Vikan - 04.12.1958, Side 35
- Hvað gengur á ?
— ®g veit það ekki . . . Ég þóttist heyra
eitthvað.
Hún kveikti ljósið í herbergi Gilles og sá, að
borðlampinn var i molum.
Eftir öllu að dæma hafið þér valdið hávaðanum
sjálfur. Gangið þér oft í svefni?
Hann svaraði ekki þegar í stað. Hann glennti
upp augun og horfði á plötuna á kommóðunni.
Hann saknaði lykilsins að öryggishólfinu, en hann
hafði verið meðal þeirra hluta, sem hann hafði
tekið úr vösum sinum og lagt á kommóðuborðið.
Að lokum svaraði hann fjarhuga:
—- Ég veit það ekki.
— Á ég að færa yður eitthvað heitt að drekka ?
— Nei, þakka yður fyrir. Hafið engar áhyggj-
ur af mér.
— Líður yður vel nú? Ef svo er, ætla ég að
fara í rúmið aftur.
Hann reyndi að brosa.
— Já, það er allt í lagi. Mér þykir fyrir þessu.
Um leið og hún var farin, gekk hann út að
glugganum. Bíllinn var þar ennþá og framljósin
voru slökkt. Maðurinn gat ekki verið farinn.
Hann var án efa enn þá í húsinu, sennilega í
herbergi Colettes og var að bíða eftir því, að
Gilles sofnaði aftur.
— Það er annar lykill í Frakklandsbanka,
heyrði hann sjálfan sig segja hátt.
Því næst endurtók hann:
— Vegna hvers? Vegna hvers? Vegna hvers?
Honum leið illa, eins og þegar hann var með
timburmennina eftir veizluna hjá Plantel. Hann
átti erfitt með að verjast gráti.
- Ég mun standa hér við gluggann í alla
nótt, ef nauðsyn krefur. Ég verð að sjá hann. Eg
verð að fá að vita, hver þetta er.
En hann fékk aldrei að sjá hann. Þegar hann
vaknaði um morguninn, var hann í rúmi sínu.
Hann hafði orðið uppgefinn um nóttina og skrið-
ið í rúmið.
Einn af öðrum runnu Mauvosinvagnarnir út úr
skýlinu, út í svart morgunloftið á Ursuline-hafnar-
garðinum, en þá var bíll næturgestsins horfinn.
Það skeði enginn atburður þennan dag, sem
nokkra þýðingu hafði í sjálfu sér. En afleið-
ingar þeirra allra til samans urðu svo miklar,
að þær urðu ógleymanlegar í lífi Gilles Mauvoi-
sin.
Til dæmis var veðrið fremur drungalegt. Hann
heyrði margskonar hljóð, einkum frá skipslúðr-
unum. Þetta minnti Gilles á Þrándheim og
aðrar norrænar hafnarborgir, þegar hann vakn-
aði í einhverju litlu gistihúsi og sjaldnast í því
sama, en þó var allt alltaf eins.
Þegar hann leit í spegilinn i svarta og gyllta
rammanum, var hann þynnri á vangann en nokkru
sinni áður og andlitsdrættirnir dýpri. En hann
var laus við kvefið. Þreyta og viðburðir nætur-
innar var rist í hvern andlitsdrátt. Augun voru
hálflukt og milli augnalokanna glytti í dökk sjá-
öldrin.
Hann opnaði gömlu ferðatöskuna sína — hann
átti tvær nýjar, sem hann geymdi í það, sem
hann hafði keypt sér á staðnum — og skoðaði
farangur sinn, eins og hann hafði gert í svo
mörgum framandi gististöðum, og stakk nokkr-
um myndum inn undii' spegilumgerðina. Á komm-
óðuna lét hann súkkulaðiöskjur, sem móðui' hans
höfðu einu sinni gefnar, en hann hafði alltaf
notað til að geyma bindi í og ýmsa aðra hluti,
þar á meðal austurlenzkt hálsknýti, sem hafði
verið keypt hjá kinverskum skransala . . .
Hinn ytri heimur hvarf honum. Húsið á Ursu-
lines-hafnargarðinum hvarf í móðu. Aðeins þetta
herbergi var eftir og Gilles sjálfur. La Rochelle
var aðeins landslag, sem hann sá í umgerð glugg-
ans: díki, hluti af hafnargarði, tveir turnar lengi'a
burtu, við mynni hafnarinnar og til vinstri var
glugginn á herbergi Colettes, en hlerarnir höfðu
ekki enn þá verið teknir frá glugganum.
Hann roðnaði, þegar Gérardine frænka ruddist
inn. Og hann varð undrandi, þegar hún horfði á
hann ásökunaraugum.
— Þú hefur skipt um herbergi.
