Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Iiurfu að mestu leyti af landinu. Annað hefur ekkert verið vitað um aldur þess-
ara gróðurleyfa þangað til nú, að Jón Jónsson jarðfræðingur hefur fengið sýnis-
horn af Skeiðarármó aldursgreint á rannsóknarstofu háskólans í Uppsölum.
Reyndist sýnishornið um 5000 ára gamalt (4970 ± 100 ár).
Þetta sannar okkur, að 3000 árum fyrir Krists hurð og 4000 árum fyrir land-
nám á íslandi, var Skeiðarárjökull varla til, Skeiðarárdalur var grösugt mýr-
lendi. Eftir stærð móhnausanna hefur mólagið verið þykkt og myndun þess ef-
laust tekið þúsundir ára.
Gróðurinn í Skeiðarárdal hefur efalítið átt sér langan aldur, eftir að liið ald-
ursgreinda sýnishorn varð til. En svo kólnar í veðri, snjór safnast á hálendið,
og smám saman myndast Vatnajökull, svipaður því sem nú er. Skriðjökull sígur
í botn Skeiðarárdals, smáþokast fram á við og rífur upp jarðveg, auk þess sem
jökulvötn byltast sitt á hvað, brjóta landið og færa það á kaf í aur.
Það er engin vissa, en ekki ólíkleg tilgáta, að síðan þetta gerðist, séu liðin
um 2500 ár.
Sennilega hefur Skeiðarárjökull þó ekki gengið svo langt fram sem hann nær
nú og eitthvað hopað eða dregið sig í hlé síðar meir. Á landnámsöld hafa efa-
lítið verið leifar af graslendi inn eftir Skeiðarárdal og sömuleiðis upp af Breið-
ármörk, þar sem jökull liggur nú yfir.
Á 18. og 19 öld liafa jöklar þessir sennilega náð lengra fram en nokkru sinni
frá því að ísöld lauk. Nú hafa þeir verið á greinilegu og því nær árlegu undan-
haldi síðustu þrjá til fjóra áratugina. Þeir hafa þynnzt og lækkað, eins og glögg-
lega má sjá utan í fjallahlíðum, sem að Jreim liggja. Urn 1930 lá Skeiðarárjökull
þverbrattur fram á sandinn alla leiðina frá Eystrafjalli að Jökulfelli. Nú hef-
ur drjúg sneið bráðnað framan af honum og löng lón eða uppistöður myndazt í
kvosinni, þar sem jökulsporðurinn áður var, en dýpt þeirra hefur ekki verið
mæld.
Við Breiðamerkurjökul hafa komið í ljós þrjú djúp lón, sem ekki sáust Jrar,
þegar uppdráttur herforingjaráðsins var gerður árið 1903. Öll stórvötnin á
Breiðamerkursandi koma nú úr Jtessum lónurn og hafa lialdið óbreyttum
farvegum að mestu síðustu 15—20 árin, en áður byltust þau og breyttust
sitt á hvað. Þó hefur Breiðárlón nýlega fengið framrás vestur með jöklin-
um í farveg Fjallsár, og lækkaði Jrá um 2—3 m í lóninu. Áður rann Breiðá
úr lóninu beint fram sandinn. Lónið sem Jökulsá kemur úr er á annað hundr-
að metra á dýpt, og fellur inn í það sjór, þegar stórstreymt er. Áður var lón
[jetta fullt eða Jrakið sléttri jökulhellu, sem líklega hefur verið á floti framan
til. Undan jökulskörinni spýttist Jökulsá í stórum boðaföllum og var ekki frýni-
leg. Þessa sléttu jökulhellu kölluðu Skaftfellingar undlirvarp. Var það oft far-
ið með hesta og kallað að fara á undirvarpi. Ef undirvarpið var ófært, varð
að krækja langt upp á jökul til Jress að kontast fyrir Jökulsá.
Ef svo heldur fram sem nú horfir um eyðingu skriðjökla hér á landi, munu
nokkrir kílómetrar „dottnir“ framan af Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli ár-
ið 2000. Þá verður hið forna heimaland Breiðár að mestu komið undan jökli,
VEÐRIÐ
15