Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 13
Þrumuveður á Snæfellsnesi SVARTUR HIMINN. Himinn, sem áður var heiður og blár, var allt í einu svartur og skýjaður, og nærri því samstundis skall á hellidemba. Síminn tók viðbragð og hringdi með ógurlegum gauragangi, og blossarnir stóðu fram úr útvarpsviðtækjunum. Hús- in léku á reiðiskjálfi og glerið nötraði í gluggunum. Þessi djöflagangur stóð upp undir hálftfma, og hætti síðan jafn skyndilega og hann byrjaði. Sem betur fer, eru þrumuveður fremur fátíð hér á landi, því að þau geta valdið bæði eldsvoða og manntjóni. Miðvikudaginn ff. maí sl. gekk þó allharðsnúið þrumuveður yfir Snæfellsnes. Engar veðurskeytastöðvar urðu fyrir barðinu á veðri þessu, en Síðumúli getur um skruggur í fjarska kl. 18 þennan dag. Dagblaðið Timinn birti hins vegar frétt af þessu og hefur einnig góðlúslega lánað okkur mynd þá, sem hér fylgir. Frásögn blaðsins cr á þessa Ieið (nokkuð stytt): „Indælt veður var um dag- inn og hafði verið alla vik- una. Menn voru önnum kafnir við vorverkin og allt virtist leika í lyndi. Þegar líða tók á daginn heyrðust jtungir dynkir í austrinu, líkt og oft heyrist þar vestra í góðu veðri, þeg- ar verndarenglar landsins á Suðurnesjum liðka byssur sínar og þjálfa skotfimina. Snæfellingar lögðu þess vegna ekki eyrun eftir brest- unum. Svo kom kvöldið, kyrrt og fallegt, og í kvöldkyrrðinni heyrðust dynkirnir cnnþá betur, engu líkara en þeir færðust nær. Ekki ollu þeir þó neinum heilabrotum fremur en fyrr, og að loknu dagsverki gengu Snæfell- ingar til hvíldar og opnuðu fyrir útvarpstækin. En þegar kom að framhalds- leikirtinu EhitS fyrir Stapann, var sem íjandinn væri laus. VEÐRIÐ 13.

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: