Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 28
tíu sinnum meira í formúlunni fyrir lengdarvöxtinn en í förmúlunni fyrir þver-
málsvöxtinn, ef þurrkurinn vegur jafn mikið. Lengd árssprotans aetti því að
vera í hlutfalli við
| 2.1 X A 4-T]
Línuritið fyrir þessa stærð er sýnt með brotnum línum á 1. mynd, og ef við
berum liana satnan við lengdarbreytingar árssprotans, heilu línuna, má sjá, að
líkingin er furðu mikil, raunar eins góð og framast verður búizt við.
0O0
Hér hefur eingöngu verið rætt um áhrif dags og nætur á vöxt grenitrjáa. Mjög
sennilegt er, að svipað gildi um aðrar trjátegundir og auk þess um lægri plöntur.
Á milljónum ára hefur þessum „skynlausu" lífverum lærzt á dásamlegan hátt að
virkja sólarorkuna og þá orku, sem er falin í þurrki loftsins. Á daginn láta þær
goluna soga úr sér vatn, sem búið er að vinna frjóefni úr, og um leið er stillt
svo til, að kolsýra loftsins fær aðgang að hinum merkilegu kolvetnisverksmiðjum
í blöðum trjánna, en vökvastraumurinn, sem útgufunin undirbjó að deginum,
heldur svo áfram lengi fram eftir kvöldi að soga ný frjóefni úr jörðinni og
flytja vaxtarefni til ungra og vaxandi greina og blóma, jafnframt því sem plant-
an þrútnar af lífsvökva sínum, vatninu. Þetta er hinn daglegi hjartsláttur
grasanna. Pdll Bergþórsson.
Hvirfilvindur
Föstudaginn 7. ágúst 1959 var undirritaður staddur við Hreðavatn í
Borgarfirði. Veðrið var eins gott og á verður kosið, þegar maður er í sumar-
fríi. Niður við vatnið var ákaflega hlýtt og á himni sáust aðeins smágerðir
góðviðrisbólstrar. Þarna var hlý NV-gola, svo hæg, að yfirborð vatnsins gáraðist
ekki. Allt í einu byrjaði yfirborð vatnsins að ýfast talsvert á hringfleti, sem
var um það bil 20 metrar í þvermál, og utan af vatninu kom allsnarpur vindur,
sem bar með sér skógarihn. Lfpp úr vatnsfletinuru þeyttust vatnsslitrur eina til
tvær mannhæðir í loft upp. Þetta fyrirbæri stóð í tæpa mínútu, en síðan kom
logn og bærðist ekki liár á höfði. Það virðist sem þetta hafi stafað af mishitnun
loftsins yfir vatninu annars vegar og lirauninu, sem umlykur vatnið, hins vegar.
Þetta gerðist svo sviplega, að mér er það enn minnisstætt.
Ég held að umrædd vindhviða hefði tæplega hvolft bátkænu á vatninu, en þó
hefði ekki mikið vantað þar á. Slíkir sviptivindar eru samt alltaf hættulegir
smábátum, sérstaklega vegna þess hve snögglega þeir skella yfir.
B. H. Jónsson.
28
VEÐRiÐ