Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 6
og veðrið að mestu leyti um garð gengið. Enskir veðurfræðingar reiknuðu með slíkum hraða, og sýnir kortið hér að neðan hvernig þeir spáðu á laugardag kl. 18. í áhlaupi þessu urðu miklir fjárskaðar á austanverðu Norðurlandi, símalín- ur slitnuðu, bátar og hafnarmannvirki iöskuðust, Laxá stíflaðist af krapi, svo að rafmagnslaust varð á Akureyri og vitanfega víðar. Lauslega reiknað var tjón af þessu áhlaupi áætlað urn þrjár milljónir króna, en hefur sennilega verið meira. H. 7. nóv. kl. 18 gerðu brezkir og íslenzkir veðurfrcedingar ráð fyrir að veðurkortið mundi verða svipað þessu eftir 24 klst. Þótt veturinn mætti að öðru leyti teljast ágætur, fer ekki hjá því, að sitl hvað beri út af með köfium. Hinn 3. desember gerði stórrigningu sunnan lands. Ar urðu bakkafullar eða flóðu út úr og vegir skemmdust. Um áramótin voru víða áfreðar og háika, sem olli bílslysum. í janúarmánuði var mjög snjólétt syðra. Skeiðará hljóp fyrri hiuta mánaðar- ins og var farið í könnunarflug til Grímsvatna um miðjan mánuðinn. Mátti þá heita snjóiaust á hálendinu og flestar ár voru þar auðar eða runnu milli skara. í byrjun febrúarmánaðar, dagana 6.-8., gerði S-veður með miklum leysing- um og úrfelli. Á Akureyri fauk þakjárn af húsum og rúður brotnuðu. Syðra urðu stórflóð í ám og vegir skemmdust. Ölfusá hækkaði um 11 m hjá Brúar- hlöðum, og var þetta talið mesta flóð í ánni síðan 1948. 6 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: