Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 16
sem enn liggur á því, og fremsti sporður Skeiðarárjkuls kominn norður á móts
við Jökulfell.
Vatnajökull, hájökullinn, er yfirleitt um 600 m á þykkt. Landið undir lion-
um er því víðast hvar aðeins 800—1000 m yfir sjávarmál, en í þeirri hæð leysir
allan vetrarsnjó við núverandi veðurfar. Jökullinn hefur því hlaðizt upp, þegar
veðurfar var mun kaldara en nú, og yfirborð hans er víðast 1400—1600 m yfir
tijó. I þeirri hæð hleður niður miklum vetrarsnjó, og leysing er þar fremur lítil
að sumrinu. En jökulísinn sígur og skríður í sífellu undan hallanum, eins og
hinir stórfenglegu skriðjöklar bera vitni um, og getur hájökullinn lækkað á þann
hátt. Því miður hafa ekki verið gerðar nákvæmar mælingar á hájöklinum til
þess að ganga úr skugga um, hvort hann fari lækkandi eða standi í stað. Slíkt
er mikið verk og vandasamt, því að víðáttan er mikil og fáir fastir punktar til
að miða við. Mælistengur, sem reynt hefur verið að setja þar, færast ýmist á
kaf í snjó eða falla, enda verða þær að vera um eða yfir 8 metrar á hæð til að
standa upp úr vetrarsnjónum. — Vesturhluti jökulsins, vestan Grímsvatna, hef-
ur áreiðanlega lækkað hin síðustu árin, því að nú orðið sést Hamarinn (fjalls-
hnúður í vesturjaðrinum) vel af Eystri-Svíahnúk á Grímsfjalli yfir jökulbreið-
una, en fyrir nokkrum árum var hann alveg í hvarfi.
Hæð og stærð jökla er nátengt veðurfari landsins, eins og það er á hverjum
tima. Hér hefur verið gripið lauslega á nokkrum dæmum því til sönnunar.
Laugardaginn 23. júlí 1960 klukkan 22.10 var ég staddur skammt frá Heilsu-
verndarstöðinni í Reykjavík, austan 1 Skólavörðuholti. Loft var skýjað að mestu
og fremur smágerð rigning, en í vestri var bjartara og sá til sólar. Þá sá ég sjald-
gæfa loftsýn. Á austurhimni voru tveir regnbogar, skærir og fagrir, einkum sá
innri, eins og venjulegast er. En þar að auki sást hluti af þriðja regnboga.
Náði hann lrá nyrðri enda innri regnbogans og alllangt upp á loftið, um það
bil liálfa leið að hápunkti innri bogans. Þessi aukabogi var ekki samsíða hin-
um, heldur nálgaðist ytri bogann eftir því sem ofar dró. Var hann nærri mitt
á milli þeirra, þar sem hann endaði, þó heldur nær innri boganmn. Við syðri
enda regnbogans sást hins vegar enginn slíkur skábogi. Litaröðin í skáboganum
var hin sama og í innri regnboga, og hann var nærri því eins skær neðst, en
dofnaði örar með liæð, og hvarf eins og áður er sagt, þegar ofar dró.
Þegar ég sagði Jónasi Jakobssyni veðurlræðingi frá þessu, minntist hann þess,
1 6 -- VEÐRIÐ