Gilles varð feiminn við. Þó reyndi hann að láta
sem ekkert væri, en hann skorti dii-fsku í mál-
róminn.
Já, sagði hann. — Mér geðjast betur að
þessu herbergi og ég ætla að hagræða öllu hér
inni eftir eigin geðþótta.
— En . . . en ég hef sent Bob skeyti til Parísar
og beðið hann að koma hingað með vin sinn,
sem er sérfræðingur i innanhússkreytingum, og
við höfum ákveðið . . .
— Ég vil heldur haga því eftir eigin geðþótta,
þakka þér fyrir.
Þetta var fyrsta sprengjan, sem hann varpaði
meðal þessa fólks. Aðferð hans var mjög kurteis-
leg, allt að því undirgefnisleg, en það lék enginn
vafi á þeirri staðreynd, að hann hafði tekið á-
kvörðun.
— Hvernig gekk í gærkveldi? Ég á við það,
hvernig samkomulagið var milli þín og þessa
kvenmanns ?
— Ágætt.
— Fékkstu sæmilegan mat?
— Frú Rinquet er framúrskarandi matreiðslu-
kona.
— Hvað sagði hún?
Hver? Frú Rinquet?
Nei. Frænkan.
— Ekkert sérstakt.
Hann lézt ekki sjá að Géradine Eloi virtist
mjög skelfd.
— Meðal annarra orða. Þú ert boðinn i há-
degisverð til herra Plantels. Hann langar til að
segja þér ýmislegt um kaupsýslu frænda þins,
þeirri kaupsýslu, sem þú átt nú að taka við.
Hann svaraði kurteislega, en ákveðið:
•— Viltu segja herra Plantel, að ég geti ekki
komið til hádegisverðar. Ég er talsvert þreyttur
í dag og auk þess hef ég öðrum hnöppum að
hneppa .
— Jæja, ég get hjálpað þér. Þú veizt það,
Gilles, að ég vil allt fyrir þig gera. Og stúlk-
urnar líka. Þeim leizt strax vel á þig. Og ég
veit að Bob verður strax vinur þinn.
Ég býst við því, sagði Gilles.
Hvað ætlarðu að gera fram að hádeginu?
Það er erfitt að segja, Gérardine frænka
. . . ekkert, sem vert er um að tala . . . ég hef
átt svo annrikt síðan ég kom, að ég þarfnast
hvíldar.
Ei' frú Rinquet búin að vökva blómin ?
Ég veit það ekki.
Gérardine fór og vökvaði blómin sjálf.
— Hvað segiiðu þá um að borða hádegisverð
heima hjá mér? Aðeins með fjölskyldunni.
Nei, þakka þér fyrir, Gérardine frænka.
Ég ætla að borða hérna heima.
— Hvenær fæ ég að sjá þig aftúr?
Á morgun, ef það hentar þér. En vertu
ekki að hafa fyrir því að koma. Ég skal lita
inn til þín. Það er að segja, ef þú hefur ekkert
á móti því.
Þegar hún fór, vai' hún mjög áhyggjufull.
Og símtalið, sem hún átti við Plantel, þegar hún
kom heim, kom hinum síðarnefnda í þungt skap
það sem eftir var dagsins.
En um Gilles er það að segja, að hann fór
niður á fyrstu hæð og gekk hægt frá einu her-
bergi til annars og kannaði allt. Hann valdi sér
gamla skrifstofu, bókaskáp og tvo ramma, sem
hann ætlaði að láta myndirnar af foreldrum
sínum í.
— Frú Rinquet. Vilduð þér gera svo vel og
hjálpa mér snöggvast ?
Hún virtist bæði undrandi og áhyggjufull, þeg-
ar hún gekk á eftir honum niður sigann.
— Ef þér ætlið að færa til húsgögnin, hvers
vegna fáið þér þá ekki vagnviðgerðarmennina
til þess?
— Ég vil heldur gera það sjálfur.
— Þegar hún kom upp aftur leit hún á
myndirnar af foreldrum hans og því næst á
Gilles. Þá fyrst fór það að renna upp fyrir henni,
að hann var allur annar en hann sýndist og hún
spurði vingjarnlega.
— Er það nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir
yður? Það eru nokkrar fallegai' gólfábreiður
niðri.
Þau fóru bæði niður og hann valdi eina. 1
stiganum mætti hann frænku, sem var eins og
brákaður reyr I sorgarbúningi sínum með svarta
blæju fyrir andlitinu.
Jólamarkaður
Bókhlöðunnar
Leikföng
Lisur - Litir j|
Litabœkur 9
Jólaskraut
^ Jóla bönd^^^
Jólapappir 9
Jólakortl
Frimerki !
Og auövitad allar
jólabœkurnar
BOKHLAÐAN
Laugavegi 47 Sími 16031
\'IKAN
35