Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 25
streymið og vökvastraumurinn er í trénu. Síðan reiknum við hin mismunandi áhrif þessara þátta á lengd árssprota og þykkt árhringa. ÚTGUFUN. Útgufun vatns úr plöntum fer að mestu leyti fram úr blöðunum. A þeim er aragrúi af smáum opum, sem hvert um sig er myndað af einni frumu. Þessi op eru stundum nefnd varir vegna lögunar þeirra, og frumurnar varafrumur. Þessar varir eru lokaðar á nóttunni, en opnast þegar sólin skín. Þá gerist tvennt. Inn um varirnar kemst loft að utan, og úr því vinna blöðin kolsýru undir áhrifum sólarinnar. Er kolsýra loftsins eitt helzta næringarefni plantn- anna. En um leið og varirnar opnast, getur líka byrjað útgufun vatns innan úr hinum röku loftgiingum í blaðinu. Útgufun og kolsýruvinnsla fylgjast þann- ig að. Það hefur borið við hjá plöntulífeðlisfræðingum að þeir tali óvirðulega um útgufunina og kalli hana „illa nauðsyn". Mun það byggt á því, að útgufun eyðir vatni og kælir auk þess dálítið. Á sama hátt má þá kalla það illa nauðsyn fyrir ntannskepnuna að éta, því að við það eyðist fæðan. En þegar við athugum hið fagra samræmi milli útgufunar og kolsýruvinnslu plantnanna, læðist þó að sá grunur, hvort hér sé ekki einmitt fremur um að ræða hina dásamlegu forsjón náttúrunnar, sem keniur svo oft fram, ef vel er að gáð. Það er augljóst, að því meiri, sem útgufunin verður, því meiri mciguleikar skapast fyrir plöntuna að draga til sín nýtt vatn með rótunum og þar með frjóefni úr jarðveginum, nauð- synleg til þess að blandast við efnin, sem unnin eru úr kolsýru loftsins. Þess vegna þarf þetta tvennt að fylgjast svo vel að, útgufun og kolsýruvinnsla. Þegar við förum nú að reikna út áhrif veðursins á útgufunina, skulum við gera ráð fyrir því, til þess að gera málið einfaldara, að enginn skortur sé á vatni í jarðveginum. Sé jörðin of þurr, getur plantan nefnilega þurft að loka vörunum um miðjan dag til þess að skrælna ekki, og hlýtur það að draga úr útgufun. Útgufunina skulum við því reikna út frá tveim veðurþáttum eingöngu, sólskini og þurrki loftsins. Einnig er það skilyrði að liiti sé ekki of mikill eða lítill. Til þess að varafrumurnar opnist, þarf venjulega ekki nema nokkurn hluta venjulegrar sólarbirtu. Sólgeislun er liægt að mæla með sérstökum tækjum. En svo er hitt margreynt, að jafnvel þótt allar varafrumurnar séu opnar, verð- ur útgufunin ekki alltaf sú sama. Hún er nefnilega mjög háð því, hve loftið er þurrt. Til þess að mæla þennan þurrk loftsins, má nota sérlega handhægan mæli, svokallaðan þurrkmæli. Eru það tveir hitamælar og annar þeirra vafinn um endann með votri dulu. Útgufunin kælir, og því meiri sem hitamunurinn er á mælunum, því þurrara er loftið. Samkvæmt þessu getum við fundið útguf- unina með því að margfalda saman þurrk og sólskin. Við reiknum samt ekki með neinni aukningu á útgufun, þó að sólargeislunin fari fram úr því, sem þarf til kolsýruvinnslu, en þá geislun má áætla um 20 hitaeiningar á fersenti- metra á klst. VEÐRIÐ --- 25

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: