Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 7
Um 20. lebrúar var svo snjólaust á hálendinu, að ekið var viðstöðulaust að kalla úr Reykjavík inn í Jökulheima (Guðm. Jónasson o. fl.). Um mánaðamótin febr. — marz kólnaði í veðri. Setti niður snjó nyrðra svo vegir tepptust, Akureyrarpoll lagði og vogana við Reykjavík. í Vestmannaeyjum varð tilfinnanlegur vatnsskortur. Veðurhort 9. nóvember 1959 kl. 6. Um 7. marz brá til hlýinda, snjó og klaka leysti sunnan lands, og vorgróður byrjaði og varð aldrei fyrir neinum teljandi áfellum eða vorhretum upp frá því. Nyrðra héldust liins vegar kuldaþræsingar fram um apríllok. Hinn 29. apríl var Öxnadalsheiði t. d. ófær, og Mývatn var ísi lagt. Jón Eypórsson. JÓNAS JAKOBSSON: Hitastig yfir Keflavík Daglegar breytingar hitans yfir Keflavík seinni hluta ársins sem leið eru sýnd- ar á línuritunum, sem hér fylgja. Er hitinn í 500 metra hæð yfir sjávarmáli teikn- aður með samfelldri línu, en með brotinni línu í 1500 m hæð. Þau mistök hafa þó orðið, að þetta hefur snúizt við á teikningunni fyrir dagana 12. til 14. sept- ember, og eru lesendur vinsamlega beðnir að leiðrétta það. Sumarmánuðina þrjá eru hitabreytingar litlar. Þó er seinni hluti september VEÐRIÐ 7

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: