Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 33
urlöndum ber harla lítið á honum, en glöggvar er hann að sjá um miðkafla
jarðar, innan sólhvarfa. Bjarmi þessi er harla mjór og lagaður sem spjót eður
sverð; svo er hann að heita þunnur og gagnsær. Það er varla á stjörnum að sjá,
að skin þeirra dofni, þegar þær eru á bak við hann.“
Talið er, að sverðbjarminn sé endurskin sólarljóssins i geimryki, m. a. frá
sundruðum lialastjörnum.
Einnig er hugsanlegt, að ljósrákin hafi stafað af reykögnum frá eldflaug, og
hali sólskin lýst þær up|>, þó að dimmt væri orðið á jörðu niðri. J. Ey.
0O0
Úr bréfi frá Aðalsteini Jóhannssyni á Skjaldfönn 26. des. 1959
Siðasti vetur (1958/59) var sá bezti, sem ég man eftir, góðviðrasamur og sér-
staklega snjóléttur, svo alltaf var hægt að beita fé. Innistöðudagar hjá mér urðu
14 á vetrinum, og af þeim voru átta fyrir áramót.
Þar sem vetur varð svona góður, átti ég nóg hey og þónokkurn afgang í vor,
þótt lítið væri í hlöðunum í fyrrahaust. Vorið var gott þar til í júní. Á sjó-
mannadaginn, þann 7. seinni partinn, gerði hér stórliríð, sem birti ekki upp
hér í dalnum fyrr en á fimmta tíma daginn eftir. Sá þá hvergi auða jörð, því
að krapalag var yfir allt, því nær öklaþykkt, og náði engin skepna hér í auða
jörð fyrr en eftir tvo daga. Féð var á dreif um allan dalinn, megnið af því
borið, en stóð þá á síðustu burðarhrotunni. Af um 30 ám, sem báru þennan
sólarhring, missti ég 16 löntb, og mátti það heita mjög vel sloppið í þeim
ósköpum, sem veðrið var. Hér gat lamb hvergi fengið auðan blett til að leggj-
ast á, fyrr en á miðvikudag, og mátti segja, að ærnar stæðu að mestu í svelti
í tvo sólarhringa. Snjó af túnum tók að fullu upp á föstudaginn þ. 12.
Tvö lömb gróf ég lifandi úr mittisdjúpum snjó hérna ofan til við miðja
hlíðina. Höld á sauðfé urðu því með verra móti hjá mér á þessu ári, þvi að
venjuleg vanhöld á lömbum voru með meira móti fyrir utan þessi 16, sem fóru
í hretinu. í allt voru nær 40 ær lamblausar. En það voru góð höld á fullorðnu
fé. Þetta hret gerði annars engan usla hér í sveit nema hjá mér og á Ármúla,
þar fóru 7—8 lömb, enda festi varla snjó niður við sjóinn, svo að teljandi væri.
Annars fóru í þessu hreti um 20 lömb í Unaðsdal og víst litlu færri í Æðey.
Annað fór ekki á Snæfjallaströnd. Varp í Æðey fór mjög illa, mun verr en 1949,
segir Ásgeir, því að nú flaut allt í krapableytu, en þá var meira frost og þurr
snjór. Þ. 17. júní gerði hann aftur smáhret, en þá varð túnið aðeins grátt fram
um hádegið og ekkert tjón af því.
Þetta hret mun hafa eyðilagt alla útungun og unga allra farfugla hér, svo að
vart mun hafa komizt upp ungi nema hjá þeim fuglum, sem verpa eftir 10. júní.
Grasspretta á túnum var óvenjumikil, og hjá mér hefur aldrei sprottið jafn-
vel, en það gekk illa með þurrk á þetta gras. Ég fór að slá i júnílok; í júlí gekk
VEÐRIÐ --- 33