Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 4
Reykjavik okt. nóv. des. jan. febr. marz apríl
Meðallag 90 96 98 103 87 75 61
1959/60 166 44 78 59 37 72 76
Vik f. meðall. + 76 + 52 --20 --44 --50 --3 + 15
Akureyri
Meðallag 56 46 57 43 34 36 31
1959/60 38 97 43 18 56 49 35
Vik f. meðall. -e-18 +51 -—14 H-25 + 22 + 13 +4
í október er úrkomusamt sunnan lands, en síðan er veturinn óvenjulega
þurrviðrasamur fram í apríl. Á Akureyri er úrkoma hins vegar í meira lagi
flesta mánuðina, og sérstaklega er nóvembermánuður áberandi með 51 mm úr-
komu fram yfir meðallag.
Nú segja svona meðaltöl ekki mikið um sjálft tíðarfarið eða hversu hagstætt
það er mönnum og málleysingjum. Þótt hiti sé yfir meðallag, getur verið svo
umhleypinga- og skakviðrasamt, að skepnur haldist ekki á haga, vegir séu hálf-
ófærir vegna svellalaga og sjósókn nýtist illa. Snögg skaðaveður geta gengið yfir,
án þess að þau marki mikil spor í meðaltölum mánaðarins. Af slíkum veðrum
berast fréttir í blöðum, og athugunarmenn Veðurstofunnar geta jieirra stuttlega
í skýrslum sínum.
Eftirminnilegasta áhlaupsveður vetrarins var norðanhríðin, sem geisaði á Norð-
urlandi dagana 8.—11. nóvember, eða nærri þrjá sólarhringa. Að undanförnu
hafði verið SV-átt með votviðri sunnan lands en öndvegistíð fyrir norðan. Hinn
8. urðu snögg umskipti, svo minnisverð að full ástæða er til að rekja nánar orsak-
ir þeirra og aðdraganda.
Áhlaupið orsakaðist af djúpri lægð, sem kom vestan frá Labradorskaga, dýpk-
aði ört á leiðinni og fór austur með suðurströnd íslands, en stöðvaðist að
heita mátti út af Austfjörðum og olli því þrálátri N-átt um allt land.
Mynd af veðurkorti kl. 6 að morgni h. 8. nóv. sýnir jafnframt feril lægðar-
innar, en til þess að sjá hraða á klst. og dýpt á hverjum tíma er eftirfarandi tafla:
Dag Kl. Staður lœgðarmiðju Loftvog Breyting millibar Hraði km á klst.
Ld. 7. 06 57°N 55 °W 993 - —
— 12 58°— 1 o 00 985 -- 8 75
— 18 o o o 1 37°— 978 -- 7 120
— 24 1 o CM O 25°— 960 --18 130
Sd. 8. 06 63°N 20°W 950 H-10 55
— 12 ! o 15°— 953 + 3 50
— ’ 18 65°— 12°— 953 0 35
— 24 66°— 10°- 954 + 1 20
4 --- VEÐRIÐ