Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 11
tnyndast oft Iiarður strengur fyrir höfðann, nærri því beint frá hærri að lægri þrýstingi. (Þetta er undantekning frá þeirri almennu reglu, að vindur blási mikið til samhliða þrýstilínum, dálítið þó frá hærri að lægri þrýstingi). Þetta fyrirbæri er óvíða meira áberandi en við Hvarf á Grænlandi. Þar blæs vindur- inn oftast þvert á þrýstilínur, og getur stundum verið þar norðaustan-ofsaveður, þegar lægð er við Suðvestur-Grænland en þá ætti vindur að vera sem næst suð- austri við Hvarf, ef engin fjöll væru nálæg. Norðaustanstrengurinn við Straumnes er sennilega af sömu rótum runninn og þetta fyrirbæri við Hvarf á Grænlandi. Austur af Hornströndum er sjórinn oft mun kaldari en vestur af Vestfjörðum. Sú kæling á loftinu, sem þetta veld- ur, eykur nokkuð loftþrýsting yfir Húnaflóa. Vestur af Vestfjörðum er hins vegar hnúkaþeyr, loft, sem hefur lilýnað, er jtað streymdi yfir Vestfjarðafjöll- in, en auk Jress er sjórinn þar hlýrri. Þetta hefur þau áhrif að lækka þar loft- vogina nokkuð, og þvf myndast hinn tiltölulega mikli munur á þrýstingi á Horn- bjargsvita og Galtarvita. Þannig myndast sennilega strengurinn fyrir Straumnes, þar sem norðaustanáttin tekur allt í einu við af suðaustanáttinni yfir landinu. Eins og sjá má, er hér þó aðeins um að ræða ágizkun, sem kann að skýra þetta sérstaka veðurlag við Straumnes. En einmitt þess vegna væri fróðlegt, ef athugulir sjómenn skrifuðu hjá sér athuganir á þessu fyrirbæri og sendu „Veðr- inu“ línu um þær. P. B. INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Kuldapollar í veðursælustu liéruðum, t. d. í lágsveitum Suðurlands, fæst oft góð uppskera úr görðum á bersvæði. Menn setja þar kartöflur niður í nýræktarflög eða sá í jjau rófnafræi eða liöfrum. En alkunnugt er, að betri og jafnari uppskera fæst að öðru jöfnu ])ar, sem skjóls nýtur, og á norðanverðu landinu ræður lega garð- anna oft úrslitum um uppskeruna. Elestir „gæðagarðar" hallast móti sól og njóta skjóls af landslagi eða girðingum. Jarðvegshitinn er vitanlega mestur í skjóli móti sól. Þar sem matjurtir eru aðeins ræktaðar til heimilisnota, er víða hægt að velja sæmilegt garðstæði. — Nteturfrost gera oft mikinn skaða, einkunt norðanlands og inn til dala. Talsvert er hægt að draga úr frosthættunni með liagkvæmu vali garðstæðis. Görðum, sem snúa móti austri, er nokkuð frost- skemmdahætt, vegna jtess að morgunsólin þíðir stundum jarðveginn of ört. Svo- — 1 I VEÐRIÐ

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu: 11
https://timarit.is/page/4434892

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: