Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 19
Á myndinni á þessari síðu sést
lægð, sem var um 600 km vestur
af írlandi 2. apríl. í lægðar-
miðju er stórt skúrasvæði, eins
og stundum verður í gömlum
Jægðum, en utan um mikinn
hluta hennar vefst skýrt afmark-
að skýjabelti. Hluti þess sézt of-
an til, líkt og ör í laginu, og
aftur í hægra horni myndarinn-
ar að neðan.
Veðurkortið svarar til mynd-
arinnar eftir því sem næst verð-
ur komizt, en nær þó heldur
lengra austur, svo að regnsvæð-
ið sést samfellt hægra megin á
myndinni.
Myndir þessar eru teknar úr
grein eftir Harry Wexler og
Sigmund Fritz í timaritinu
Science. Með þeirri grein eru
fimm aðrar Tiros-myndir, m. a.
sú, sem birt er á kápusíðu. Er
hún af lægð yfir Kyrrahafi. Höf-
undarnir benda á, að skýjamynd-
anir lægða séu nokkuð ófíkar
yfir höfum og löndum, meira af
tiltölulega fíngerðum böndum
og breiðum yfir sjónum.
Varla mun of djarft ályktað,
að myndatökur sem þessar muni
bæði bæta aðstöðu veðurfræð-
inga til að gera sér grein fyrir
daglegu veðri og auka almenna
þekkingu þeirra á eðli skýjafars
og úrkomusvæða. P. B.
VEÐRIÐ
19