Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 30.00
l.HEFTI 1960 5. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓN EYÞORSSON
FLOSl H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27. SÍMI 15131
Eftirmæli vetrar 1959/60
Meðan VEÐRIÐ er ekki nema misserisrit, er vel til fallið að láta hvert hefti
hyrja á eftirmælum liðins vetrar eða sumars í stuttu rnáli.
Síðasti vetur mun komast nærri því að mega heita öndvegisvelur, eins og
stundum er komizt að orði í annálum, þ. e. mildur, snjóléttur til landsins og
gæftasamur við sjávarsíðuna. Einkum var þorrinn eftirminnilega mildur og
skakviðralítill.
Til Jjess að átta sig á veðráttunni í aðaldráttum, er gott að hafa nokkrar
tölur til hliðsjónar og bera þa:r saman við tilsvarandi meðallagstölur, en það eru
30 ára meðaltöl á árabilinu 1901—1930.
Hér fara þá á eftir mánaðameðaltöl síðasta vetrar á tveimur stöðum, norðan
lands og sunnan. Til samanburðar eru settar meðallagstölur sömu staða og loks
vik frá meðallagi í hverjum mánuði.
Vetrarmisserið telst hér frá veturnóttum til sumarmála, eða því sem næst
nóv.—apríl. Októbermánuður er hér tekinn með, en hann tilheyrir í raun og
veru sumarmisserinu.
Reykjavik okt. nóv. des. jan. febr. marz april
Meðallagshiti 4.2 1.0 -5-1.1 -t-0.6 -5-0.3 0.3 2.4
1959/60 7.7 1.3 0.0 1.7 -4-1.4 3.2 4.6
Vik f. meðall. + 3.5 +0.3 + 1.1 +2.3 -5-1.1 +2.9 +2.2
Akureyri
Meðallagshiti 2.5 -h0.8 -5-2.0 -5-2.4 -7-2.1 -4-1.7 0.8
1959/60 6.7 0.1 -r-1.2 -t-0.7 -4-2.2 0.4 3.1
Vik f. meðall. +4.2 +0.9 +0.8 + 1.7 -5-0.1 +2.1 +2.3
Allir mánuðirnir hafa því verið fyrir ofan nteðallag nema febrúar. Janúar-
mánuður er sérlega mildur, 2.3° yfir meðallag í Reykjavík og 1.7° á Akureyri.
Ef litið er á úrkomuna, mælda í millimetrum, verður þetta upp á teningunum:
VEÐRIÐ — 3'