Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 31
1941. Alautt snemma í júlí. 1942. Hurfu fannir (hvenær?). 1943. Fönn í Kerhólakambi hvarf ekki alveg. Tveir dílar efst í Gunnlaugs- skarði um haustið. 1944—1949 vantarl 1950. 15. ágúst. Enn lítil fönn í Kambinum, horfin úr Skarðinu. 1951. Fönn í Kerhólakantbi hvarf 2. sept. Lítil fönn eftir í Skarðinu. 1952. 15. sept. Lítil fönn í Kambinum, talsverður skafl í Skarðinu. 1953. Fönn í Kerhólakambi hvarf í fyrstu viku júlí. Fönn í Gunnlaugsskarði horfin 15. ágúst og allar fannir í giljum hið neðra í Skarðinu. 1954. Um haustið dálítil fönn í Kambinum og allstór í Skarðinu. 1955. Fönnin hvarf úr Kambinum i sept., en díll varð eftir í Skarðinu. 1956 og 1957 vantar! 1958. í byrjun sept. var fönnin horfin úr Kerhólakambi, en ca. 100 m. langur díll óleystur í Skarðinu. 1959. Hurfu? 1960. Fönnin var horfin úr Kerhólakambi 1. ágúst og úr Gunnlaugsskarði 10. ágúst. Jón Eyþórsson. Skáksigur Veðurstofunnar í skákkeppui stofnana veturinn 1960 átti skáksveit Veðurstofunnar Jtví láni að fagna að verða efst í sínum riðli, en í Jtessari keppni kepptu 42 sveitir alls. í hraðskákkeppni, þar sem efstu sveitirnar úr hverjum riðli kepptu saman, elti lánið enn sveit Veðurstofunnar. Hún var Jtar einnig efst eftir harða keppni. Framkvæmd og undirbúning þessarar kepni annaðist Skáksamband íslands. í sveitinni voru, talið eftir borðum: 1. Jón Pálsson, 2. Borgþór H. Jónsson, 3. Jónas Jakobsson og 4. Haraldur Sæmundsson. Varamenn: 1. Guðmundur Ástráðsson, 2. Gunnar Hvammdal og 3. Jón H. Baldvinsson. Skáksveit Veðurstofunnar 1960. — Fremri röð: Borg- þór H. Jónsson, Jón Páls- son og Jónas Jakobsson. — Aftari röð: Gunnar Hvammdal, Jón Bald- vinsson, Haraldur Sæ- mundsson og Guðmund- ur Ástráðsson. VEÐRIÐ 31

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: