Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 24
magnið verður minnst snemma kvölds eftir heita og þurra daga, meðan að- streymi vatnsins frá rótunum hefur ekki nema að takmörkuðu Ieyti bætt upp hina miklu útgufun yfir daginn. Mest verður vatnsinnihaldið við sólarupprás, því að þá er langt síðan útguíun hætti, en aðstreymi vatns frá rótunum hefur aftur haldið áfram alla nóttina, svo framarlega sem tréð er ekki orðið alveg rakaþrungið áður. Áhrif þessa vatnsmagns eru þó tiltölulega meiri á þvkkt ár- hringa en á lengd árssprota. Stafar það af því, að viður þrútnar margfalt meira þvert á árhringana en á langveginn við aukinn raka. Sjálfur vöxturinn, jrurrefnisaukningin, ætti að vera mestur Jiegar mestur er hraðinn á safastraumnum, sem flytur næringu til vaxtarstaðanna. En ætla má, að sá straumur sé því meiri sem hringrásin er almennt örari í trénu og |)á um leið vatnsstraumurinn frá rótunum. Þann vatnsstraum má því tiota sem mæli- kvarða á vöxtinn, en hann verður mestur, jregar tréð er hvað þurrast, snemma kvölds. Lágmarki ætti sjálíur vöxturinn að ná rétt um sólarupprás, einmitt þegar tréð er orðið sem næst því að vera þrungið af raka eftir nóttina. Strax eftir sólaruppkomuna fer svo vöxturinn að örvast að nýju. í ljósi þessarar skýringar skulum við nú líta aflur á lengdarbreytingu árs- sprotans yfir sólarhringinn. Frá sólarupprás fram að kl. 12 er að vísu raunveru- legur vöxtur í sprotanum, þurrefnisaukning, en vegna Jiess að vatnið í trénu er að minnka við vaxandi útgufun, styttist sprotinn af Jjeim sökum, og lætur mjög nærri, að sú stytting vegi á móti hinum raunverulega vexti. Um kl. 12 fer vöxt- ur að vega meira en þurrkun. Um kl. 17 er vatnið í trénu orðið hvað minnst eftir þurrkinn, og eftir það fer sprotinn því að lengjast með vaxandi hraða vegna vatnsinnihalds eingöngu. En auk þess er á þessum tíma hvað örastur vökvastraumurinn í trénu og þar með raunverulegur vöxtur. Þetta samanlagt veldur Jjví, að lengdaraukning árssprotans verður mest um kl. 20, en fer síðan að minnka, allt fram yfir sólarupprás. Lítum svo á árhringinn. Miðað við þurrefnisaukninguna, sjálfan vöxtinn, hefur vatnsinnihaldið hér margfalt meiri áhrif en í árssprotanum, og getur það skýrt út þann eðlismun, sem er á vaxtarlínuriti árhringa og árssprota. / TÖLUM TALIÐ. „Ef Jjú getur mælt það, sem Jui ert að tala um og táknað Jiað með tölum, þá veiztu nokkuð um það, annars er þekking þín á viðfangsefninu ófullkomin og í molum.“ Svo mælti Kelvin lávarður. í aljrýðlegu tímariti, eins og VEÐRINU, er J>ó ekki vist að þetta gildi. En margir liafa samt gaman af tölum og formúlum, og vegna þeirra skal nú reynt að reikna út áhrif útgufunar og aðstreymis á trén. Ætti þá að koma betur í ljós, hvort röksemdafærslan hér á undan fær staðizt. Aðferðin verður þá Jjessi. Við finnum fyrst hvernig reikna má meðalútgufun á hverjum tíma dagsins út frá veðurathugunum. Þessu næst finnum við hvernig aðstreymið frá rótunum fylgir útgufuninni eftir. Af því sjáurn við aftur bæði það, hve mikið vatnsinnihald trésins er á hverjum tíma og eins, hve ört að- 24 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: