Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 18
Skýjamyndir frá
gervitungli
Hinn 1. apríl 1960 sendu
Bandaríkjamenn á loft gervi-
tungl, sem var sérstaklega ætlað
til veðurathugana. Hlaut það
nafnið Tiros I. Fyrsta mánuð-
inn tók Tiros um 9000 skýja-
myndir með svonefndri sjón-
varpsmyndavél. Myndir þessar
voru teknar jafnóðum á segul-
band og síðan sendar til jarðar,
þegar afstaða gervitunglsins til
móttökustöðvar var heppileg.
Myndin fyrir ofan sýnir skýja
myndanir í sambandi við lægð
yfir Bandaríkjunum 1. apríl
1960. Dökka svæðið á miðri
myndinni er heiðskírt. Þar
streymir þurrt loft, komið frá
Kanada, rangsælis utan um lægð-
ina, en austar kemur lilýtt og
rakt loft sunnan frá Mexíkó-
flóa og veldur víðáttumiklu
regnsvæði og snjókomu. Neðar
á myndinni er breitt skýjaband,
víða mjög bjart, og voru þrumu-
veður hér og þar á því belti. Til
glöggvunar fylgir hér t. li. veður-
kort af sama svæði, teiknað á
Veðurstofunni í Reykjavík. Þar
kemur fram svipuð heildarmynd,
en augljóst er, að geimmyndin
sýnir skýjafarið með meiri ná-
kvæmni. Má segja, að kortið og
myndin bæti hvort annað upp.
18 --- VEÐRIÐ