Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 14
RASK Á TVE/M STÖÐUM.
Þá var að gera sér grein fyrir því, hvað skeð hafði. Ljóst var, að eldingu hafði
lostið niður, en hve víða, og hve mikill usli hafði að því orðið?
Aður en langt um leið kom það fram, að þeim hafði lostið niður á tveimur
stöðum, annarri hjá Syðri-Tungu, en hinni hjá Ytri-Tungu. Hin síðarnefnda hafði
rótað upp þar sem hún kom niður, en ekkert hjá því sem hin hafði af sér gert.
Snúningsvél stóð úti á túni hjá bænum Syðri-Tungu. í hana stakk eldingin
•sér, og Jraðan niður í túnið og beint í símakapal, sem þar var Jjræddur neðan-
jarðar. Er ekki að orðlengja Jrað, að eldingin reif kapalinn upp á 65 metra
kafla, en brenndi símalínuna á alls 250 metra vegaiengd. Umhverfis gíginn sem
myndaðist af sprengingunni var jarðveginum kastað 15 metra veg. Snúningsvél-
in stóð 100 metra frá fjárhúsunum í túninu.
Kindur nokkrar voru á beit skammt frá þar sem eldingin kom niður, og brá
þeim harkalega við. HIupu Jjær ýmist saman í hnapp eða tvístruðust aftur og
vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Kona nokkur, sem var á leið inn í hús fann snögg-
an og óbærilegan hita, og var sem höfuð hennar ætlaði að klofna af loftþrýst-
ingnum. Eins var um Joá, sem staddir voru innan dyra á nálægum bæjum, að
þeir fundu mikinn og snöggan hita, og á einum bæ fengu allir heimilismenn
rafmagnshögg, Jjar sem Jjeir sátu inni í húsum. Blossarnir stóðu langt fram úr
öllum rafmagnstækjum, og á einum bæ gereyðilagðist útvarpstæki.
Hefur ekki mátl miklu muna, að stórslys hlytust af þessum veðragangi, því
■ef eldingum hefði lostið niður í mannabústaði liefði áreiðanlega illa farið.“
JÓN EYÞÓRSSON:
Fyrir 5000 árum
var mómýri þar, sem nú er Skeiðarárjökull
Það er gamalkunnugt, að Skeiðará ber fram stóra móhnausa og birkilurka í
rstórflóðum. Jónas Hallgrímsson nefnir Jjetta m. a. í dagbók sinni 1842 og segir
jafnframt, að þetta sýni og sanni, að jökullinn hafi lagzt yfir grasi gróið og
frjósamt land einhvern tíma í fyrndinni. Árnar á Breiðamerkursandi, einkum
Fjallsá, bera líka fram lurka og móhnausa. Framan við Breiðamerkurfjall má
raunar sjá sjálft mólagið undir 3—4 m þykku lagi af jökulaur.
Það er vitað mál, að mór Jjessi hefur myndazt, eftir að ísöld lauk og jöklar
14
VEÐRIÐ