt er í mol-
um og veit ég ekki hve lengi ég held
þetta út.
1/9 I dag fögnum við hér sem
og allir Islendingar aðrir
útfærslu landhelginnar. Dagur þessi
var annars mjög ömurlegur fyrir
fangana, því við vorum allir lokaðir
inni. Og veit víst enginn hvers vegna
gripið var til þeirrar ráðstöfunar. —
Ólga er hér nú mikil á meðal fanga og
má hér eftir búast við öllu því versta.
Ég er mjög undrandi yfir því að
mér skuli ekki enn hafa borist neinar
fréttir að heiman. Ég er nú mjög
slappur á taugum og á mjög erfitt
með að valda penna, vegna þess hve
skjálfhentur ég er.
4/9 Dagur þessi var mjög
ánægjulegur fyrir mig, því
bæði S . . og T . . hringdu hingað aust-
ur og spurðu um líðan mina og hegðun
og báðu mig um að vera rólegan því
ég mundi losna mjög bráðlega. Þessar
fréttir vekja hjá mér einlægan fögnuð,
því ég hefi fengið mig fullsaddan á
dvölinni hér og bíð því með ofvæni
Framh. á bls. J/3
STOFNSETT 1919
K R I S T J A N
SIGGEIRSSON
VIKAN
31