Vikan


Vikan - 04.12.1958, Side 34

Vikan - 04.12.1958, Side 34
Samt var hann allur eins og á nálum. Hann slökkti ljósið, til að láta ekki sjá sig, en stóð í gættinni. Hann heyrði greinilega, að lykillinn var tekinn niður af naglan- um, þar sem hann hékk jafnan, að þvi er frú Rinquet hafði sagt honum og stungið varlega í skráargatið. Svo var þögn. Hvað voru þau að gera þarna niðri? Voru þau í faðmlögum? Nú voru þau á leiðinni upp stigann. Þau gengu mjög hljóðlega. Colette var á undan og leiddi mann, sem á eftir henni gekk. Hún leit snöggvast á dyrnar á herbergi Gilles, en sá hann ekki. Hann sá þau hverfa fyrir hornið og inn í vinstri álmu hússins. Honum var svo órótt, hann vissi ekki vel hvað hann var að gera. Hann læddist berfættur að herbergi Colette. Hann vissi, að þau voru bæði þarna inni. Hvað gat hann uppgötvað meira? Og auk þess: hvað kom honum þetta við? Hann sá ljósrák undir hurðinni og heyrði hljóðskraf fyrir innan. Það er bezt fyrir mig að fara að hátta, sagði hann við sjálfan sig. En hann gerði það samt ekki. Hann var kyrr og var þó á nálum um, að dyrnar kynnu að verða opnaðar þá og þegar. Loks var hann orðinn uppgefinn. Hann reyndi að telja slögin, þegar klukkan á Saint Sauveur sló, en gat ekki greint, hversu mörg þau voru. Var klukkan ellefu eða tólf? Hann var ekki viss inn það Hann rölti aftur til herbergis síns leiður og vonsvikinn og fleygði sér í rúmið. Hann gat ekki sofnað strax. Ótal myndir svifu fyrir sjónir honum. Hann sá stúlkuna á hafnarbakkanum og piltinn í móbrúna her- mannabúningnum. Svo sá hann gilda fótleggi Jaja í svörtum sokkum með rauðum sokkaböndum og loks Gérardine frænku, sem bar umönnun fyrir honum, eins og hann væri lítill skóladrengur. Hann var dapur í skapí. Honum virtist hann skyndilega hafa misst fótfestu og að hann væri eins og vogrek. Síðast brá fyrir hugsjónir hans trúð einum, sem þau höfðu séð i ungverskum paðreimi, en þegar þessi trúður var kominn í búning sinn, hafði hann verið mjög líkur Hervineau málaflutningsmannl. Hann hafði meira að segja haft álíka kaldhæðnislegan málróm. Hann var á mótum draums og veruleika. Ef einhver kæmi nú og hlustaði við dyr hans, til að vita, hvort hann væri einn og svæfi? Hann hratt myndinni af trúðleikaranum úr huga sér og tók að hlusta eftir því hvort hann heyrði nokkuð hljóð. Og allt í einu var eins og hjarta hans stanzaði. Hann glaðvakn- aði og hafði það á vitundinni, að einhver væri inni í herberginu rétt hjá honum. Eitthvað hafði hreyft sig. Enhver virtist hafa dottið um kistuna, sem var í herberginu. Hann hafði aldrei borðið á sér skammbyssu og var hræddur við það. Það sló út um hann köldum svita og hann stóð á öndinni. Hann var að brjóta heilann um, hvar kveikjarinn væri. Hann mundi það ekki. Ef þetta væri innbrotsþjófur, kæmi allt fyrir ekki, hvort eð væri. Og þótt hann kallaði á hjálp gat hann ekki vænzt neinnar hjálpar. Innbrotsþjófurinn mundi hafa nógan tíma til að drepa hann. Hann bjóst við hægri kyrkingu. Hann var sannfærður um, að hann væri ekki að dreyma. Hann var sannfærður um, að dyr höfðu verið opnaðar, sennilega þær, sem lágu inn í herbergi Octave frænda. Allt í einu raknaði hann við sér, herti upp hugann og barði frá sér með hnefanum. Hann heyrði brothljóð. Þetta, sem fyi’ir honum varð, var lampi, sem Gérardine frænka hafði komið með að heiman frá sér, af þvi að honum hafði þótt hann svo fallegur. Hann varð svo hræddur við brothljóðið, að hann spratt á fætur. Hann sá ljósglætu undir hurðinni. Hann langaði til að vita, hver værir þama á ferðinni. Hann hljóp í áttina til dyrnanna, en rak sig þá á stól. Hann meiddi sig svo, að hann gat ekki varizt því að hljóða upp. Ó, ó, ó....! Hann varð þess þó að minnsta kosti fullviss, að þetta var vaka, en ekkl draumur. Þegar hann opnaði dyrnar á herbergi frænda síns, var ljós þar, en það var slökkt á augabragði, áður en hann hafði tíma til að sjá nokk- uð. 1 myrkrinu heyrði hann hratt fótatak. Svor var dyrunum, sem lágu fram í ganginn, skellt aftur. Gilles varð aftur úr. Hann var ekki nógu kunnugur. Hann varð að þreifa fyrir sér. Þegar hann komst fram í ganginn, var enginn sýnilegur þar, enda þótt þar brynnu ennþá ljós. — Hver .er þar? hrópaði hann svo hátt að bergmálaði um allan ganginn. Það var ekkert svar. Dauðaþögn. — Hver er þar? Hann gekk eftir ganginum, fór inn í vinstri álmuna og gekk að dyrum Colette. Hann hafði ekki hugrekki til að drepa á dyrnar. Þegar hann koma aftur til baka, kom frú Rinquet á móti honum ofan stigann frá háaloftinu. Hún var ber- fætt og í svartri kápu utan yfir náttkjólinn. VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.