Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 17
að Leifur Ásgeirsson prófessor hefði skýrt sér frá svipaðri loftsýn. Leifur lýsti
henni svo nánar fyrir mér eftir dagbók sinni.
Hinn 20. september 1953 um klukkan hálfsjö eftir hádegi voru þeir Leifur
og Trausti Einarsson prófessor að koma innan úr Heiðmörk. Á leiðinni, þegar
þeir voru staddir í Langholtinu, sáu þeir tvöfaldan regnboga, á þá leið, að
neðst niður undir sjó var iiann eins og breiðari, en greindist síðan í tvo með
sömu litaröð, en hornið milli þeirra var á að gizka 15°. Þetta var nyrðri endi
regnbogans og sást yfir Kollafirði. Litirnir sáust verr í vinstri boganum, og hann
virtist rísa brattar en hinn boginn. Þegar heim kom, hringdi Leifur strax til
Jónasar Jakobssonar, sem taldi, að glampi frá haffletinum hefði orsakað ská-
boga þennan.
Ekki er vafi á, að þessi tvö fyrirbæri séu sarns konar, og skýringin á þeint
muni vera rétt. Regnbogi, sem myndast þannig af speglun, á einmitt að hafa
sömu litaröð og innri regnboginn og mæta honum við sjóndeildarhring, því að
miðpunktur hans er jafn langt fyrir ofan sjóndeildarhring og hins er fyrir neðan.
Hornið milli þeirra er hægt að reikna út, ef vitað er um sólarhæðina. Þetta
horn hefði átt að vera 19.7°, þegar þeir Leifur og Trausti sáu skábogann. Það
kemur allvel heim við ágizkun þeirra, 15°, og aðeins lítil tímaskekkja gæti
valdið þessu misræmi, því að sólin lækkar ört á lofti rétt fyrir sólarlag í septem-
ber, en auk þess er nokkrum erfiðleikum bundið að áætla svona horn nákvæm-
lega, þegar engin tæki eru fyrir hendi. Þegar ég sá skábogann, var það þó
tiltölulega auðvelt, því að ytri regnboginn sást líka, og var það til mikils stuðn-
ings. Eftir tímanum má reikna út, að þá hafi sól verið 3° yfir sjóndeildarhring, og
þá hefði hornið á milli boganna átt að vera 8.4°. Má heita, að það sé í nákvæmu
samræmi við athugun mína á afstöðu boganna, eins og henni var lýst hér á
undan.
Það bendir ef til vill til speglunar, að skáboginn dofnaði örar en hinir, þegar
ofar dró. í vatni speglast sólin oftast líkt og geislastafur fremur en kringla, nema
vatnsflöturinn sé algerlega spegilsléttur. Skáboginn ætti þó að verða jafn skær
neðan til þrátt fyrir það, en á hábungu hans ætti þetta að hafa þau áhrif, að
litböndin, rautt, gult, o. s. frv., verði svo breið, að þau renni hvert saman við
annað, svo að boginn verði þar mjög daufur eða sjáist ekki. En þetta reyndist
einmitt svo. Þó þarf þetta ekkt að vera skýringin á því, að skáboginn dofnaði
svo skyndilega í ákveðinni hæð. Til þess að hann sjáist allur þarf að vera
óslitinn vatnsflötur að sjá í sólarátt frá athugunarmanni. Svo var ekki, þegar ég
sá skábogann, og sennilega hefur Seltjarnarnesið hindrað, að meira sæist af
honum en nyrzti hlutinn.
Annar skábogi ætti að geta sézt, út frá ytri regnboganum, en ekki gat ég
greint hann í þetta skipti.
Ástæða er til að hvetja þá, sem sjá sérkennilegar loftsjónir, til að skrá strax
hjá sér sem nákvæmasta lýsingu á fyrirbærinu, stund, stað og almennu veður-
lagi. Mun tímarit okkar þiggja slíkan fróðleik með þökkum.
Páll Bergþórsson.
VEÐRIÐ
1 7