Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 34

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 34
allt skaplega, en svo mátti heita að drægi fyrir sóln með ágústmánuði og gengi í norðanátt með kulda og þokusúld, en ekki miklum rigningum. I ágúst voru víst fimm þurrkdagar, en hey skemmdust lítið í þeim mánuði, vegna þess hve alltaf var kalt, og svo blés nokkuð úr því, sem náðist upp. En við höfuðdag hlýnaði og gekk í stiiðugar rigningar, svo varla kom úrkomulaus sólarhringur þann mánuð, en þó sjaldan stórrigningar. Hey skemmdust miklu meira í sept. en í ágúst, þótt það næðist inn að mestu seint í mánuðinum. Það, sem ég sló síðast, urn 100 hesta, gat ég ekki fengið nema grasþurrt og tók því það ráð að bera það upp úti, í holhey, svo að það gæti þornað innan frá, ef vindur væri, — hef á því nokkurs konar úti-súgþurrkun, og held ég að það hafi lánazt eftir vonum. Háarspretta var lítil vegna kulda í ágúst. Sama var með garðávexti, en allt spratt í september og fram í miðjan október. Haustið var gott og í einu sagt allt frani til þessa, þó úrkomur mjög stöðugar, en ekki að jafnaði stórfelldar. Jörð hefur nú urn tíma verið alhvít, en það er mjög snjólétt í byggð, mest dálítið klammalag, sem er yfir allt, en þó er sæmi- leg jörð hjá fé. Dilkar voru lijá mér mjög svipaðir og í fyrra, þó með allra jafnasta móti og mjög vel feitir, hafa áreiðanlega fengið bata í september, enda hornahlaup á hrútlömbum, sem síðast var slátrað. — Já, þegar ég fór í Lónið að mæla jökul- inn (25. okt.), þá var alls staðar þar innfrá nýgræðingur í aurum og söndum og alveg inn við jökul. Enn þá fækkar rjúpunni. í haust, þegar við vorum að leita og smala og fór- um um alla landareignina, þá var í mesta lagi, að sæjust þrjár rjúpur á mann. Hér fyrir utan Selá lief ég fregnað, að ein rjúpa hafi sézt með unga í sumar. Svo gerir tófan sitt til að halda rjúpunni niðri, j)ví að henni fækkar víst ekki hér um slóðir. Þó að töluvert sé drepið, þá kemur áreiðanlega í það skarð norðan að. En hagamúsum hefur fjölgað á þessu ári. Þær eru í stórhópum og hrein plága í haust og eru enn þá að koma heim að bæjum. — Ber þroskuðust ekki í sumar að lieitið gæti. Að vísu leit nijög vel út með ber í vor og voru víða komin sætu- koppar og vísar fyrir hretið, en hafa víst ekki þolað snjóinn og kuldann. í júlí- lok var komið nokkuð af bláberjagrænjöxlum, en |>eir stóðu í stað í ágúst, og varð ekki meira úr þeim. 34 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: